Thursday, November 28, 2013

Íslandsmótið í Víkingaskák 2013. Sveinn Ingi og Guðrún Ásta Íslandsmeistarar

Hörkuspennandi Íslandsmóti í Vîkingaskák lauk miðvikudagskvöldið 27. nóvember í húsnæði Knattspyrnufélagsins Víkings í Víkinni.  Í fyrsta skípti í sögu klúbbsins var mótinu tvískipt, því í landsliðsflokki tefldu þeir sem voru með Víkingaskákstig, en í Áskorendaflokki tefldu svo nýliðar og stigalausir.

Landsliðsflokkur

Hörkubarátta átta Víkinga var mjög spennandi.  Tefldar voru 7. umferðir með 15. mínútna umhugsunartíma. Baráttan snérist fljótlega upp í einvígi milli þriggja manna, þeirra Sveins Inga, Inga Tandra og Gunnars Freys. Gunnar og Sveinn tefldu svo hreina úrslita skák í síðustu umferð, sem endaði með sigri Sveins Inga, sem endurheimti aftur Íslandsmeistaratitil sinn frá árinu 2010.  Sveinn Ingi sannaði þar með mikla yfirburði sína í Víkingaskákinni hin siðustu ár.  Ingi Tandri Traustason endaði í 2. sæti, en hefði náð Gunnari og Sveini í síðustu umferð, ef Gunnar hefði náð jafntefli.  Gunnar Freyr endaði svo mótið í þriðja sæti.  Arnar Valgeirsson sýndi mikla seiglu á mótinu og náði óvænt fjórða sæti.  Hinn leikreyndi Halldór Ólafsson, sem beitir jafnan hinum flugbeitta Halldórsgambít hafnaði svo óvænt í Jumbósætinu að þessu sinni.

Landsliðsflokkur úrslit:

* 1 Sveinn Ingi Sveinsson 6.o
* 2 Ingi Tandri Traustason   5.5
* 3 Gunnar Fr. Rúnarsson 5.0
* 4 Arnar Valgeirsson 3.0
* 5 Sigurður Ingason 2.5
* 6 Stefán Sigurjónsson 2.5
* 7 Jón Birgir Einarsson 2.0
* 8 Halldór Ólafsson 1.5

Áskorendaflokkur

Í fyrsta skipti var nú teflt í Áskorendaflokki (B-flokki) í Víkingaskák.  Tefldar voru 6. umferðir með 15. mínútna umhugsunartíma (tvöföld umferð, allir við alla).  Hinar bráðefnilegu skákkonur úr Skákklúbbnum Ó.S.K tóku nú í fyrsta skipti þátt í Víkingaskákmóti síðan 2010.  Áskorendaflokkurinn var því jafnframt Íslandsmeistaramót kvenna í Víkingaskák, en Hörður Garðarsson tók einnig þátt í mótinu.  Keppnin í Áskorendaflokki snérist fljótlega upp í einvíg milli Guðrúnar Ástu Guðmundsdóttir og Erlu Margrétar Gunnarsdóttir.  Hörkueinvigi varð á milli þeirra, en þær voru jafnar fyrir síðustu umferð, en Ásrún Bjarnadóttir náð þá að máta Erlu, meðan Guðrún náði að máta Hörð Garðarsson.  Guðrún er því Íslandsmeistari kvenna í Víkingaskák og jafnframt Íslandsmeistari í Áskorendaflokki.  Erla Margrét lenti í öðru sæti á sínu fyrsta Víkingaskákmót og sýndi frábær tilþrif.  Ásrún Bjarnadóttir sem lenti í þriðja sæti átti einngi frábæra spretti, en hún mátaði Erlu með glæsilegum hætti í síðustu umferð, sjá mynd hér fyrir neðan.  Hörður Garðarssson náði sér ekki á strik á mótinu að þessu sinni, en hann er að koma til baka í Víkingaskákina eftir nokkra ára hlé.  Eyjólfur Ármannsson mætti á mótið og var með sölubás, sem setti skemmtilegan svip á mótið.

Áskorendaflokkur úrslit:

* 1 Guðrún Ásta Guðmundsdóttir 5.o v
* 2 Erla Margrét Gunnarsdóttir   4.0
* 3 Ásrún Bjarnadóttir 3.0
* 4 Hörður Garðarsson 0.0
Barnaæfing 27. nóvember

Víkingaskákæfing hjá Skákklúbbnum Ó.S.K

Meðlimir Skákklúbbsins Ó.S.K sem er eina kvennaskákfélagið á landinu eru mjög áhugasamar um Víkingaskák og thær voru með auka Víkingaskákæfingu fyrir Íslandsmótið í Víkingaskák á Ölstofunni, en thar eru æfingar félagsins haldnar í vetur.Barnaæfing
Tuesday, November 19, 2013

Íslandsmótið í Víkingaskák 2013!

Minningarmótið um Magnús Ólafsson - Íslandsmótið í Víkingaskák 2013 fer fram í húsnæði knattspyrnufélagsins Víkings í Víkinni miðvikudaginn 27. nóvember kl. 19.30. Tefldar verða 7 umferðir með 15 mínútna umhugsunartíma. Mótið eru öllum opið og það kostar ekkert að vera með. Boðið verður upp á kaffi ásamt léttum veitingum án endurgjalds.

Nauðsynlegt er að skrá sig til leiks til að tryggja þáttöku. Þátttakendur eru hvattir til að skrá sig í tölvupósti á netfangið Víkingaklubburinn(hjá)gmail.com, eða senda sms á Gunnari Fr. gsm; 8629744. Veitt verða sérstök veðlaun fyrir efstu sætin, auk þess sem sérstök veðlaun fyrir besta árangur kvenna, unglinga og öldunga.

Þegar hafa þrjár konur skráð sig til leiks á mótið og í fyrsta skipti er keppt í B-flokki (Áskorendaflokki), fyrir þá keppendur sem eru stigalausir eða eru að tefla Víkingaskák í fyrsta skipti.

Núverandi Íslandsmeistari er Tómas Björnsson og skákstjóri á mótinu verður Haraldur Baldursson.

Reglurnar í Víkingaskák má nálgast hér:
Úrslit á Íslandsmótinu í Víkingaskák 2012 má sjá hér:
Úrslit á Íslandsmótinu í Víkingaskák 2011 má sjá hér:
Úrslit 2010 hér:
Úrslit 2009 hér:

Víkingaskákæfing

Stefán Thór Sigurjónsson kom sá og sigraði á Víkingaskákæfingu miðvikudaginn 13. nóvember, en Stefán sigraði allar skákir sínar.  Ekki er vitað til að Stefán hafi unnið Víkingaskákmót áður, thótt hann hafi lengi verið með öflugustu mönnum í leiknum.  Annar varð Ingi Tandri með 3. vinninga.  Gunnar Fr. náði 3. sætinu eftir góðan endasprett.

Úrslit:

1. Stefán Thór Sigurjónsson 4 vinningar.
2. Ingi Tandi Traustason 3. v.
3. Gunnar Fr. Rúnarsson 2. v.
4. Halldór Ólafsson 1 v.
5. Sigurður Ingason 0.5 v.Fjölteflið

IM Björn Þorfinsson mætti nokkrum efnilegum krökkum í fjöltefli í Víkinni í síðustu viku.  Teflt var klukkufjöltefli thar sem hver keppandi var með um 20, mínútur til að klára skákina.  Aðeins Jón Hreiðar Rúnarsson náð jafntefli við Björn, en hann náði að fella meistarann á tíma eftir harða baráttu.  Sumir náðu að tefla 2-3 ef skákirnar kláruðust snemma.
Poolmeistari Víkingaklúbbsins 2013

Samhliða Evrópumóti taflfélga spiluð félagar klúbbsins nær daglega billjard til að stytta sér stundir.  Síðasta kvöldið var svo slegið upp móti thar sem Stefán Thór Sigurjónsson varð fremstur meðal jafningja.

