Thursday, September 26, 2019

Haustmót Víkingaklúbbsins 2019

Haustmót Víkingaklúbbsins fyrir börn og unglinga verður haldið í Víkinni, Vìkingsheimilinu mánudaginn 30. september kl. 17.30.  Tefldar verða 6. umferðir með 7. mínútna umhugsunartíma.  Skákstjóri á mótinu verður Ingibjög Edda.  Skákæfingar Víkingaklúbbsins verða á mánudögum í vetur.

Wednesday, September 25, 2019

Meistaramót Vìkingaklúbbsins í golfi 2019

Meistaramót Víkingaklúbbsins í golfi 2019 verður haldið á Mýrinni Garðabæ, sunnudaginn 29. september og hefst mótið kl:16.30.  Mæting kl. 16.00.  Spilaðar verða 9 holur og keppt verður bæði í höggleik án forgjafar og punktakeppni með fullri forgjöf. Sigurvegarinn í höggleik hlýtur sæmdarheitið: Golfmeistari Víkingaklúbbsins 2016. 

Um kl. 18.30 verður skákmót í golfskála, þar sem fer fram 5. mínútna hraðskákmót (9. umferðir), þar sem keppt verður í samanlögðum árangri í golfskák, með og án forgjafar.  Nánari upplýsingar um mótið gefur Gunnar Fr. Rúnarsson (gsm:  8629744).

Úrslit mótsins 2018 hér:
Úrslit mótsins 2017 hér:
Úslit mótsins 2016 hér
Úrslit mótsin 2015 hér:
Úrslit mótsins 2014 hér: og hér: 

  

Thursday, August 29, 2019

Kringluskákmótið 2019, úrslit

Kringluskákmótinu 2019 fór fram fimmtudaginn 22. ágúst síðastliðin. Að mótinu stóðu Víkingaklúbburinn skákfélag í samstarfi við Markaðsdeild Kringlunnar. Sigurvegari á mótinu varð Björn Þorfinnsson sem telfdi fyrir Gullkistuna með 6.5 vinninga af sjö mögulegum. Annar varð Ólafur. B. Þórsson (Atvinnueign.is) með 6. vinninga. Þriðji á stigum varð Dagur Ragnarsson (Bæjarbakarí) með 5. vinninga. Jafnir honum en lægri á stigum urðu, Vignir Vantar Stefánsson (Guðmundur Arason ehf), Lenka Ptacnikova (Decode), Róbert Lagerman (Susuki bílar) og Gauti Páll Jónsson (Dýrabær).

Lenka Ptáčníková (Decode) varð efst kvenna, en Iðunn Helgadóttir (Skóarinn) varð efst stúlkna. Efstur Víkinga 12. ára og yngri varð Andri Sigurbjörnsson, en Einar Dagur Brynjarsson varð annar, en hann varð örlítið lægri á stigum. Efstur drengja 12. ára og yngri varð Adam Omarsson með 3.5 vinninga. Annar varð Gunnar Erik Guðmundsson með 3. vinninga og þriðji varð Sæþór Ingi Sæmundsson með þrjá vinninga. Björn Þorfinnsson (Gullkistan) varð efstur Víkinga og er því Hraðskákmeistari Víkingaklúbbsins 2019. Þess má geta að þetta er í annað sinn sem Björn sigrar á Kringlumótinu, en hann sigraði á fyrsta mótinu sem haldið var árið 2015. Keppendur voru 41 og telfdar voru 7. umferðir með 4 2 í umhugsunartíma, en skákstjóri á mótinu var Kristján Örn Elíasson.

Nánari úrslit má finna á chessresults hér:Wednesday, August 7, 2019

Kringluskákmótið 2019

Kringluskákmótið 2018 fer fram fimmtudaginn 22 ágúst, og hefst það kl. 17:00. Mótið fer fram í Kringlunni, en að mótinu stendur Víkingaklúbburinn skákfélag, með aðsetur í Víkingsheimilinu í Víkinni, í samstarfi við markaðsdeild Kringlunnar.  Gera má ráð fyrir að margir af sterkustu skákmönnum þjóðarinnar muni taka þátt í því. Skákmenn eru hvattir til að skrá sig sem fyrst eftir að opnað verður fyrir skráningu. Mótið er öllum opið og er þátttaka ókeypis en skráning mun fara fram á Skák.is(Guli kassinn)

Hámarkfjöldi keppenda er 40 manns og því er ekki hægt að tryggja þátttöku nema að skrá sig til leiks. Einnig er hægt að skrá sig í síma 8629744 (Gunnar). Fyrirkomulag mótsins er þannig að keppendur draga fyritækjaspjald úr hatti, sem keppandinn síðan teflir fyrir í mótinu.  Skráningu líkur kl 12.00 að hádegi á mótsdag. Tefldar verða 7 umferðir með 4 2 mínútur í umhugsunartíma.  Mótið verður reiknað til hraðskákstiga. 


1. verðlaun 15.000 kr.
2. verðlaun 10.000 kr. 
3. verðlaun 5000 kr.  


