Tuesday, August 23, 2016

Kringluskákmóti frestað

Kringluskákmótið sem halda átti fimmtudaginn 25. ágúst frestast um 1-2 vikur.  Ný auglýsing væntanleg um helgina.

Sunday, June 19, 2016

Síðasta æfingin fyrir sumarfrí

Þeir sem tóku þátt voru Adam Omarsson, Jósef Omarsson, Sigurður Rúnar, Bergþóra Helga, Einar Dagur og Jóhann Fróði.  Adam Omarsson sigraði mótið, Einar Dagur varð annar og Jósef og Sigurður Rúnar urðu jafnir í 3-4 sæti.


Næstsíðasta æfingin fyrir sumarfrí
Friday, May 27, 2016

Sveinn Ingi Sveinsson Íslandsmeistari í Víkingaskák 2016. Lenka Ptacnikova sigraði í kvennaflokk og Bárður Birkisson í unglingaflokki.

Sveinn Ingi Sveinsson sigraði á Íslandsmótinu í Víkingaskák sem haldið var í húsnæði Skáksambands Íslands fimmtudaginn 26. mai.  Í öðru til þriðja sæti urðu Sigurður Ingason og Bárður Birkisson, en Sigurður varð hlutskarpari á stigum.  Lenka Ptacnikova varð Íslandsmeistari kvenna eftir hörku baráttu við Guðrúnu Ástu Guðmundsdóttur fráfarandi Íslandsmeistara, en þær mættust í 4. umferð í hreinni úrslitaskák, þar sem Lenka hafði betur eftir hörku báráttu.  Bárður Birkisson varð Íslandsmeistari unglinga, en hann átti frábæra innkomu á mótinu. Í fjórðu umferð sigraði hann margfaldan Íslandsmeistara, Svein Inga Sveinsson, en tapaði svo fyrir reynsluboltanum Sigurði Ingasyni í næstu umferð og hleypti því Svein Inga á toppinn á ný. Tvíburabróðir Bárðs, Björn Birkisson varð í öðru sæti í unglingaflokki og Gauti Páll Jónsson varð þriðji. Keppendur á mótinu voru þrettán, en telfdar voru 6. umferðir með 10. mínútna umhugsunartíma. Íslandsmótið með þessu formi hefur verið haldið óslitið síðan árið 2009.  Mótið var haldið til minningar um Magnús Ólafsson stofnanda Víkingaskákarinnar.  

Víkingaskák er manntafl sem fundið var upp af Magnúsi Ólafssyni hugvitsmanni.  Í Víkingaskák eru tvö lið og samanstendur hvort lið af níu mönnum og níu peðum. Nöfn taflmannanna eru þau sömu og í venjulegri skák nema að níundi maðurinn heitir víkingur. Manngangnum svipar til manngangsins í hefðbundinni skák og er auðlærður. Aðeins manngangur víkingsins er nýr. Í hefðbundnu tafli eru tvær stefnur en í Víkingaskák eru þær þrjár. Víkingaskákin mun vera heldur flóknara tafl en venjuleg skák sökum fleiri taflmanna, fleiri reita á taflborðinu auk einnar stefnu meir. Þrátt fyrir göfgi hinnar klassísku skákar hafa öðru hvoru alltaf verið gerðar tilraunir til að þróa ný afbrigði.

Reglurnar í Víkingaskák má nálgast hér:

Úrslit:

* 1 Sveinn Ingi Sveinsson 5 v. 
* 2-3 Sigurður Ingason 4.5
* 2-3 Bárður Birkisson 4.5
* 4 Stefán Þór Sigurjónsson 4
* 5 Lenka Ptacnikova 3.5
* 6. Björn Birkisson 3.5
* 7 Ólafur Þórsson 3.0
* 8 Páll Andrason 3
* 9 Sturla Þórðarson 3
* 10 Guðrún Ásta Guðmundsdóttir 2
* 11 Gauti Páll Jónsson 2
* 12 Halldór Pálsson 2
* 13 Hilmir Freyr 0.5
* 14 Orri Skottubani 0Monday, May 23, 2016

Íslandsmótið í Víkingaskák 2016

Minningarmótið um Magnús Ólafsson - Íslandsmótið í Víkingaskák 2016 fer fram í húsnæði Skáksambands Íslands fimmtudaginn 26. mai kl. 20.30 (mæting). Tefldar verða 6 umferðir með 10 mínútna umhugsunartíma. Mótið eru öllum opið og það kostar ekkert að vera með. Boðið verður upp á kaffi ásamt léttum veitingum án endurgjalds.
Gott er að skrá sig til leiks til að tryggja þáttöku. Þátttakendur eru hvattir til að skrá sig í tölvupósti á netfangið Víkingaklubburinn(hjá)gmail.com, en einnig er hægt að skrá sig á staðnum. Veitt verða sérstök veðlaun fyrir efstu sætin, auk þess sem sérstök verðlaun fyrir besta árangur kvenna, unglinga og öldunga.

Keppt í B-flokki (Áskorendaflokki), fyrir þá keppendur sem eru stigalausir eða eru að tefla Víkingaskák í fyrsta skipti, ef næg þátttaka fæst. 

Verðlaunaféð skiptist þannig:  1. verðlaun.  10. þúsund  2. verðlaun, 8. þúsund, þriðju verðlaun 6. þúsund.  1, verðlaun í unglinga og kvennaflokki eru 7000  þúsund krónur, 5000 krónur fyrir annað sætið og 3000 krónur fyrir þriðja sætid.

Núverandi Íslandsmeistari er karla er Gunnar Fr Rúnarsson, Guðrún Ásta Guðmundsdóttir er núverandi Íslandsmeistari kvenna.  Skákstjóri á mótinu verður Haraldur Baldursson.

Reglurnar í Víkingaskák má nálgast hér:
Ùrslit á Íslandsmótinu í Víkingaskák 2015 má sjá hér:
Ùrslit á Íslandsmótinu í Víkingaskák 2014 má sjá hér:
Ùrslit á Íslandsmótinu í Víkingaskák 2013 má sjá hér:
Úrslit á Íslandsmótinu í Víkingaskák 2012 má sjá hér:
Úrslit á Íslandsmótinu í Víkingaskák 2011 má sjá hér:
Úrslit 2010 hér:
Úrslit 2009 hér:

Thursday, May 12, 2016

Úrsltin á Vormóti Víkingaklúbbsins

Aron Þór Mai sigraði á Vormóti Víkingaklúbbsins sem haldið var í Víkinni miðvikudaginn 11. mai. Aron vann allar sex skákir sínar.  Í 2-3 sæti komu þeir Magnús Hjaltason og Alexander Mai.  Magnús sigraði eftir stigaútreikning.  Efst stúlkna varð Batel með 4. vinninga,  Skákstjóri á mótinu var Stefán Bergsson, en telfdar voru 6. umferðir með 7. mínútna umhugsunartíma.  Þátttakendur á mótinu voru 29.

Vormeistari:  Aron Þór Mai
Stúlknameistari:  Batel

Árgangaverðlaun:

2000:  Kypler
2001:  Aron Þór Mai
2003:  Alexander Mai
2004:  Einar Egilsson
2005:  Magnús Hjaltason
2006:  Benedikt Þórsson
2007:  Batel
2008:  Jökull Ómarsson
2009:  Bjartur Þórsson
2011:  Josef Omarsson
Besti Víkingurinn:  Bergþóra Helga Gunnarsdóttir

Nánari úrslit á Chess-Results hér:  

Mynd:  'Omar Örn Jónsson.
(fleirri myndir á leiðinni)

Monday, May 9, 2016

Vormót Víkingaklúbbsins 2016

Vormót Víkingakĺúbbsins verður haldið miðvikudaginn 11. mai og hefst það kl. 17.15.  Tefldar verða 6. umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma á mann og hefst mótið kl. 17.15.   Allir krakkar eru velkomnir og þátttaka er ókeypis.   Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin i mótinu, auk þess sem veitur verður verlaunapeningur fyrir efsta keppandi í hverjum árgangi, auk þess sem þrjár efstu stúlkur fá verðlaunapening.  Skákstjóri á mótinu verður Stefán Bergsson

Skráning á mótið fer m.a fram á netfangið:  vikingaklubburinn(hjá)gmail.com, en einnig er hægt að skrá sig á staðnum.  Tilgreina skal nafn og fæðingarár.  Við vonumst til að sjá sem flesta.

Heimilisfang hér: 

Knattspyrnufélagið Víkingur
Traðarlandi 1, 108 Reykjavík

Skákæfingar í Víkinni fyrir börn og unglinga halda svo áfram alla miðvikudaga fram í miðjan júní.