Monday, February 3, 2020

Skákmenn ársins 2019 hjá Víkingaklúbbnum.

Ritstjóri hefur valið skákmenn ársins hjá Víkingaklúbbnum fyrir árið 2019.  Í Víkingaskákinni varð snúið, því ritsjórinn velur sjálfan sig.  Tvö Víkingaskákmót voru haldin á árinu og vann undirrtaður þau bæði.  Skákmaður ársins hjá Víkingaklúbbnum er hinn efnilegi Einar Dagur Brynjarsson.  Einar sem fæddur er árið 2009, hefur verið mjög duglegur að mæta á æfingar í vetur, ekki bara í Víkinni, heldur einnig hjá Breiðablik og TR.  Eijnar kórónaði árangur sinn á árinu með því að verða Íslandsmeistari barna 10. ára og yngri.  Jón Viktor Gunnarsson var einnig fyrir valinu, þar sem hann vann nokkratitla, m.a Íslandsmeistari í hraðskák og Íslandsmeistari í Fischer Random. 

Ritstjórinn og formaðurinn óskar öllum Víkingaskákmönnum gleðilegs árs og friðar og von um farsæld og gott gengi í leik og starfi.

Ritað 3. febrúar 2020 á Hringbraut

Gunnar Fr Rúnarsson
formaður