Tuesday, September 28, 2010

Þriðjudagsæfing

Æfing á Víkingaskákinni í kvöld, þriðjudaginn 28. sept i kl. 20.15. Halldór eða formaðurinn opnar húsið! Viljum skérstaklega hvetja nýliða til að mæta í kvöld!

Monday, September 27, 2010

Félagaskipti

Nokkra sviptingar urðu á félagskiptamarkaðinum fyrir Íslandsmót skákfélaga í gömlu skákinni. Einn sterkasti skákmaður síðari ára Davíð Kjartansson ætlar að leiða sterka sveit Vikingaklúbbsins í 3. deild, en Davíð var áður í Fjölni. Einnig hafa þeir Birgir Bendsen og Sigurður Ingason gengið til liðs við Víkingaklúbbinn.

Davíð gerist Víkingur:

Hinn sterki skákmaður Tómas Björnsson hefur farið yfir í Skákfélag Goðans í amk eitt ár, en Tômas er núverandi stjórnarmaður í Vîkingaklúbbbnum. Tómas mun að sjálfsögðu áfram verða félagi í Víkingaskákklúbbnum, þótt hann muni tefla fyrir Goða-pulsur í Íslandsmóti skákfélaga í gömlu skákinni. Hinn geysiöflugi hlaupari Jôn Jôhannesson hefur gengið til liðs við sitt gamla liðs Borgnesinga. Jôn stóð sig vel með klúbbnum síðustu tvö ár.

Tómas gerist Goði:


Viljum minna félagsmenn á Íslandsmót skákfélaga, þar sem Víkingaklúbburinn mun tefla fram þrem liðum, þs A-liðið mun vera í hörkubaráttu í 3. deild, en B & C liðið mun berjast af hörku í fjórðu deild.

Íslandsmót skákfélaga 2010-201
1

Friday, September 24, 2010

Þriðjudagsæfingin

Fyrsta æfing vetrarins var haldin þriðjudaginn 21. september. Mæting var mjög góð og boðið var upp á færeyskan bjór fyrir félagsmenn. Nokkrir nýliðar mættur til leiks. Sjö keppendur skráðu sig í mótið, en einnig létu þeir sjá sig þeir, Þorgeir Einarsson, Jôn Úlfljótsson, Magnús Magnússon og Hörður Garðasson. Úrslit mótsins urður þau að Gunnar Fr. sigraði og leyfði aðeins eitt jafntefli við Sigurð Ingason. Næstur kom Ingi Tandri sem tapaði bara einn skák gegn Gunnar í síðustu umferð. Gunnar Fr. var mjög heppinn í sínum skákum og var m.a með tapað í mörgum en náði að snúa á andstæðnga sína í lokinn. Ingi tefldi hins vegar af miklu öryggi, fyrir utan skákina í síðustu umferð.

Úrslit

1. Gunnar Fr. 6.5 vinninga
2. Ingi Tandi Traustason 6 v.
3-4 Sigurður Ingasons 4 v
3-4 Ólafur B. Þórsson 4. v
5. Páll Andrason 3. 5 v
6. Halldór Ólafsson 3 v
7. Birkir Karl 1 v
8. Víkingur Orrason 0 v

Monday, September 13, 2010

Breytt tímasetning

Fyrsta haust-æfing Víkingaklúbbsins verður þriðjudaginn 21. september kl 20.00. (ath ekki þri. 14 sept).

Saturday, September 4, 2010

Víkingaskákin í Kastljósi!

Víkingaklúbburinn byrjar eftir sumarfrí

Fyrsta æfing Víkingaklúbbsins eftir sumarleyfi verður þriðjudaginn 14. september og hefst hún kl 20.00 í félagsheimili Víkingaklúbbsins að Kjartansgötu 5. Við viljum hvetja félagsmenn til að mæta og ræða í leiðinni um verkefni vetrarins. Mótaáætlun vetrarins verður m.a kynnt og kennir þar marga grasa. Helstu verkefni vetrarins eru m.a : Afmælismóts Gunnars Freys, Deildarkeppni skákfélaga, Stóra Íslandsmótið í Víkingaskák í nóvember og jólamótið í desember.

Þeir sem ekki sáu Kastljós-innslagið í vor um Víkingaskákina geta nú séð það á netinu, en það er nú komið á youtube.com:
hér:

Friday, September 3, 2010

KR lagði Víkingaklúbbinn

Gömlu brýninn í KR gerðu sér lítið fyrir og lögðu Víkingaklúbbinn í hraðskákkeppni taflfélaga í ágúst. Í KR eru margir aldnir snillingar og unnu þeir sterka Víkinga með minnsta mun. Ólafur B. Þórsson á 1. borði og Tómas Björnsson á 2. borði stóðu sig með prýði, en aðrir voru því miður í óstuði, m.a 3. borðs maður okkar Gunnar Fr. sem tefldi mjög illa. Gaman var þó að sjá nýja meðlimi mæta til leiks, en þeir Birgir Berndsen og Sigurður Ingason tefldu með Víkingaklúbbnum í fyrsta skipti. Eins vantaði nokkra sterka hraðskákmenn sem hefðu breytt miklu, s.b Stefán Sigurjónsson og Harald Baldursson. Því miður komust KR-ingar upp með að fá að tefla 7. mínútna skákir, en reglur keppninnar segja að tefla skuli 5. mínútna skákir. KR-ingar mættu svo nautsterku lið Bolvíkinga í næstu umferð og steinlágu fyrir þeim, en þá þurftu þeir að tefla með 5. mínútna umhugsunartíma :)

Það gengur bara betur næst hjá Víkingum!

Úrslitin í keppninni má nálgast hér: