Tuesday, February 14, 2017

Bárður Örn Birkisson og Guðmundr Peng Sveinsson skákmenn ársins hjá Víkingaklúbbnum 2016.

Ritstjóri valdi í janúar skákmenn ársins hjá Víkingaklúbbnum.  Í Víkingaskákinni varð valið auðvelt.  Bárður Örn Birkisson Taflfélagi Reykjavíkur er Víkingaskákmaður ársins 2016.  Bárður vann óvænt Heimsmeistaramótið í Víkingskák 2016 sem haldið var seint á síðasta ári og náði m.a að vinna gamla meistara.  Á jólamóti Víkingaklúbbsins lét Bárður ekki staðar numið, en hann sigraði Víkingaskákina og tvískákina, þar  sem samanlagður árangur í skák og Víkingaskák var lagður saman.  Valið á Víkingaskákmanni ársins er ekki bundið því að vera félagi í Víkingaklúbbnum.  Valið á skákmanni ársins hjá Víkingaklúbbnum var hins vegar aðeins erfiðara.  Til greina komu þrír bráðefnilegir skákmenn félagsins.  Einar Dagur Brynjarsson fæddur 2009 náði þriðja sæti á Íslandsmót drengja 8. ára og yngri, en Einar er á yngra ári í flokknum.  Einar telfdi mikið á árinu þrátt fyrir ungan aldur og er einn efnilegast skákmaður landsins í sínum aldursflokki.  Jökull Ómarsson nemandi í Ingunnarskóla fæddur 2008 stóð sig frábærlega á sama móti og varð óvænt Íslandsmeistari.  Frábær árangur, en hann mætti tefla meira.  Guðmundur Peng Sveinsson fæddur 2005 stóð sig vel á síðasta ári í þeim mótum sem hann tók þátt í, m.a í Bikarsyrpum TR.  Hann kom sterkur til leiks á stigalista Fide og sigraði svo á Jólamóti Víkingaklúbbsins í desember.  Ritsjóri valda því Guðmund Peng Sveinsson skákmann Víkingaklúbbsins 2016.  Á nýja árinu hefur svo Guðmundur farið með himinskautum.  Hann fékk sérstök aukaverðlaun á Skákþingi Reykjavíkur fyrir besta árangur miðað við stig og á Bikarsyrpu TR síðustu helgi, sigraði hann mótið með 6. vinningum af 7 mögulegum.  Það er því ljóst að Víkingur á nokkra efnilega skákmenn í sínum röðum.

Frétt um Guðmund Peng hér:
Bikarsyrpa TR, frétt hér:

Monday, January 2, 2017

Davíð Kjartansson og Bárður Örn Birkisson sigrðuðu á Jólamóti Víkingaklúbbsins 2016.

Davíð Kjartansson og Bárður Örn Birkisson sigruðu á Jólamóti Víkingaklúbbsins sem haldið var í húsnæði Skáksambands Íslands miðvikdaginn 28. janúar síðasliðin.  

Davíð Kjartansson sigraði á skákmótinu eftir að hafa verið í hörkubaráttu við mjög sterka skákmenn.  Davíð endaði með 6. vinningaaf sjö mögulegum.  Annar varð Báður Örn Birkisson og þriðji varð Páll Þórarinsson.
Keppendur í skákinni voru 22, en tefldar voru 7. umferðir, þar sem tímamörk voru 5. mínútur.  

Í Víkingaskákinni sigraði Bárður Örn Birkisson með 6.5 vinninga af 7. mögulegum.  Gunnar Fr. Rúnarsson varð annar með 6. vinninga og Björn Hólm Birkisson þriðji með 5.5 vinninga.  Efst kvenna í Víkingaskákinni varð Lenka, Freyja Birkisdóttir varð önnur og Nancy Davidson þriðja.  Unglingaverðlaun hlaut Björn Hólm Birkisson, Gauti Páll Jónsson varð annar og Aron Mai þriðji.  Í Víkingaskákinni var einnig keppt í liðakepni félaganna og ungu strákarnir í TR urðu efstir í þeirri keppni.  Keppendur í  Víkingaskákinni voru ellefu, en tefldar voru 7. umferðir, þar sem tímamörk voru 4 2 mínútur á skákina (þetta var nýtt fyrirkomulag á Víkingahraðskákinni).

Á mótinu var einnig keppt um titilinn Íslandsmeistari í tvískák, en sérstakur bikar var fyrir besta árangur í báðum mótunum. Bárður Birkisson varð efstur í því móti, en næstir kom Gunnar Fr. Rúnarsson og Björn Birkisson en þeir urðu jafnir í 2-3 sæti þegar vinningar úr báðum mótunum höfðu verið lagðir saman.

Úrslit í hraðskákmótinu:

  1  Davíð Kjartansson  6 af 7    
  2  Bárður Örn Birkisson 5.5      
  3  Páll Agnar Þórarinsson  5.0  
  4  Omar Salama 5.0 
  5  Halldór Pálsson 5.0  
 
Nánari úrslit á  Chessresults hér:  

Úrslit í Víkingahraðskákinni:


 1.   Bárður Örn Birkisson 6.5 af 7
 2.   Gunnar Fr Rúnarsson 6.0              
 3 .  Björn Birkisson 5.5
 4    Gauti Páll Jónsson  4.0  
  5   Aron Mai 4.0
 
Nánari úrslit á Chessresults hér:

Úrslit í Tvískákmótinu:


1. Bárður Birkisson   12.0 v. 
2. Björn Birkisson 9.0                
3. Gunnar Fr Rúnarsson 9.0
4. Gauti Páll Jónsson 8.5
5. Aron Mai 8.0
osf...
Sunday, December 25, 2016

Jólamót Víkingaklúbbsins 2016

Jólamót Víkingaklúbbsins verður haldið miðvikudaginn 28. des í húsnæði Skáksambands Íslands og hefst það kl 19.30. Teflt verður bæði skák og Víkingaskák. Fyrst 7. umferða skákmót með 5 mínútna umhugsunartíma, en eftir það verða 7. umferðir í Víkingaskák, þs 7 umferðir 7. mínútur.  Verðlaun í boði fyrir þrjú efstu sæti og ókeypis veitingar, m.a Víkingamjöður.  Ekki er nauðsynlegt að taka þátt í báðum mótunum og þeir sem ætla að tefla einungis Vîkingaskák mæta ekki seinna en kl 21.30.  Víkingaskákmótið er jafnframt Ìslandsmótið í Víkingahraðskák.  Einnig eru veitt sérstök verðlaun fyrir besta árangur í báðum mótunum, en sá sem er með besta árangurinn úr báðum mótunum er jafnframt Íslandsmeistari í tvískák.  Í Víkingaskákinni er jafnframt veitt verðlaun fyrir besta liðið.  Þrjú bestu skor gilda.

Sérstök aukaverðlaun fyrir Víkingaskák:  1. sæti:  8000, 2. sæti 6000, 3. sæti 4000, 1. sæti kvenna:  5000 (2. sætið 3000 og 3. sæti 2000)  1. sæti unglinga 5000 (2. sætið 3000 og 3. sæti 2000).

Skráning á mótið fer m.a fram á netfangið: vikingaklubburinn(hjá)gmail.com

Mótið á sér orðið nokkra ára sögu eins og sjá má:
Mótið 2015 hér:
Mótið 2014 hér:
Mótið 2013 hér:
Mótið 2012 hér:
Mótið 2011 hér: 
Mótið 2010 hér:
Mótið 2009 hér:


Friday, December 16, 2016

Úrslit á heimsmeistaramótinu

Heimsmeistaramótinu í Víkingaskák lauk fimmtudagskvöldið 15. desember.  Óvænt úrslit litu dagsins ljós og sennilega þau óvæntustu síðan 2010, þegar Guðmundur Lee varð Íslandsmeistari í Víkingaskák. Bárður Örn Birkisson varð Víkingur kvöldsins, þegar hann sigraði allar sínar skákir. Glæsileg frammistaða hjá Bárði og bróður hans Birni sem einnig stóð sig vel. Í 2-4 sæti urðu þeir Sigurður Ingason, Sveinn Ingi Sveinsson (Íslandsmeistarinn 2016) og Þröstur Þórsson. Lenka Ptacnikova sigraði í kvennaflokki og Björn Hólm Birkisson í unglingaflokki. Sveit TR sigraði svo líka óvænt í liðakeppninni og fengu þeir gamla góða farandbikarinn auk eignarbikars að launum. Víkingaklúbburinn varð í öðru sæti og Forgjafarklúbburinn meistari síðasta árs varð í þriðja sæti. Þröstur Þórsson fékk afhent verðlaun sín fyrir Íslandsmótið í Víkingabréfskak sem lauk fyrir nokkrum misserum.

Úrslit 

1. Bárður Örn Birkisson 6. v 
2-4. Sigurður Ingason, Sveinn Ingi, Þröstur Þórsson 4. v. 
5-6. Lenka, Björn Hólm Birkisson 3.5 v, 
7-8. Gylfi Ólafsson, Aron Þór Mai 3. v 
9-10. Halldór Ólafsson, Guðrún Ásta 2. v. 
11. Alexander Oliver Mai 1. v

Liðakeppni (tvö bestu skorkort):

1. TR 9.5 v 
2. Víkingaklúbburinn 8
3. Forgjafarklúbburinn 7 
4. Kvennalandsliðið 5.5.


Úrslit á jólamóti Víkingakúbbsins

Jólaskákmót Víkingaklúbbsins var haldið miðvikdaginn 14. desember á æfingartíma.  Góð þáttaka var á mótinu, en alls tóku 35 krakkar þátt.  Jafnir og efstir urðu félagarnir úr Ingunnarskóla (fæddir 2005) þeir Guðmundur Peng Sveinsson og Magnús Hjaltason, en svo skemmtilega vildi til að þeir urðu einnig jafnir á jólamóti Ingunnarskóla deginum áður.  En á Víkingsmótinu hrepti Guðmundur efsta sætið á stigum. Þriðji á mótinu varð Benedikt Þórisson með 4. vinninga.  Efst stúlkna varð Anna Katarína Thoroddsen.  Efstur Víkinga varð Guðmundur Peng, en Bergþóra Helga varð efstu stúlkna í flokki Víkinga.  Telfdar voru 5. umferðir með 7. mínútan umhugsunartíma.  Skákstjóri á mótinu var Páll Sigurðsson.

Úrslit 

1-2. Guðmundur Peng Sveinsson 4.5 af 5
1-2.  Magnús Hjaltason 4.5
3. Benedikt Þórisson 4
4. Ísak Orri Karlsson
5. Adam Omarsson
6. Árni Ólafsson
7. Bjartur Þórsson
osf

Stúlkur úrslit

1. Anna Katarína Thoroddsen
2. Soffía Berndsen
3. Iðunn Helgadóttir

Aukaverðlaun 

Besti Víkingurinn:  Guðmudnur Peng Sveinsson
Besti Víkingurinn stúlnaflokkur:  Bergþóra Helga Gunnarsdóttir

Bestur 2005:  Guðmundur Pent Sveinsson
Bestur 2006:  Benedikt Þórisson
Bestur 2007: Adam Ómarsson
Bestur 2008: Anna Katarína
Bestur 2009: Bjartur Þórisson
Bestur 2010: Sölvi Dan Kristjánsson
Bestur 2011: Josef Omarsson

Nánari úrslit á chessresults hér:
Næst síðasta æfing fyrir jólafrí

Ágæt mæting var á næstsíðustu æfingu fyrir jólafrí.  Krakkarnir eru gífulega áhugasöm og styrkleikinn er frekar jafn.

Úrslit hér:

Thursday, December 8, 2016

Heimsmeistaramótið í Víkingaskák 2016

Heimsmeitaramóti í Víkingaskák 2016 fer fram í húsnæði Skáksambands Íslands fimmtudaginn 15 desember kl. 20.00. Tefldar verða 7 umferðir með 10 mínútna umhugsunartíma. Mótið eru öllum opið og það kostar ekkert að vera með. Boðið verður upp á kaffi ásamt léttum veitingum án endurgjalds.

Þátttakendur eru hvattir til að skrá sig í tölvupósti á netfangið Víkingaklubburinn(hjá)gmail.com. Veitt verða sérstök veðlaun fyrir efstu sætin, auk þess sem sérstök veðlaun fyrir besta árangur kvenna, unglinga og öldunga.

Verðlaunaféð skiptist þannig:  1. verdlaun.  15 þúsund  2. verdlaun, 10 þúsund, þriðju verðlaun 5000 þúsund.  1, verðlaun í unglinga og kvennaflokki eru 7000  þúsund krónur, 5000 krónur fyrir annað sætið og 3000 krónur fyrir þriðja sætid.

Núverandi heimsmeistari er Gunnar Fr Rúnarsson, en Guðrún Ásta Guðmundsdóttir er heimsmeistari í flokki kvenna.  Skákstjóri á mótinu verður Haraldur Baldursson.

Úrslit heimsmeistaramótsins 2015 hér:

Mótið er jafnframt liðakeppni, en þetta árið fellur niður hefbundin liðakeppni niður.  Samanlagður árangur tveggja bestu keppenda hvers liðs gilda í liðakeppninni.

Úrslit Íslandsmóts Víkingaskákfélaga 2015 hér: