Thursday, March 23, 2017

Páskaeggjamót Víkingaklúbbsins 2017

Páskaeggjamót Víkingaklúbbsins fyrir börn og unglinga verður haldið í Víkinni Víkingsheimilinu miðvikudaginn 29. mars. Tefldar verða 6. umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma á mann og hefst mótið kl. 17.15. Allir krakkar eru velkomnir og keppt verður í einum flokki, en aukaverðlaun verða fyrir besta árangur í hverjum aldursflokki.
Allir fá páskaegg fyrir framistöðu sína og  þátttaka í mótinu er ókeypis.  Barna og unglingaæfingar Víkingaklúbbsins verða vikulega á miðvikudögum fram á sumar.

ATH:  Nauðsynlegt er að skrá sig (nafn og fæðingarár) til að tryggja þátttöku.  Skráning á mótið fer fram á ntefangið vikingaklubburinn(hjá)gmail.com og á Skák.is (guli kassinn efst), þegar það verður tilbúið.

Heimilisfang hér:

Knattspyrnufélagið Víkingur
Traðarlandi 1, 108 Reykjavík


Skákmót Víkings 2017

Skákmót Víkings verður haldið 30 mars (fimmtudagur) kl 20.00 í Víkinni.  Tefldar verða 6. umferðir með 7. mínútna umhugsunartíma.  Allir skákmenn velkomnir og þátttaka er ókeypis.  Boðið verður upp á léttar veitingar. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin og mótið verður reiknað til hraðskákstiga.  Skákstjóri verður Haraldur Baldursson.


Litla Páskaeggjamótið

Barnskákæfingar í Víkinni hafa verið ágætlega sóttar í vetur. Síðasta miðvikudag héldum við Litla páskaeggjamótið. Tiú keppendur tóku þátt. Einar Dagur, Sigurður Rúnar og Gabriel Bjarmi urðu efstir með 4 vinninga af 5. Bergþóra og Áslaug voru efstar stúlkna með 3 af 5. Ása kom þriðja. Næsta miðvikudag verður hið árlega páskamót Víkingaklúbbsins.

Thursday, March 9, 2017

Íslandsmót skákfélaga 2016-17. Víkingaklúbburinn B sigrar í 4. deild

Íslandsmót skákfélaga 2016-17 lauk í Rimaskóla um síðustu helgi. Víkingar stóðu sig með sóma. A-lið Víkingaklúbbsins varð í 4. sæti í 1. deild. B-liðið í 1. sæti í 4. deild og C-liðið í 6. sæti í 4. deild.  Í efstu deild var markmiðið að ná brozinu.  Það hafðist ekki að þessu sinni.  Ofurstórmeistarinn Grzegorz Gajewski aðstoðarmaður Anands aðstoðaði nú Víkinga og vann allar sínar skákir m.a lagði hann að velli Hannes Hlífar Stefánsson og Héðinn Steingrímsson.  Einnig mætti Arinbjörn Gunnarsson öflugur til leiks eftir margra ára fjarveru.  B liðið var í miklu stuði í 4. deild og sigraði með góðu forskoti.  Gaman var að sjá gömlu kempuna Björn Halldórsson mæta til leiks með Víking, en hann hafði ekki telft kappskák í áratugi.  Liðsmenn stóðu sig frábærlega s.b:  Kristján Geirsson 5.5 af 6, Halldór Pálsson 5 af 5, Björn Halldórsson 4 af 5, Lárus Knútsson 3 af 3 osf.  C liðið stóð sig einnig frábærlega í seinni hluta keppninnar með ungu mennina og nýliðana s.b og Emil Ólafsson, Guðmund Peng Sveinsson og Einar Dag Brynjarsson.  B liðið sigraði allar sínar viðureignir í keppninni og C liðið sigraði allar sínar viðureignir í seinni hluta keppninnar.

Frétt á skak.is hér:
Lokaathöfn hér:
Skákirnar (1. deild, seinni hluti) hér:
Chess results 4. deild hér: 
Chess results 1. deild hér: 

Tuesday, February 14, 2017

Bárður Örn Birkisson og Guðmundr Peng Sveinsson skákmenn ársins hjá Víkingaklúbbnum 2016.

Ritstjóri valdi í janúar skákmenn ársins hjá Víkingaklúbbnum.  Í Víkingaskákinni varð valið auðvelt.  Bárður Örn Birkisson Taflfélagi Reykjavíkur er Víkingaskákmaður ársins 2016.  Bárður vann óvænt Heimsmeistaramótið í Víkingskák 2016 sem haldið var seint á síðasta ári og náði m.a að vinna gamla meistara.  Á jólamóti Víkingaklúbbsins lét Bárður ekki staðar numið, en hann sigraði Víkingaskákina og tvískákina, þar  sem samanlagður árangur í skák og Víkingaskák var lagður saman.  Valið á Víkingaskákmanni ársins er ekki bundið því að vera félagi í Víkingaklúbbnum.  Valið á skákmanni ársins hjá Víkingaklúbbnum var hins vegar aðeins erfiðara.  Til greina komu þrír bráðefnilegir skákmenn félagsins.  Einar Dagur Brynjarsson fæddur 2009 náði þriðja sæti á Íslandsmót drengja 8. ára og yngri, en Einar er á yngra ári í flokknum.  Einar telfdi mikið á árinu þrátt fyrir ungan aldur og er einn efnilegast skákmaður landsins í sínum aldursflokki.  Jökull Ómarsson nemandi í Ingunnarskóla fæddur 2008 stóð sig frábærlega á sama móti og varð óvænt Íslandsmeistari.  Frábær árangur, en hann mætti tefla meira.  Guðmundur Peng Sveinsson fæddur 2005 stóð sig vel á síðasta ári í þeim mótum sem hann tók þátt í, m.a í Bikarsyrpum TR.  Hann kom sterkur til leiks á stigalista Fide og sigraði svo á Jólamóti Víkingaklúbbsins í desember.  Ritsjóri valda því Guðmund Peng Sveinsson skákmann Víkingaklúbbsins 2016.  Á nýja árinu hefur svo Guðmundur farið með himinskautum.  Hann fékk sérstök aukaverðlaun á Skákþingi Reykjavíkur fyrir besta árangur miðað við stig og á Bikarsyrpu TR síðustu helgi, sigraði hann mótið með 6. vinningum af 7 mögulegum.  Það er því ljóst að Víkingur á nokkra efnilega skákmenn í sínum röðum.

Frétt um Guðmund Peng hér:
Bikarsyrpa TR, frétt hér:

Monday, January 2, 2017

Davíð Kjartansson og Bárður Örn Birkisson sigrðuðu á Jólamóti Víkingaklúbbsins 2016.

Davíð Kjartansson og Bárður Örn Birkisson sigruðu á Jólamóti Víkingaklúbbsins sem haldið var í húsnæði Skáksambands Íslands miðvikdaginn 28. janúar síðasliðin.  

Davíð Kjartansson sigraði á skákmótinu eftir að hafa verið í hörkubaráttu við mjög sterka skákmenn.  Davíð endaði með 6. vinningaaf sjö mögulegum.  Annar varð Báður Örn Birkisson og þriðji varð Páll Þórarinsson.
Keppendur í skákinni voru 22, en tefldar voru 7. umferðir, þar sem tímamörk voru 5. mínútur.  

Í Víkingaskákinni sigraði Bárður Örn Birkisson með 6.5 vinninga af 7. mögulegum.  Gunnar Fr. Rúnarsson varð annar með 6. vinninga og Björn Hólm Birkisson þriðji með 5.5 vinninga.  Efst kvenna í Víkingaskákinni varð Lenka, Freyja Birkisdóttir varð önnur og Nancy Davidson þriðja.  Unglingaverðlaun hlaut Björn Hólm Birkisson, Gauti Páll Jónsson varð annar og Aron Mai þriðji.  Í Víkingaskákinni var einnig keppt í liðakepni félaganna og ungu strákarnir í TR urðu efstir í þeirri keppni.  Keppendur í  Víkingaskákinni voru ellefu, en tefldar voru 7. umferðir, þar sem tímamörk voru 4 2 mínútur á skákina (þetta var nýtt fyrirkomulag á Víkingahraðskákinni).

Á mótinu var einnig keppt um titilinn Íslandsmeistari í tvískák, en sérstakur bikar var fyrir besta árangur í báðum mótunum. Bárður Birkisson varð efstur í því móti, en næstir kom Gunnar Fr. Rúnarsson og Björn Birkisson en þeir urðu jafnir í 2-3 sæti þegar vinningar úr báðum mótunum höfðu verið lagðir saman.

Úrslit í hraðskákmótinu:

  1  Davíð Kjartansson  6 af 7    
  2  Bárður Örn Birkisson 5.5      
  3  Páll Agnar Þórarinsson  5.0  
  4  Omar Salama 5.0 
  5  Halldór Pálsson 5.0  
 
Nánari úrslit á  Chessresults hér:  

Úrslit í Víkingahraðskákinni:


 1.   Bárður Örn Birkisson 6.5 af 7
 2.   Gunnar Fr Rúnarsson 6.0              
 3 .  Björn Birkisson 5.5
 4    Gauti Páll Jónsson  4.0  
  5   Aron Mai 4.0
 
Nánari úrslit á Chessresults hér:

Úrslit í Tvískákmótinu:


1. Bárður Birkisson   12.0 v. 
2. Björn Birkisson 9.0                
3. Gunnar Fr Rúnarsson 9.0
4. Gauti Páll Jónsson 8.5
5. Aron Mai 8.0
osf...
Sunday, December 25, 2016

Jólamót Víkingaklúbbsins 2016

Jólamót Víkingaklúbbsins verður haldið miðvikudaginn 28. des í húsnæði Skáksambands Íslands og hefst það kl 19.30. Teflt verður bæði skák og Víkingaskák. Fyrst 7. umferða skákmót með 5 mínútna umhugsunartíma, en eftir það verða 7. umferðir í Víkingaskák, þs 7 umferðir 7. mínútur.  Verðlaun í boði fyrir þrjú efstu sæti og ókeypis veitingar, m.a Víkingamjöður.  Ekki er nauðsynlegt að taka þátt í báðum mótunum og þeir sem ætla að tefla einungis Vîkingaskák mæta ekki seinna en kl 21.30.  Víkingaskákmótið er jafnframt Ìslandsmótið í Víkingahraðskák.  Einnig eru veitt sérstök verðlaun fyrir besta árangur í báðum mótunum, en sá sem er með besta árangurinn úr báðum mótunum er jafnframt Íslandsmeistari í tvískák.  Í Víkingaskákinni er jafnframt veitt verðlaun fyrir besta liðið.  Þrjú bestu skor gilda.

Sérstök aukaverðlaun fyrir Víkingaskák:  1. sæti:  8000, 2. sæti 6000, 3. sæti 4000, 1. sæti kvenna:  5000 (2. sætið 3000 og 3. sæti 2000)  1. sæti unglinga 5000 (2. sætið 3000 og 3. sæti 2000).

Skráning á mótið fer m.a fram á netfangið: vikingaklubburinn(hjá)gmail.com

Mótið á sér orðið nokkra ára sögu eins og sjá má:
Mótið 2015 hér:
Mótið 2014 hér:
Mótið 2013 hér:
Mótið 2012 hér:
Mótið 2011 hér: 
Mótið 2010 hér:
Mótið 2009 hér: