Saturday, December 28, 2019

Jólamót Víkingaklúbbsins 2019

Jólamót Víkingaklúbbsins verður haldið sunnudaginn 29. des í húsnæði Skáksambands Íslands og hefst það kl 20.00. Teflt verður bæði skák og Víkingaskák. Fyrst 6. umferða skákmót með 5 mínútna umhugsunartíma, en eftir það verða 6. umferðir í Víkingaskák, þs 6 umferðir 7. mínútur.  Verðlaun í boði fyrir þrjú efstu sæti og ókeypis veitingar, m.a Víkingamjöður.  Ekki er nauðsynlegt að taka þátt í báðum mótunum og þeir sem ætla að tefla einungis Vîkingaskák mæta ekki seinna en kl 21.30.  Víkingaskákmótið er jafnframt Ìslandsmótið í Víkingahraðskák.  Einnig eru veitt sérstök verðlaun fyrir besta árangur í báðum mótunum, en sá sem er með besta árangurinn úr báðum mótunum er jafnframt Íslandsmeistari í tvískák. 

Sérstök aukaverðlaun fyrir Víkingaskák:  1. sæti:  8000, 2. sæti 6000, 3. sæti 4000, 1. sæti kvenna:  5000 (2. sætið 3000 og 3. sæti 2000)  1. sæti unglinga 5000 (2. sætið 3000 og 3. sæti 2000).Wednesday, December 4, 2019

Íslandsmótið í Víkingaskák 2019

Minningarmótið um Magnús Ólafsson - Íslandsmótið í Víkingaskák 2019 fer fram í húsnæði Skáksambands Íslands (keppnisstaður óstaðfestur), miðvikudaginn 18. desember kl. 19.30. Tefldar verða 8 umferðir með 10 mínútna umhugsunartíma. Mótið eru öllum opið og það kostar ekkert að vera með. Boðið verður upp á kaffi ásamt léttum veitingum án endurgjalds.
Gott er að skrá sig til leiks til að tryggja þáttöku. Þátttakendur eru hvattir til að skrá sig í tölvupósti á netfangið Víkingaklubburinn(hjá)gmail.com, en einnig er hægt að skrá sig á staðnum. Veitt verða sérstök veðlaun fyrir efstu sætin, auk þess sem sérstök verðlaun fyrir besta árangur kvenna, unglinga og öldunga.

Verðlaunaféð skiptist þannig:  1. verðlaun.  10. þúsund  2. verðlaun, 8. þúsund, þriðju verðlaun 6. þúsund.  1, verðlaun í unglinga og kvennaflokki eru 7000  þúsund krónur, 5000 krónur fyrir annað sætið og 3000 krónur fyrir þriðja sætið.

Núverandi Íslandsmeistari karla er Sveinn Ingi Sveinnson og Lenka Ptacnikova er núverandi Íslandsmeistari kvenna.  Skákstjóri á mótinu verður Gunnar Fr. Rúnarsson.

Mótið er jafnframt 10. ára afmæli Víkingaklúbbsins og hluti af þeim hátíðarhöldum sem fylgja þeim tímamótum.

Mótshaldari áskilur sér rétt til að breyta fyrkomulagi mótsins, ef það telst nauðsynlegt, sb tímamörk og fjölda umferða.

Reglurnar í Víkingaskák má nálgast hér:
Ùrslit á Íslandsmótinu í Víkingaskák 2018 má sjá hér:
Ùrslit á Íslandsmótinu í Víkingaskák 2017 má sjá hér:
Ùrslit á Íslandsmótinu í Víkingaskák 2016 má sjá hér:
Ùrslit á Íslandsmótinu í Víkingaskák 2015 má sjá hér:
Ùrslit á Íslandsmótinu í Víkingaskák 2014 má sjá hér:
Ùrslit á Íslandsmótinu í Víkingaskák 2013 má sjá hér:
Úrslit á Íslandsmótinu í Víkingaskák 2012 má sjá hér:
Úrslit á Íslandsmótinu í Víkingaskák 2011 má sjá hér:
Úrslit 2010 hér:
Úrslit 2009 hér:

Jólaæfing Víkingaklúbbsins 2019

Jólamót Víkingaklúbbsins fyrir börn og unglinga verður haldið í Víkinni Víkingsheimilinu mánudaginn 9. desember.  Telfdar verða 6. umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma á mann.  Mótið hefst mótið kl. 17.15. Allir krakkar/unglingar á grunnskólaaldri eru velkomnir og þátttaka er ókeypis.  Veitt verða verðlaun fyrir 3. efstu sætin, auk þess sem þrjár efstu stúlkur fá verðlaun.  Einnig eru verðlaun fyrir þrjá efstu félagsmenn .

Nánari upplýsingar veitir Gunnar (gsm:  8629744).

Thursday, September 26, 2019

Haustmót Víkingaklúbbsins 2019

Haustmót Víkingaklúbbsins fyrir börn og unglinga verður haldið í Víkinni, Vìkingsheimilinu mánudaginn 30. september kl. 17.30.  Tefldar verða 6. umferðir með 7. mínútna umhugsunartíma.  Skákstjóri á mótinu verður Ingibjög Edda.  Skákæfingar Víkingaklúbbsins verða á mánudögum í vetur.

Wednesday, September 25, 2019

Meistaramót Vìkingaklúbbsins í golfi 2019

Meistaramót Víkingaklúbbsins í golfi 2019 verður haldið á Mýrinni Garðabæ, sunnudaginn 29. september og hefst mótið kl:16.30.  Mæting kl. 16.00.  Spilaðar verða 9 holur og keppt verður bæði í höggleik án forgjafar og punktakeppni með fullri forgjöf. Sigurvegarinn í höggleik hlýtur sæmdarheitið: Golfmeistari Víkingaklúbbsins 2016. 

Um kl. 18.30 verður skákmót í golfskála, þar sem fer fram 5. mínútna hraðskákmót (9. umferðir), þar sem keppt verður í samanlögðum árangri í golfskák, með og án forgjafar.  Nánari upplýsingar um mótið gefur Gunnar Fr. Rúnarsson (gsm:  8629744).

Úrslit mótsins 2018 hér:
Úrslit mótsins 2017 hér:
Úslit mótsins 2016 hér
Úrslit mótsin 2015 hér:
Úrslit mótsins 2014 hér: og hér: 

  

Thursday, August 29, 2019

Kringluskákmótið 2019, úrslit

Kringluskákmótinu 2019 fór fram fimmtudaginn 22. ágúst síðastliðin. Að mótinu stóðu Víkingaklúbburinn skákfélag í samstarfi við Markaðsdeild Kringlunnar. Sigurvegari á mótinu varð Björn Þorfinnsson sem telfdi fyrir Gullkistuna með 6.5 vinninga af sjö mögulegum. Annar varð Ólafur. B. Þórsson (Atvinnueign.is) með 6. vinninga. Þriðji á stigum varð Dagur Ragnarsson (Bæjarbakarí) með 5. vinninga. Jafnir honum en lægri á stigum urðu, Vignir Vantar Stefánsson (Guðmundur Arason ehf), Lenka Ptacnikova (Decode), Róbert Lagerman (Susuki bílar) og Gauti Páll Jónsson (Dýrabær).

Lenka Ptáčníková (Decode) varð efst kvenna, en Iðunn Helgadóttir (Skóarinn) varð efst stúlkna. Efstur Víkinga 12. ára og yngri varð Andri Sigurbjörnsson, en Einar Dagur Brynjarsson varð annar, en hann varð örlítið lægri á stigum. Efstur drengja 12. ára og yngri varð Adam Omarsson með 3.5 vinninga. Annar varð Gunnar Erik Guðmundsson með 3. vinninga og þriðji varð Sæþór Ingi Sæmundsson með þrjá vinninga. Björn Þorfinnsson (Gullkistan) varð efstur Víkinga og er því Hraðskákmeistari Víkingaklúbbsins 2019. Þess má geta að þetta er í annað sinn sem Björn sigrar á Kringlumótinu, en hann sigraði á fyrsta mótinu sem haldið var árið 2015. Keppendur voru 41 og telfdar voru 7. umferðir með 4 2 í umhugsunartíma, en skákstjóri á mótinu var Kristján Örn Elíasson.

Nánari úrslit má finna á chessresults hér:Wednesday, August 7, 2019

Kringluskákmótið 2019

Kringluskákmótið 2018 fer fram fimmtudaginn 22 ágúst, og hefst það kl. 17:00. Mótið fer fram í Kringlunni, en að mótinu stendur Víkingaklúbburinn skákfélag, með aðsetur í Víkingsheimilinu í Víkinni, í samstarfi við markaðsdeild Kringlunnar.  Gera má ráð fyrir að margir af sterkustu skákmönnum þjóðarinnar muni taka þátt í því. Skákmenn eru hvattir til að skrá sig sem fyrst eftir að opnað verður fyrir skráningu. Mótið er öllum opið og er þátttaka ókeypis en skráning mun fara fram á Skák.is(Guli kassinn)

Hámarkfjöldi keppenda er 40 manns og því er ekki hægt að tryggja þátttöku nema að skrá sig til leiks. Einnig er hægt að skrá sig í síma 8629744 (Gunnar). Fyrirkomulag mótsins er þannig að keppendur draga fyritækjaspjald úr hatti, sem keppandinn síðan teflir fyrir í mótinu.  Skráningu líkur kl 12.00 að hádegi á mótsdag. Tefldar verða 7 umferðir með 4 2 mínútur í umhugsunartíma.  Mótið verður reiknað til hraðskákstiga. 


1. verðlaun 15.000 kr.
2. verðlaun 10.000 kr. 
3. verðlaun 5000 kr.  


Sigurvegarinn mótsins hlýtur titilinn Kringuskákmeistari 2019 og forlátan verðlaunagrip að auki.  Þrjár efstu konur og þrjú efstu ungmenni 12. ára og yngri (fædd 2006 og yngri) í stráka og stelpuflokki fá sérstök verðlaun (Verðlaunagrip fyrir efsta sætið og verðlaunapeningur fyrir annað og þriðja sætið). Núverandi Kringlumeistari er Vignir Vatnar Stefánsson, sem telfdi fyrir Sjóvá.   Skákstjórar á mótinu verða Haraldur Baldursson og Kristján Örn Elíasson. 

Kringlumeistari 2015:  Björn Þorfinnsson
Kringlumeistari 2016:  Ingvar Þór Jóhannesson
Kringlumeistari 2017:  Omar Salama
Kringlumeistari 2018:  Vignir Vatnar Stefánsson

Úrslit Kringlumótsins 2015 hér
Kringlumóitið 2015, myndaalbúm hér
Úrslit Kringlumótsins 2016 hér
Úrslit Kringlumótsins 2017 hér
Úrslit Kringlumótsins 2018 hér
Chess results 2018 hér