Thursday, November 2, 2017

Íslandsmótið í Víkingaskák 2017

Minningarmótið um Magnús Ólafsson - Íslandsmótið í Víkingaskák 2017 fer fram í húsnæði Skáksambands Íslands, miðvikudaginn 8. nóvember kl. 19.30. Tefldar verða 8 umferðir með 10 mínútna umhugsunartíma. Mótið eru öllum opið og það kostar ekkert að vera með. Boðið verður upp á kaffi ásamt léttum veitingum án endurgjalds.
Gott er að skrá sig til leiks til að tryggja þáttöku. Þátttakendur eru hvattir til að skrá sig í tölvupósti á netfangið Víkingaklubburinn(hjá)gmail.com, en einnig er hægt að skrá sig á staðnum. Veitt verða sérstök veðlaun fyrir efstu sætin, auk þess sem sérstök verðlaun fyrir besta árangur kvenna, unglinga og öldunga.

Verðlaunaféð skiptist þannig:  1. verðlaun.  10. þúsund  2. verðlaun, 8. þúsund, þriðju verðlaun 6. þúsund.  1, verðlaun í unglinga og kvennaflokki eru 7000  þúsund krónur, 5000 krónur fyrir annað sætið og 3000 krónur fyrir þriðja sætið.

Núverandi Íslandsmeistari karla er Sveinn Ingi Sveinnson og Lenka Ptacnikova er núverandi Íslandsmeistari kvenna.  Skákstjóri á mótinu verður Gunnar Fr. Rúnarsson.

Mótið er jafnframt 10. ára afmæli Víkingaklúbbsins og hluti af þeim hátíðarhöldum sem fylgja þeim tímamótum.

Mótshaldari áskilur sér rétt til að breyta fyrkomulagi mótsins, ef það telst nauðsynlegt, sb tímamörk og fjölda umferða.

Reglurnar í Víkingaskák má nálgast hér:
Ùrslit á Íslandsmótinu í Víkingaskák 2016 má sjá hér:
Ùrslit á Íslandsmótinu í Víkingaskák 2015 má sjá hér:
Ùrslit á Íslandsmótinu í Víkingaskák 2014 má sjá hér:
Ùrslit á Íslandsmótinu í Víkingaskák 2013 má sjá hér:
Úrslit á Íslandsmótinu í Víkingaskák 2012 má sjá hér:
Úrslit á Íslandsmótinu í Víkingaskák 2011 má sjá hér:
Úrslit 2010 hér:
Úrslit 2009 hér:
Tuesday, October 24, 2017

Íslandsmót ungmenna 2017

Íslandsmót ungmenna var haldið í Rimaskóla í byrjun október. Einar Dagur Brynjarsson náði öðru saeti í sínum flokkim og óskum við honum til hamingju með árangurinn.

Úrslit hér: 


Stuðningur

Það er gott að eiga sterkan bakhjarl og menn hafa spurt undirritaðan hvaðan krafturinn kemur. The Icelandic Phallological Musseum er okkar langöflugasti styrktaraðili og fyrir það er skákfélagið gífurlega þakklátt Það eru stórverkefni framundan, þs Evrópukeppni og Íslandsmót og þetta væri ekki hægt án stuðnings. Takk kærlega fyrir okkur.

Golfskákmót Víkingaklúbbsins 2017

Hið árlega golfskákmót Víkingaklúbbsins fór fram í blíðskaparveðri í byrjun október. Fimm keppendur tóku þátt í golfinu og tíu í skákmótinu. Stefán Bjarnasson og Páll Sigurðsson urðu efstir í golfinu, en Stefán hafði betur s.k golfreglum. þs var með betra skor á þrem síðustu holunum. Stefán Bjarnason er því Golfmeistari Víkingaklúbbsins þriðja árið í röð. Pálmi Ragnar Pétursson varð þriðji. Benjamín Jóhann Johnsen spilaði á flestum punktum. Pálmi Ragnar Pétursson nýkjörinn formaður Hugins sigraði skákmótið glæsilega með 8.5 vinninga af 9 mögulegum og varð því jafnframt golfskákmeistari Víkingaklúbbsins 2017, Ólafur Brynjar Þórsson varð annar, en Gunnar Fr þriðji. Gunnar Fr. Rúnarsson varð punktameistari í golfskákinni. Hörður Jónsson var skákstjóri á mótinu og er honum þakkað sérstaklega fyrir aðstoðina.

Úrslit: 

Höggleikur:

1. Stefán Bjarnason 47 högg
2. Páll Sigurðsson 47
3. Pálmi Péturssson 48
4. Benjamín Jóhann Johnsen 52
5. Gunnar Fr Rúnarsson 55

Punktakeppni:

1. Benjamín Jóhann Johnsen
2. Gunnar Fr. Rúnarsson
3. Pálmi Pétursson
4. Stefán Bjarnason
5. Páll Sigurðsson

Skákmót:

Golfmeistari Víkingaklúbbsins 2017:  Stefán Bjarnason
Golmeistari Víkingaklúbbsins 2017 punktar:  Benjanín Jóhann Johnsen
Golfskákmeistari Víkingaklúbbsins 2017: Pálmi Pétursson
Golfskákmeistari Víkingaklúbbsins 2017 punktakeppni:  Gunnar Fr.

Úrslit í skákmótinu hér:
Saturday, September 30, 2017

Jón L. Árnason gengur í Víkingaklúbbinn

Jón Loftur Árnason er genginn í Víkingaklúbbinn.  Hann var áður í Taflfélagi Bolungarvíkur.  Jón á glæstan feril á skáksviðinu.  Hann varð heimsmeistari unglinga árið 1977, alþjóðlegur meistari árið 1979 og stórmeistari árið 1986.  Jón hefur mjög skemmtilega skákstíl og var ásamt Jóhanni Hjartarsyni, Margeiri Pétursyni og Helga Ólafssyni einn af fjórmenningaklíkunni svokölluðu sem urðu allir stórmeistarar í skák á níunda áratug síðustu aldar. 

Jón L. Árnason, chessgames.com hér:
Jón L. Árnason wikipedia hér:


Mótaáætlun Víkingaklúbbsins 2017

Barnaskákæfingar í Víkingsheimilinu alla miðvikudaga í vetur frá kl, 17.15-18.30. Barnaskákæfingar í Ingunnarskóla alla þriðjudag frá kl 14.00-15.30.

24. ágúst (fim).  Kringluskákmotið, Kringlan, kl 17.00
27. september (mið).  Haustmót Víkingaklúbbsins (börn), Víkin, 17.00
1. október (sun).  Golfskákmót Víkingaklúbbsin, Bakkakot, Skáksambandið.
8-15 október.  Evrópukeppni taflfélaga (Tyrkland).
19-22 október.  Íslandsmót skákfélaga.  Rimaskóli (Víkingur með 3. lið).
9. október (fim).  Íslandsmótið í Víkingaskák, Skáksambandið, kl 20.00.
23. oktobér (fim),  Íslandsmótið í Víkingaskák, liðakeppni, Skáksambandið, kl 20.00.
7. desember(fim).  Hraðskákmót Víkingaklúbbsins, Víkin, kl. 20.00
12. desember (þri).  Jólamót Skákfélags Ingunnarskóla, kl 14.00.
13. desember (mið)..  Jólamót Víkingaklúbbsins (börn), Víkin, kl 17.00.

29. desember (fim). Jólamót Víkingaklúbbsins (skák og Víkingaskák) Skáksambandið kl 20.00.

Monday, September 25, 2017

Jóhann Hjartarson genginn í Víkingaklúbbinn

Stórmeistarinn Jóhann Hjartarson er genginn í félagið. Óþarfi er að rekja glæsilegan feril kappans, en sigurinn á millisvæðamótinu í Ungverjalandi 1987 og sigurinn í áskorendaeinvíginu við Victor Korchnoi standa uppúr. Ritstjórinn/liðstjórinn hlakkar til að vinna með Jóhanni, en þeir voru síðast saman í sömu skáksveit árið 1981 þegar Taflfélag Reykjavíkur-NV varð Íslandsmeistari skákfélaga. Einnig voru Jóhann og liðstjórinn saman í liði Álftamýraskóla sem varð Norðurlandameistari í skólaskák árið 1979 og 1980 sællar minningar.  Framundarn eru skemmtileg verkefni eins og Íslandsmót skákfélaga, þar sem Víkingar stefna á toppbaráttu í 1. deild 

Jóhann Hjartarson, Wikipedia hér:
Skákir Jóhanns hér: