Friday, May 19, 2017

Íslandsmótið í Víkingaskák 2017

Minningarmótið um Magnús Ólafsson - Íslandsmótið í Víkingaskák 2016 fer fram í Víkinni Víkingsheimilinu  miðvikudaginn 7. júní kl. 19.30 (ATHH., þetta er óstaðfest dagsetning). Tefldar verða 8 umferðir með 10 mínútna umhugsunartíma. Mótið eru öllum opið og það kostar ekkert að vera með. Boðið verður upp á kaffi ásamt léttum veitingum án endurgjalds.
Gott er að skrá sig til leiks til að tryggja þáttöku. Þátttakendur eru hvattir til að skrá sig í tölvupósti á netfangið Víkingaklubburinn(hjá)gmail.com, en einnig er hægt að skrá sig á staðnum. Veitt verða sérstök veðlaun fyrir efstu sætin, auk þess sem sérstök verðlaun fyrir besta árangur kvenna, unglinga og öldunga.

Verðlaunaféð skiptist þannig:  1. verðlaun.  10. þúsund  2. verðlaun, 8. þúsund, þriðju verðlaun 6. þúsund.  1, verðlaun í unglinga og kvennaflokki eru 7000  þúsund krónur, 5000 krónur fyrir annað sætið og 3000 krónur fyrir þriðja sætið.

Núverandi Íslandsmeistari er karla er Sveinn Ingi Sveinnson og lenka Lenka Ptacnikova er núverandi Íslandsmeistari kvenna.  Skákstjóri á mótinu verður Haraldur Baldursson.

Reglurnar í Víkingaskák má nálgast hér:
Ùrslit á Íslandsmótinu í Víkingaskák 2016 má sjá hér:
Ùrslit á Íslandsmótinu í Víkingaskák 2015 má sjá hér:
Ùrslit á Íslandsmótinu í Víkingaskák 2014 má sjá hér:
Ùrslit á Íslandsmótinu í Víkingaskák 2013 má sjá hér:
Úrslit á Íslandsmótinu í Víkingaskák 2012 má sjá hér:
Úrslit á Íslandsmótinu í Víkingaskák 2011 má sjá hér:
Úrslit 2010 hér:
Úrslit 2009 hér:


Friday, April 7, 2017

Undanrásir fyrir barnablitz

Undanrásir fyrir Reykjavík barnablitz fór fram í á miðvikudaginn hjá Víking. 14. keppendur tóku þátt. Efstur varð Óskar Víkingur neð 5.5 af 6. Stefán Orri bróðir hans annar með 5.0. Róbert Luu þriðji með 4.5. Telfdar voru 6. umerðir með 6. mínútna umhugsunartíma.  Skákstjórar á mótinu voru Sigurður Ingason og Gunnar Fr. Rúnarsson.

Úrslit:

1. Óskar Víkingur Dávíðsson 5.5
2. Stefán Orri Davíðsson 5
3. Róbert Luu 4.5
4. Benedikt Þórisson 4.0
5. Bjartur Þórisson 3.5
6. Ásthildur Helgadóttir 3.5
7. Batel 3.0
8. Áslaug 3.0
9. Einar Dagur Brynjarsson 3.0
10. Bergþóra Helga gunnarsdóttir 2.0
11. Ása 2.0
12. Sigurður Rúnar Gunnarsson 2.0
13. Ísak Trausti Ingólfsson 1.0
14. Skotta 0.0Friday, March 31, 2017

Úrslit á páskamóti Víkingaklúbbsins 2017

Páskaeggjamót Víkingaklúbbsins fór fram miðvikudaginn 29. mars, en 51 keppandi tók þátt.  Tefldar voru 5. umferðir með 5. mínútna umhugsunartíma á mótinu.  Efstir og janfir urðu þeir Gunnar Erik Guðmundsson og Vignir Vatnar Stefánsson með 5. vinninga af fimm mögulegum.  Þeir náðu ekki að mætast í mótinu, en eftir stigaútreikning reyndist Gunnar Erik vera örlítið hærri á stigum.  Gunnar Erik er mjög efnilegur skákmaður, en hann er fæddur árið 2007.  Í þriðja sæti á stigum varð svo hin bráðefnilega Soffía Berndsen með fjóra vinninga. Soffía er fædd árið 2008 og varð jafnframt efst stúlkna á mótinu. 

Skákstjórari á mótinu var Stefán Bergsson.  Allir krakkarnir fengu svo páskaegg að loknu móti, en stærstu eggin hlutu þó sigurvegararnir.

Úrslit:

1. Gunnar Erik Guðmundsson 5
2 Vignir Vatnar Stefánsson 5
3 Soffía Berndsen 4.0
4 Ísak Orri Karlsson 4.0
5 Anna Katarína Thoroddsen 4.0
6 Gabríel Sær Bjarnþórsson 4.0
7 Iðunn Helgadóttir 4.0
8 Magnús Hjaltason 4.0
9 Benedikt Þórisson 4.0
10 Tristan Theodór Thoroddsen 4.0

Sjá nánari úrslit á Chessresults hér: 

Aukaverðlaun

Stúlkur:

1. Sofía Berndsen
2. Anna Katarína Thoroddsen
3. Iðunn Helgadóttir

Besti Víkingurinn

1. Einar Dagur Brynjarsson
2. Jökull Ómarsson
3. Sigurður Rúnar Gunnarsson

Besti Víkingurinn (stúlkur)

1. Bergþór Helga Gunnarsdóttir
2. Aslaug Margrét  Alfreðsdóttir
3. Ása

Aldursflokkaverðlaun:

2003:  Vignir Vatnar Stefánsson
2005:  Ísak Orri Karlsson
2006:  Gabríel Sær Bjarnþórsson
2007:  Gunnar Erik Guðmundsson
2008:  Sofía Berndsen
2009:  Bjartur ÞórissonSkákmót Víkings 2017

Skákmót Víkings var haldið fimmtudaginn 30. mars.  Tólf keppendur tóku þátt í mótinu og voru meðalstig keppenda í hærri kantinum.  Telfdar voru 6 umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma. Lenka Ptáčníkov sigraði á mótinu fékk 5.5 vinninga af 6 mögulegum.  Annar varð Ólafur Brynjar Þórsson með 5. vinninga, en þriðji varð Stefán Þór Sigurjónsson með 4.5 vinninga.  Skákstjóri á mótinu var Gunnar Fr. Rúnarsson.

Úrslit 

1. Lenka Ptacnikova 5.5 af 6
2. Ólafur B. Þórsson 5
3. Stefán Þór Sigurjónsson 4.5
4. Sturla Þórðarson 3.5
5. Páll Andrason 3
6. Halldór Pálsson 3
7. Sigurður Ingason 2.5
8. Gunnar Fr Rúnarsson 2.5
9. Ingi Tandri Traustason 2.5
10. Loftur Baldvinsson 2
11. Hjalmar Sigvaldasons 1
12. Björgvin Kristbergsson 1


Thursday, March 23, 2017

Páskaeggjamót Víkingaklúbbsins 2017

Páskaeggjamót Víkingaklúbbsins fyrir börn og unglinga verður haldið í Víkinni Víkingsheimilinu miðvikudaginn 29. mars. Tefldar verða 6. umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma á mann og hefst mótið kl. 17.15. Allir krakkar eru velkomnir og keppt verður í einum flokki, en aukaverðlaun verða fyrir besta árangur í hverjum aldursflokki.
Allir fá páskaegg fyrir framistöðu sína og  þátttaka í mótinu er ókeypis.  Barna og unglingaæfingar Víkingaklúbbsins verða vikulega á miðvikudögum fram á sumar.

ATH:  Nauðsynlegt er að skrá sig (nafn og fæðingarár) til að tryggja þátttöku.  Skráning á mótið fer fram á ntefangið vikingaklubburinn(hjá)gmail.com og á Skák.is (guli kassinn efst), þegar það verður tilbúið.

Heimilisfang hér:

Knattspyrnufélagið Víkingur
Traðarlandi 1, 108 Reykjavík


Skákmót Víkings 2017

Skákmót Víkings verður haldið 30 mars (fimmtudagur) kl 20.00 í Víkinni.  Tefldar verða 6. umferðir með 7. mínútna umhugsunartíma.  Allir skákmenn velkomnir og þátttaka er ókeypis.  Boðið verður upp á léttar veitingar. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin og mótið verður reiknað til hraðskákstiga.  Skákstjóri verður Haraldur Baldursson.


Litla Páskaeggjamótið

Barnskákæfingar í Víkinni hafa verið ágætlega sóttar í vetur. Síðasta miðvikudag héldum við Litla páskaeggjamótið. Tiú keppendur tóku þátt. Einar Dagur, Sigurður Rúnar og Gabriel Bjarmi urðu efstir með 4 vinninga af 5. Bergþóra og Áslaug voru efstar stúlkna með 3 af 5. Ása kom þriðja. Næsta miðvikudag verður hið árlega páskamót Víkingaklúbbsins.