Sigurvegarinn mótsins hlýtur titilinn Kringuskákmeistari 2019 og forlátan verðlaunagrip að auki.  Þrjár efstu konur og þrjú efstu ungmenni 12. ára og yngri (fædd 2006 og yngri) í stráka og stelpuflokki fá sérstök verðlaun (Verðlaunagrip fyrir efsta sætið og verðlaunapeningur fyrir annað og þriðja sætið). Núverandi Kringlumeistari er Vignir Vatnar Stefánsson, sem telfdi fyrir Sjóvá.   Skákstjórar á mótinu verða Haraldur Baldursson og Kristján Örn Elíasson. 

Kringlumeistari 2015:  Björn Þorfinnsson
Kringlumeistari 2016:  Ingvar Þór Jóhannesson
Kringlumeistari 2017:  Omar Salama
Kringlumeistari 2018:  Vignir Vatnar Stefánsson

Úrslit Kringlumótsins 2015 hér
Kringlumóitið 2015, myndaalbúm hér
Úrslit Kringlumótsins 2016 hér
Úrslit Kringlumótsins 2017 hér
Úrslit Kringlumótsins 2018 hér
Chess results 2018 hérMonday, June 3, 2019

Úrslit á Vormóti Víkingaklúbbsins

Vormót Víkingaklúbbsins og lokaæfing fyrir sumarfrí var haldin miðvikudaginn 29. mai.  Veðrið var með besta móti þennan dag og eins og svo stundum áður, þá færðum við mótið út, svo úr var skemmtilegt útiskákmót.  15 krakkar mættu á lokaæfinguna, en telfdar voru 6. umferðir með umhugsunartímanum 5 2 (fimm mínútur og tvær sekúntur í viðbótartíma).

Efstur á mótinu varð Árni Ólafsson, en hann sigraði allar sex skákir sínar,.  Einar Dagur Brynjarsson hafnaði í öðru sæti með 5. vinninga og Andri Sigurbjörnsson í þriðja sæti með 4. vinninga.  Efst stúlkna varð hin bráðefnilega Brynja Sif úr Ingunnarskóla með 3. vinninga.  Bergþóra Helga varð önnur með sama vinningshlutfall, en lægri á stigum.  Þriðja varð Gabríela.  Efstur Víkinga varð Einar Dagur.  Andri varð annar og Hersir Haraldsson þriðji.

Skákstjórar á mótinu voru Ingibjörg Birgisdóttir, Gunnar Fr. Rúnarsson og Sigurður Ingason.

Úrslit á chess-results: Monday, May 27, 2019

Vormót Víkingaklúbbsins 2019

Síðasta barnaæfing vetrarins verður miðvikudaginn 29. maí.  Í tilefni þess að nú skal haldið í sumarfrí, þá verður haldið Vormót Víkingaklúbbsins.  Tefldar verða 5. umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma á mann og hefst mótið kl. 17.30. Allir krakkar eru velkomnir og þátttaka er ókeypis.   Verðlaun fyrir þrjú efstu sætin, auk þess sem þrír efstu Víkingar og þrjár efstu stúlkur fá verðlaun.

Skákstjórar verða þeir Sigurður Ingason, Gunnar Fr. Rúnarsson og Ingibjörg Birgisdóttir.Sunday, March 31, 2019

Barna Blitz og næstu æfingar

Barna æfingar verða með hefbundnu sniði næstu miðvikudaga og næst á dagskrá verður hin árlega undakeppni fyrir Reykjavík barnablitz í Víkinni.  Frí vegna páskaviku verður svo 17. april og einnig fellur niður æfing 1. mai.  Það stóð til að hafa barnablitz á þriðjudegi, en frá því hefur verið horfið.

Undankeppni fyrir Reykjavík Barna Blitz verður miðvikudaginn 3. april kl. 17.15 í Víkingsheimilinu
Tefldar verða sex umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma. þrír efstu komast í úrslitin sem verða tefld verða samhliða Reykjarvíkurskákmótinu í Hörpu, sem fram fer 8-16 april.  Úrslitin fara fram í Hörpu laugardaginn 13. april.  Til mikils er að vinna því einungis sextán keppendur fá þátttökurétt á sjáfri úrslitakeppninni, þar af eru þrír frá móti Víkingaklúbbsins.  Hin félögin í Reykjavík (og nágrennis) sem halda undanrásir eru "væntanlega" Skákdeild Fjölnis, Taflfélagið Huginn, Taflfélag Reykjavíkur og jafnvel fleirri félög utan Reykjavíkur.

Nánari upplýsingar um keppnina hér:
Úrslit á barnablitz 2018 í Víkingsheimilinu hér:

Næstu miðvikudagsæfingar:

3. april:  Barnablitz
10. april:  æfing
17. april:  pásksafrí
24. april:  æfing
1. mai:  frí
8. mai:  æfing
15, mai: æfing
22. mai: æfing
29. mai:  Vormót Víkingaklúbbsins