Úrslit

1. Stefán Thór 5. v
2. Björn Thórfinnsson 4. v
3. Gunnar Fr. Rúnarsson 3. v
4. Davíð Kjartansson 1. v


Sunday, November 10, 2013

Björn Þorfinnsson með fjöltefli á krakkaæfingu!

Alþjóðlegi meistarinn Björn Þorfinsson einn stigahæsti íslenski skákmaður Víkingaklúbbsins verður með fjöltefli í Víkinni Víkingsheimilinu í dag miðvikudagin 13. nóvember kl. 17.10-18.30.  Allir krakkar velkomnir að tefla við meistarann meðan næg töfl eru til staðar (öruggast að taka tafl og dúk með sér).  Víkingaklúbburinn og Knattspyrnufélagið Víkingur hafa verið með barnaæfingar kl. 17.10 á miðvikudögum í vetur, en síðusta æfingin fyrir jólafrí verður miðvikudaginn 11. desember (jólamót).

Friday, November 8, 2013

Æfingar Víkingaklúbbsins fram að áramótum

Barna og unglingaæfingar

13. nóvember. 17.10-18.30. IM Björn Þorfinnsson með fjöltefli.
20. nóvember. 17.10-18.30.
27. nóvember. 17.10-18.30.
4. desember. 17.10-18.30.
11. desember. 17.10-18.30. Barnajólamót Víkingaklúbbsins 2013.
 (Jólafrí, æfingar hefjast aftur miðvikudaginn 15. janúar osf)

Fullorðinsæfingar Skák & Víkingaskák 13. nóvember.

13, nóvember.  Vikingaskákæfing.  kl 20.00
27. nóvember Íslandsmótið í Víkingaskák 2013. Víkin kl 20.00
11. desember. Hraðskákmót Víkingaklúbbsins 2013. Víkin kl 20.00
25. desember. Jóladagur (frí)
29. desember (sunnudag). Jólamót Víkingaklúbbsins (skák & Víkingaskák) Skáksambandið.  kl 20.00

Sunday, November 3, 2013

Víkingaskákin á Ródos

Víkingskákin var að sjálfsögðu tekin upp á Evrópumóti taflfélaga og innanum ofurstórmeistara á Rodos Palace hótel mátti sjá Víkingana reyna sig.  Hjörvar Steinn stórmeistari í skák!

Hjörvar Steinn Grétarsson Víkingaklúbbnum er orðinn stórmeistari í skák eftir að hann vann makedónska stórmeistarann Vasile Sanduleac í sjöundu og síðustu umferð EM taflfélaga sem fram fór í Rhodos á Grikklandi.  Hjörvar sem tefldi fyrir breska félagið Judes of Kent hlaut 5 vinninga í 7 skákum og samsvaraði árangur hans 2607 skákstigum.  Hjörvar verður þar með þrettándi íslenski stórmeistarinn.  Stjórn Víkingaklúbbsins óskar hinum unga snillingi hjartanlega til hamingju með stórmeistaraáfangann.
Frétt hér:  
.

Evrópumót taflfélaga á Rodos 2013


Evrópukeppni taflfélaga 2013: Keppni er nú lokið og og við lentum í miðjum hóp, ts í 29. sæti af 60. Hinir vösku Víkingar voru mjög sáttir með að enda með 7. match-point stig og urðu efstir í hinni óopinberukeppni smáthjóða Evrópu. Vorum m.a fyrir ofan vini okkar í Jutes of Kent, en thað var að sjálfsögðu aðalatriðið. Hannes Hlífar stóð sig frábærlega á 1. borði (5.5 af 7) og hinir voru allir á pari, nema vesalings 5. borðs maðurinn sem fór niður í logum.

Frétt af mótinu hér:
Chess results hér:
Heimasíða mótsins hér:
Skemmtileg grein frá GM Simon Williams um mótið hér: