Thursday, December 31, 2009

Úrslit á Jólamóti Víkingaklúbbsins

Jólamót Víkingaklúbbsins var haldið í húsnæði Skáksambands Íslands miðvikudaginn 30. desember. Teflt var bæði skák og Víkingaskák eins og á jólamótinu árið 2008. Fyrst var teflt 7. umferða skákmót með 5 mínútna umhugsunartíma, en eftir það var telfdar 2x7 umferðir í Víkingaskák með 5 mínútna umhugsunartíma. Þetta er í fyrsta skiptið sem tefld er Víkingaskák á móti með svo stuttum umhugsunartíma og líkaði mönnum það misvel. Úrslit skákmótsins urðu þau að Ólafur B. Þórsson sigraði með glæsibrag með fullt hús vinninga. Í Víkingaskákinni náði Gunnar Fr. loksins að vinna mót á árinu, en hann endaði með 11,5 vinninga af 14 mögulegum. Veitt voru sérstök aukaverðlaun, en Guðmundur Lee kom manna mest á óvart og fékk verðlaun sem besti nýliðinn í Víkingaskák, auk þess sem hann fékk sérstök unglingaverðlaun. Sigurður Ingason, Sverrir Sigurðsson, Jón Árni Halldórsson og Vigfús Vigfússon voru einnig að tefla á sínu fyrsta móti og stóðu þeir sig allir með ágætum.

Sjá nánar á: skak.is

Úrslit í hraðskákmóti:

 • 1. Ólafur B. Þórsson 7 vinninga af 7
 • 2-4. Tómas Björnsson 4,5
 • 2-4. Stefán Sigurjónsson 4,5
 • 2-4. Sigurður Ingason 4,5
 • 5. Ingi Tandri Traustason 4
 • 6. Jón Árni Haldórsson 4
 • 7. Sverrir Sigurðsson 4
 • 8. Vigfús Vigfússon 4
 • 9. Gunnar Fr. Rúnarsson 3,5
 • 10. Guðmundur Lee 3
 • 11. Hörður Garðarsson/Birkir Karl 3
 • 12. Halldór Ólafsson 3
 • 13. Haukur Halldórsson 1
 • 14. Arnar Valgeirsson 0

Úrslit í Víkingahraðskák:

 • 1. Gunnar Fr. Rúnarsson 11,5 vinninga af 14
 • 2. Sveinn Ingi Sveinsson 10,5
 • 3. Tómas Björnsson 10
 • 4. Ingi Tandri Traustason 9,5
 • 5. Stefán Þór Sigurjónsson 8,5
 • 6. Guðmundur Lee
 • 7. Sigurður Ingason 7,5
 • 8. Halldór Ólafsson 7
 • 9. Arnar Valgeirsson 6,5
 • 10. Ólafur B. Þórsson 6
 • 11. Jón Árni Halldórsson 5,5
 • 12. Sverrir Sigurðsson 5,5
 • 13. Haukur Halldórsson 4,5
 • 14. Ólafur Guðmundsson 4
 • 15. Vigfús Ó. Vigfússon 3,5
 • 16. Skotta 0.0

Monday, December 28, 2009

Jólamót Víkingaklúbbsins

Jólamót Víkingaklúbsins verður haldið miðvikudaginn 30. des og hefst það kl 19.00. Teflt verður bæði skák og Víkingaskák. Fyrst 7 umf skákmót með 5 mínútna umhugsunartíma, en eftir það verða 7 umferðir í Víkingaskák, þs 7 umferðir 2x5 mínútur. Mótið fer fram í húsnæði Skáksambands Íslands að Faxafeni. Vegleg verðlaun í boði og ókeypis veitingar.


Sunday, December 27, 2009

Víkingar æfa sig

Nokkrir meðlima Víkingaklúbbsins hafa verið að tefla á fullu í vetur, m.a Jón Úlfljótsson, Stefán Þór Sigurjónsson, Sverrir Sigurðsson og Gunnar Ingibergsson. Þeir hafa m.a verið duglegir að mæta á skákæfingar m.a hjá Taflfélagi Reykjavíkur á fimmtudögum. Þar hafa þessir menn oftar en ekki raða sér í efstu sætin. Formaður Víkingaklúbssins hefur teflt örlítið og tók m.a þátt í jólamóti Vinjar ásamt Halldóri Ólafsyni súper-víking og náði formaðurinn óvænt að sigra það mót.
Úrslit hér:

Nokkri Víkingar tóku m.a þátt í Friðriksmótinu í skák, m.a Tómas Björnsson, Jón Úlfljótsson. Tómas fékk m.a verðlaun fyrir besta árangur 2200 stiga og lægri þótt það hafi ekki komið í ljós strax. Formaðurinn Gunnar gat ekki verið með vegna vinnu sinnar, en hann var efstur í sama móti í fyrra í flokki þeirra sem eru 2000 elostigum og lægri.
Úrslit mótsins 2009 má nálgast hér hér:

Nokkri Víkingar tóku m.a þátt í jólahraðskákmóti Taflfélags reykjavíkur, m.a þeir Gunnar Freyr, Gunnar Ingibergsson, Jón Úlfljótsson og Stefán Þór Sigurjónsson. Formaðurinn Gunnar Fr. náði óvænt í þriðja sætið, en mótið var mjög sterkt. Formaðurinn tapaði engri viðureign, gerði m.a 1-1 jafntefli við þá Björn Þorfinnsson og Sigurð Daða. Þess má til gaman geta að Gunnar formaður náði að vinna þetta mót í fyrra mjög óvænt. Úrslit á mótinu 2008 hér:
Úrslit á mótinu 2009 hér:

Tveir Víkingar tóku svo þátt í Íslandsmótinu í netskák sama dag og Jólamót Taflfélags Reykjavíkur var haldið. Gunnar Fr. og Stefán Sigurjónsson stóðu sig sæmilega, en Stefán endaði ofar með 5.5 vinninga af 9. mögulegum. Þeir félagar voru sammála um að þreyta frá fyrra mótinu hafi setið í þeim og því fór sem fór.
Úrlit hér:

Thursday, December 10, 2009

Jólamót Vinjar og Víkingaklúbbsins

Mótið var vel heppnað. Að vísu vantaði tvö af sigurvegurum síðasta móts, en þeir munu mæta til leiks á seinna jólamótið fimmtudaginn 30 desember. Átta manns tóku þátt í jólamóti Víkingaklúbbsins og Skákfélags Vinjar í gærkvöldi. Töluvert af víkingaskákfólki hafði ráðstafað kvöldinu vegna jólaundirbúnings og einhverjir eru erlendis.

Teflt var í Vin, fimm umferðir með tólf mínútna umhugsunartíma. Ingi Tandri Traustason var einbeitnin uppmáluð og leyfði aðeins eitt jafntefli. Sigraði hann sannfærandi og annar var skákstjórinn og forseti Víkingaklúbbsins, Gunnar Freyr Rúnarson með 4,5.

Kaffi, nammi og fullur dallur af loftkökum hvarf ofaní CIMG0177 þátttakendur sem allir voru góðir með sig í lokin.

Þess má geta að Pétur Atli Lárusson, sem aldrei hafði teflt víkingaskák, var í miklum theoríupælingum og í þrígang hafði hann drottningu af andstæðingum í upphafi. Hann notaði þó óhóflegan tíma við þetta og náði ekki að hala inn vinning, en er klárlega upprennandi meistari.

Glæný íslensk tónlist og eldri íslenskar bókmenntir í verðlaun, allir fengu vinning. Víkingaklúbburinn stendur fyrir jólamóti sínu milli jóla og nýárs og verður það auglýst síðar.


Úrslit:

 • 1. Ingi Tandri Traustason 4,5
 • 2. Gunnar Freyr Rúnarson 4
 • 3. Rúnar Berg 3
 • 4. Arnar Valgeirsson 2,5
 • 5-7. Stefán Þór Sigurjónsson 2
 • Halldór Ólafsson
 • Haukur Halldórsson
 • 8. Pétur Atli Lárusson
Einnig frétt á
skak.is

Friday, October 30, 2009

Góð umfjöllun á skak.is

Víkingaklúbburinn hefur fengið góða umfjöllun á skak.is, þar sem forseti Skáksambands Íslands sér um fréttir. Gunnar Björnsson hefur sýnt Víkingaskákinni mikinn áhuga m.a með því að birta fréttir og mæta svo sjálfur óundirbúinn á glæsilegt Íslandsmót 28. október síðasliðinn. Menn hafa held ég áttað sig á því að Víkingaskákin er ekki í neinni keppni við hina klassísku skák. Til þess erum við of fáir sem leika leikinn ennþá. Víkingakskákin er samt ágæt tilbreyting frá hinni hefðbundu skák og getur jafnvel í sumum tilfellum hjálpað til, m.a að upphugsa fórnir osf. Einnig er Víkingaskákin góð leið að sjá mikla hæfileika hjá efnilegum skákmönnum. Nú hefur myndast góð stemming í framhaldi af vel heppnuðu móti. Tafleild Hauka, Vinjar, Taflklúbbs heimspekinema og stúlknaklúbburinn stofna að líkindum litla víkingaskákdeild og í framhaldinu munum við koma á deildarkeppni, þar sem 3-4 manna lið munu keppa um Íslandsmeistaratitil Víkingaskákklúbba. Víkingaklúbburinn á alls ekki sigurinn vísan í þeirri keppni, enda eru t.d tveir Haukamenn strax orðnir mjög sterkir í Víkingaskák. Vonandi taka fleirri félög sig til og stofna litla klúbba til að keppa við þá bestu.

Það er ekki sjálfgefið að Víkingaskákin fái svona góða umfjöllun á skákfréttasíðu, enda telja margir að Víkingaskákin sé háflgerð helgispjöll við skákina. Svo eru aðrir sem sjá að víkingaskák er til tiltölulega hættulaust sport og séríslenskt, eins og skákir annara þjóða. Kínverjar eiga t.d sína skák, sem þeir kalla Xiangqui, Japanir eru m.a með Shogi, Thailendingar með thai-chess (makruk) auk þess sem ýmsar útgáfur eru til af hefbundinni skák, m.a þrívíddartafl. Víkingaskákin hefur það hins vegar fram yfir aðra skákleiki að teflt er á sextrendum reitum, sem gerir skákina enn flóknari!

Umfjöllun á Skak.is

Minningarmótið um Magnús Ólafsson hér:
Íslandsmótið í Víkingaskák hér:
Myndir af mótinu hér:

Thailendingar hafa m.a sitt afbigði af skák. Hún er að sjálfsögðu skyld klassísku skákinni eins og sjá má. Manngangurinn er aðeins öðru vísi, en er auðlærður. Reitirnir á borðinu eru 64 eins og í hinni hefbundnu skák, en í Víkingaskák eru reitirnir 85!

Wednesday, October 28, 2009

Íslandsmótið í Víkingaskák 2009

Stórglæsilegu Íslandsmóti í Víkingaskák lauk í kvöld í húnsæði Vinjar við Hverfisgötu. Tefldar voru 6. umferðir með 15. mínútna umhugsunartíma. 20 manns tóku þátt í mótinu, sem jafnframt var alþjóðlegt heimsmeistaramót í greininni. Tveir erlendir ríkisborgarar tóku þátt, þeir Róbert Lagerman USA og Spánverjinn Jose Fonsega. Þetta er fjölmennasta Víkingaskákmót sem haldið hefur verið og var það glæsilegt í alla staði, þótt margir keppendur hefðu eflaust viljað gera mun betur í víkingaskákinni sjálfri. Margir voru að tefla Víkingaskák í fyrsta sinn og sérstaklega ánægjulegt var að sjá að þrjár stúlkur skráðu sig til leiks og stóðu þær sig með miklum sóma. Efstir og jafnir á mótinu voru Tómas Björnsson og Sveinn Ingi Sveinsson og eru þeir því Íslandsmeistarar í Víkingaskák 2009. Ásrún Bjarnadóttir og Þorbjörg Sigfúsdóttir eru Íslandsmeistarar kvenna og Íslandsmeistari unglinga 15. ára og yngri er Birgir Karl Sigurðsson.

1-2 Sveinn Ingi Sveinsson 5 16.0 23.0 18.0
Tómas Björnsson 5 14.0 21.0 17.5
3 Jorge Fonseca 4.5 14.5 19.5 15.0
4-6 Ingi Tandri Traustason 4 14.0 21.0 17.0
Kristian Guttesen 4 13.5 18.5 12.0
Róbert Lagerman 4 12.5 19.5 13.0
7-8 Halldór Ólafsson 3.5 15.0 22.5 14.5
Gunnar Freyr Rúnarsson 3.5 14.5 20.5 16.0
9-13 Siguringi Sigurjónsson 3 13.0 19.0 13.0
Helgi Ragnarsson 3 13.0 19.0 10.0
Ásrún Bjarnadóttir 3 11.5 15.5 8.0
Haukur Halldórson 3 10.5 17.0 9.0
Þorbjörg Sigfússdóttir 3 8.0 12.0 8.0
14 Arnar Valgeirsson 2.5 12.5 17.5 10.0
15-18 Jón Birgir Einarsson 2 12.5 18.5 7.0
Saga Kjartansdóttir 2 12.0 19.0 9.0
Ólafur Guðmundsson 2 10.5 15.5 7.0
Ólafur B. Þórsson 2 8.0 11.0 4.0
19 Gunnar Björnsson 1 9.5 13.0 2.0
20 Birgir Karl Sigurðsson 0 12.0 17.5 0.0

Cross TableNo Name Feder Rtg 1 2 3 4 5 6
1 Sveinsson, Sveinn Ingi 5:W 3:W 8:D 16:W 2:D 4:W
2 Björnsson, Tómas 10:W 7:D 15:W 4:W 1:D 8:W
3 Fonseca, Jorge 20:W 1:L 12:W 5:W 6:D 7:W
4 Traustason, Ingi Tandri 16:W 14:W 9:W 2:L 8:W 1:L
5 Guttesen, Kristian 1:L 20:W 10:W 3:L 13:W 9:W
6 Lagerman, Róbert 14:D 11:W 7:L 9:W 3:D 10:W
7 Ólafsson, Halldór 11:W 2:D 6:W 8:L 14:W 3:L
8 Rúnarsson, Gunnar Freyr 19:W 15:W 1:D 7:W 4:L 2:L
9 Sigurjónsson, Siguringi 17:W 12:W 4:L 6:L 16:W 5:L
10 Ragnarsson, Helgi 2:L 19:W 5:L 15:W 11:W 6:L
11 Bjarnadóttir, Ásrún 7:L 6:L 20:W 12:W 10:L 17:W
12 Halldórson, Haukur 18:W 9:L 3:L 11:L 15:W 14:W
13 Sigfússdóttir, Þorbjörg 15:L 17:L 18:W 20:W 5:L 16:W
14 Valgeirsson, Arnar 6:D 4:L 19:W 17:W 7:L 12:L
15 Einarsson, Jón Birgir 13:W 8:L 2:L 10:L 12:L 19:W
16 Kjartansdóttir, Saga 4:L 18:W 17:W 1:L 9:L 13:L
17 Guðmundsson, Ólafur 9:L 13:W 16:L 14:L 18:W 11:L
18 Þórsson, Ólafur B. 12:L 16:L 13:L 19:W 17:L 20:W
19 Björnsson, Gunnar 8:L 10:L 14:L 18:L 20:W 15:L
20 Sigurðsson, Birgir Karl 3:L 5:L 11:L 13:L 19:L 18:LVíkingaskák

MARGIR HAFA VERIÐ AÐ SPYRJA UM KENNSLU Í VÍKINGASKÁK. VIÐ MUNUM Á HEIMASÍÐUNNI BIRTA KENNSLUHEFTI SEM GEFIÐ VAR ÚT Á SÍNUM TÍMA AF MAGNÚSI ÓLAFSSYNI. M.A GAF FRIÐRIK ÓLAFSSON STÓRMERKILEGA UMSÖGN UM LEIKINN. VIÐ BIRTUM HÉR MEÐ 1. KAFLA Í KENNSLUHEFTINU.


Víkingaskák er ný skák eða nýtt manntafl, sem fundið var upp á Íslandi af Magnúsi Ólafsyni. taflborð vikingaskákarinnar samanstendur af 85 sextrendingum, sem skipa 9 raðir og eru í þrem litum.

Hvort lið samanstendur af 9 mönnum og 9 peðum. Hvort lið hefur sinn lit. Nöfn taflmanna eru hin sömu og í hinni klassísku skák og níundi maðurinn hietir Víkingur.

Manngangurinn er mjög líkur manngangi hinnar klassísku skákar og er auðlærður. Aðeins manngangur víkingsins er nýr.

Klassísk skák skiptist í þrjá hluta: Byrjun, miðtafl og endartafl, en í víkingaskák í fjóra hluta: Liðskipun, byrjun, miðtafl og endatafl.

Í hinni klassísku skák eru tvær stefnur, en í víkingaskák eru stefnurnar þrjár.

Friðrik Ólafsson stórmeistari herfur kynnt sér víkingaskák og gefið eftirfarandi umsögn:

"Það er greinilegt, að þetta er miklu flóknara tafl en venjulegt tafl, vegna þess að það eru þrjár stefnur í borðinu í staðinn fyrir tvær. Svo eru fleirri menn og fleirri reitir.

Í venjulegri skák leikur hvítur fyrsta leiknum og byggir strax upp hótun, sem er svarað með vörn eða gagnhótun, en´i víkingaskák komast liðin ekki í snertingu hvort við annað fyrr en eftir eina tíu leiki. Það tekur t.d. 4 leiki að hóta með biskupi í byrjuninni í víkingaskák. þar þarf að leika fyrst tveim peðum fram og síðan biskupnum tvo leiki. Manngangur víkingaskákarinnar er auðlærður, en það tekur svolítinn tíma að átta sig á stefnum í borðinu.

ég býst við að það verði að byggja upp skákfræðin fyrir víkingaskákina frá grunni. Þó eru ýmsar meginreglur sem halda sér eins og t.d. að hafa sterkt miðborð, að koma mönnunum fljótt (út) og veikja ekki kóngstöðuna, en aðferðin til að gera þetta verður allt öðruvísi í víkingaskák.

Um gang mannanna er það að segja, að hrókurinn kemst ekki nema á helming reitanna og er því veikari, en biskupinn kemst aftur á móti á alla reiti á borðinu og er því mun sdterkari en í venjulegri skák. Mislitir biskupar verður þar með óþekkt hugtak í víkingakákinni. aftur á móti verður ekki um að ræða þar mislita hróka, því að allir hrókarnir ganga á sömu reitunum.

Víkingaskákir verða lengri bæði varðandi leikjafjölda og leiktíma. Þar er um fleirri möguleika að ræða og tilflutningur liðsins er hægari.

Þrátt fyrir göfgi hinmnar klassísku skákar hafa alltaf öðru hverju verið gerðar tilraunir til að breyta henni með því að fækka eða fjölgamönnum og reitum. Ein tilraunin fól í sér 8 taflborð hvert yfir öðru. Allar hafa þessar tilraunir misheppnast. Ástæðan er að líkindum sú, að hin klassíska skák er í grundvallaratriðum á ferhyrndum reitum. Það grundvallaratriði breytist ekki, þótt reitum sé fækkað eða fjölgað.

Með víkingaskákinni er fundinn nýr grundvöllur: Sexstrendir reitir á rétthyrndu borði.

Þessi nýja skák, víkingaskákin, hefur verið reynd af skákmönnum á öllum stigum, og menn hafa talið sig hafa fundið þarna skák, sem í grundvallaratriðum er ólík hinni klassísku skák, skák á hinum sexstrenda reit.

Víkingaskákin hefur reynst mjög þroskandi fyrir hinn klassíska ska´kmann. hann áttar sig auðveldar á tveim stefnum hins klássíska taflborðs, eftir að hafa glímt við þrjár stefnur á borði víkingaskákarinnar. Þetta ættu skákmenn að hagnýta sér. Þannig má gera ráð fyrir, að bæði góðir og l´legir skákmenn leiki víkingaskák jafnhliða hinni klassísku skák.

Nýr grundvöllur skákar hefur vissulega kosti umfram hinn eldri til að bera saman skáksnilli leikmanna, þar sem hin fræðilega þekking hefur ekki áhrif á hina reunverulegu eiginhæfni leikmanns til að stjórna mönnunum. Þannig standa vonir til að víkingask´kin reynist NÝTT TÆKI TIL SAMANBURÐAR Á SKÁKSNILLI-NÝTT TAKI TIL SKÁKLEIKS.

Wednesday, October 21, 2009

Tuesday, October 20, 2009

Æfing á 108 bar

Önnur sérstök æfing fyrir Íslandsmótið í Víkingaskák var haldin á 108 bar í Ármúla í kvöld. Æfingin heppnaðist mjög vel og eru væntanlegir keppendur að komast í feiknaform. Annað kvöld verður svo sérstök æfing með skákfélagi heimspekinema. Sérstakar aukaæfingar verður svo hægt að skipuleggja í samvinnu við Skákfélg Vinjar og formans þess, Arnar Valgeirssonar. Við viljum endilega hvetja konur til að skrá sig til leiks því í húfi er fyrsti Íslandsmeistartitill kvenna í Víkingaskák. Einnig eru veitt sérstök unglinga & öldungaverðlaun.Friday, October 9, 2009

Meistaramótið

Á fundi í Víkingaklúbbnum fyrir stuttu var mótaáætlun klúbbsins samþykkt m.a um heimsmótið sjálft, þs Minningamótið um Magnús Ólafsson.


Minningarmótið um Magnús Ólafsson - Íslandsmótið í Víkingaskák 2009


Minningarmótið um Magnús Ólafsson - Íslandsmótið í Víkingaskák 2009 fer fram í húsnæði Vinjar, Hverfisgötu 47 í Reykjavík miðvikudaginn 28 október kl. 19.30. Tefldar verða 7 umferðir með 15 mínútna umhugsunartíma. Mótið eru öllum opið og það kostar ekkert að vera með. Boðið verður upp á kaffi ásamt léttum veitingum án endurgjalds. Nauðsynlegt er að skrá sig til leiks til að tryggja þáttöku. Þátttakendur eru hvattir til að skrá sig í tölvupósti á netfangið Víkingaklubburinn(hjá)gmail.com.

Æfingamót vegna Meistaramóts verður haldið í húsnæði Vinjar, Hverfisgötu 47 í Reykjavík, mánudaginn 19 október kl. 13.00 og aukaæfing verður á 108 bar. Ármúla 7 Reykjavík, þriðjudaginn 20 október og hefst hún stundvíslega kl. 20.00

Verðlaun eru sem hér segir:


 • 1) 20.000 kr.

 • 2) 15.000 kr.

 • 3) 10.000 kr.

 • 4) 5.000 kr.

 • 5) 4.000 kr.

Aukaverðlaun: • Efsti unglingurinn 16 ára og yngri: 5.000 kr.

 • Efsta konan: 5.000 kr.

 • Efsti öldungurinn 50 ára og eldri : 5.000 kr.


Myndir

Friday, October 2, 2009

Jón Úlfljót sigrar á fimmtudagsæfingu

Hinn hörkusterki B-Víkingur Jón Úlfljótsson sigraði á fimmtudagsæfingu í TR um daginn.

Úrslit hér:

Víkingaklúbburinn efstur í 4. deild.

Víkingaklúbburinn er nú efstur eftir 4. umferðir á Íslandsmóti skákfélaga. Í öðru sæti er B-lið Víkingaklúbsins sem hefur komið mest á óvart í 4. deild. Í liðinu eru m.a gamlir jaxlar eins og Jón Úlfljótsson, Sveinn Ingi Sveinsson, Óskar Haraldsson, Þröstur Þórsson og Ágúst Örn Gíslason svo fáeinir séu nefndir. A liðinu gekk ekki eins vel í upphafi og töpuðu stórt fyrir b liði KR í fyrstu umferð. M.a lék formaður klúbbsins skákinni illa af sér í lokinn gegn sínum andstæðingi. Liðið tók sig svo vel á í síðustu þrem umferðunum og náðu efsta sætinu í lokinn. B-liðið á hins vegar heiður skilið fyrir frábæra baráttu. Nánar er hægt að lesa um Íslandsmótið hér:

Vin

Formaðurinn tók þátt í skákmóti í Vin og varð í öðru sæti.

Úrslit má m.a nálgast hér:

Saturday, September 19, 2009

Úrslit Meistaramótsins

1 Óli B. Þórs, 6.5 VÍKINGAKLÚBBURINN

2 Tómas Björnsson, 6 VÍKINGAKLÚBBURINN

3-4 Sigurður Daði Sigfússon, 5 TR

Stefán Sigurjónsson, 5 VÍKINGAKLÚBBURINN

4-6 Gunnar Freyr Rúnarsson, 4.5 VÍKINGAKLÚBBURINN

Sigurður Jón Gunnarsson, 4.5

7-9 Friðrik Þjálfi Stefánsson, 4

Ólafur Gísli Jónsson, 4

Páll Andrason, 4

10-14 Elsa María Kristínardóttir, 3.5

Unnar Þór Bachmann, 3.5

Jóhann H. Ragnarsson, 3.5

Kristján Örn Elíasson, 3.5

Birkir Karl Sigurðsson, 3.5

Óskar Haraldsson 3.5 VÍKINGAKLÚBBURINN

16 Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir, 3

17-20 Ingi Þór Hafdísarson, 2

Jón Úlfljótsson, 2 VÍKINGAKLÚBBURINN

Gunnar Ingibergsson 2 VÍKINGAKLÚBBURINN

Finnur Kr. Finnsson, 2

21 Björgvin Kristbergsson, 1

22 Pétur Jóhannesson, 0.5

Thursday, September 17, 2009

Úrslit Meistaramótsins

Víkingaklúbburinn gerði innrás í fimmtudagsæfingu TR, en Meistaramót félagsins var haldið samhliða æfingunni. Svo skemmtilega vildi til að af fyrstu fjörum mönnum mótisins voru þrír Víkingar. Ólafur B. Þórsson sigraði glæsilega á mótinu, en annar var Tómas Björnsson. Í þriðja til fjórða sæti voru svo Gunnar Freyr og Stefán Þór Sigurjónsson. Nánar úrslit koma síðar. Ólafur B. Þórsson er því Meistari Víkingaklúbbsins í skák árið 2009.


Tuesday, September 15, 2009

Meistaramót Víkingaklúbbsins í hraðskák

Meistaramót Víkingaklúbbsins í hraðskák verður haldið með fimmtudagsæfingu hjá TR, 17 sept kl. 20.00. Víkingaklúbburinn gerir innrás á fimmtudagsæfingu TR. Allir Víkingar eru hvattir til að mæta á mótið til að leggja hrað-skákvíkinga TR í skák.

Friday, September 11, 2009

Afmælismót Gunnar Freys

Stórafmælismót formanns Víkingaklúbbsins var haldið á Barnum 108 í Ármúla fimmtudaginn 10. september. Ekki var gert ráð fyrir mörgum keppendum, þannig að þátttökufjölda var stillt í hóf vegna fárra Víkingatafla. Afmælisbarnið Gunnar f. 8. september vildi halda upp á afmælið sitt með óvenjulegum hætti. Mótið hlaut verðskuldaða athygli fastakúnna staðarins sem sýndu Víkingataflinu verðskuldaðan áhuga. Hefð er fyrir skákmótahaldi á staðnum og því gekk mótið vel fyrir sig. Úrslit mótsins urðu þau að Sveinn Ingi Sveinsson kom sá og sigraði og leyfði einungs eitt jafntefli og endaði með fimm og hálfan vinning. Nýliðinn Tómas Björnsson kom skemmilega á óvart með góðri taflmennsku, en þetta var hans fyrsta mót í Víkingaskák.

1 Sveinn Ingi Sveinsson 5,5 vinninga.
2 Gunnar Fr. Rúnarsson 4
3 Tómas Björnsson 2
4 Ólafur Guðmundsson 0,5

Sveinn Ingi Sveinsson stærðfræðigúrú hefur verið nær ósigrandi í Víkingaskákinni árið 2009. Hér á hann í kappi við Ólaf Guðmundsson sem náði jafntefli við Svein í seinni skák þeirra.

Wednesday, September 9, 2009

Stæsta mót ársins

Á fundi í Víkingaklúbbnum fyrir stuttu var mótaæátlun klúbbsins samþykkt m.a um heimsmótið sjálft, þs Minningamótið um Magnús Ólafsson.


Minningarmótið um Magnús Ólafsson - Íslandsmóitð í Víkingaskák 2009


Minningarmótið um Magnús Ólafsson - Íslandsmótið í Víkingaskák 2009 fer fram í húsnæði Skáksambands Íslands (með fyrirvara um keppnisstað) miðvikudaginn 28 október kl. 20.00. Tefldar verða 7 umferðir með 15 mínútna umhugsunartíma. Mótið eru öllum opið og það kostar ekkert að vera með. Boðið verður upp á kaffi ásamt léttum veitingum án endurgjalds. Nauðsynlegt er að skrá sig til leiks til að tryggja þáttöku. Þátttakendur eru hvattir til að skrá sig í tölvupósti á netfangið Víkingaklubburinn(hjá)gmail.com.

Æfingamót vegna Meistaramóts verða haldnar á 108 bar. Ármúla 7 Reykjavík, þriðjudaginn 13 október og þriðjudaginn 20 október og hefjast þær stundvíslega kl. 20.00

Verðlaun eru sem hér segir: • 1) 20.000 kr.

 • 2) 15.000 kr.

 • 3) 10.000 kr.

 • 4) 5.000 kr.

 • 5) 4.000 kr.

Aukaverðlaun: • Efsti unglingurinn 16 ára og yngri: 5.000 kr.

 • Efsta konan: 5.000 kr.

 • Efsti öldungurinn 50 ára og eldri : 5.000 kr.


Áskorendaflokkur

Tveir sterkir skákmenn út Víkingaklúbbnum tóku þátt í áskorendaflokki á Skákþingi Íslands í síðustu viku. Þeir Sverrir Sigurðsson og Bjarni Sæmundsson stóður sig með mikilli prýði, en Sverrir endaði í 8. sæti með sex vinninga, en Bjarni endaði í 10. sæti með 5.5 vinninga. Alls voru keppendur á mótinu 45. talsins. Sverrir og Bjarni verði því í góðu formi á Íslandsmóti skákfélaga í lok september, þar sem Víkingaklúbburinn ætla sér stóra hluti í 4. deild

Nánar um áskorendaflokkin á skak.is

Wednesday, September 2, 2009

Endurskoðuð mótaáætlun 2009

Nú er vetrarstarf Víkingaklúbbsins að hefjast eftir langt sumarfrí. Fyrstu verkefni vetrarins er Meistaramót félagsins í hefbundinni skák, sem verðu góð upphitun fyrir Íslandsmót skákfélaga sem byrjar í lok september. Hápúnkti vetrarins verður hins vegar sjálft heimsmeistaramótið og minningamót um Magnús Ólafsson er mótið verður haldið miðvikudaginn 28. október, en þann dag hefði Magnús Ólafsson orðið 87. ára hefði hann lifað.

Fimmtudaginn 17. 9. kl. 20.00 Meistaramót Víkingaklúbbsins í skák (10 mínútna mót).(Ath breytt-Haldið í Skáksambandinu eða 108 Bar í Ármúla)
Fös-lau-sun 25-27.9 kl. 20.00 Deildarkeppni Skáksmabands Íslands.
Föstudagurinn 2.10 kl. 20.00 Meistaramót Víkingaklúbbsins (15 mínútna mót).
Þriðjudagurinn 13. 10 kl. 20.00 Æfing fyrir Meistaramótið (108 bar Ármúla 7)
Þriðjudagurinn 19. 10 kl. 20.00 Æfing fyrir Meistaramótið (108 bar Ármúla 7)
Miðvikudagurinn 28.10 kl. 20.00 al-heimsmeistaramótið í Víkingaskák.
Föstudagurinn 27.11 kl.20.00 Hrað-Víkingur.
Sunnudagurinn 28.12 kl. 20.00 Jólamót Víkingaklúbbsins.

Wednesday, August 12, 2009

Félgagsgjöld

Ég vil minna félaga Víkingaklúbbsins að borga félagsgjöldin. Félagsjöldin verða aðalega notuð til að borga þátttökugjaldið í Deildarkeppni Skáksambands Íslands. Félagsgjöldin eru 1000 kr. og greiðist inn á reikning:

0701-15-200624

Kennitala klúbbsins er: 440609-0900


Thursday, July 9, 2009

Tómas Björnsson genginn í raðir TV

Sagt var frá því á vef Taflfélags Vestmannaeyja að Tómas Björnsson hafi gengið til liðs við T.V. Reyndar er ekki útséð um þau félagsskipti og við óskum honum velfarnaðar í nýjum skákklúbb ef hann ákveður að ganga til liðs við þá. Víkingaklúbburinn er hins vegar ekki eiginlegur skákklúbbur og því mun Tómas áfram gegna stjórnarstörfum fyrir Víkingaklúbbinn, enda er hann meðstjórnadi í stjórn Víkingaklúbbsins. Víkingaklúbburinn er opinn fyrir alla þá sem vilja tefla Víkingaskák og skiptir þá engu máli í hvaða félagi menn stunda knattspyrnu, handknattleik eða skák. Skákdeild félagsins er hins vegar félagi í Skáksambandi Íslands, en það þýðir samt ekki að félagar í Víkingaskákklúbbnum megi ekki tefla fyrir annað skákfélag.
Tómas genginn til liðs við TV.

Miðsumarmót Víkingaklúbbsins

Víkingaklúbburinn hélt æfingu 8. júlí og var hún haldin að heimili formannsins. Mótið heppnaðist mjög vel og var meðal annars fundað um framtíð klúbbsins, en í undirbúiningi í haust er stærsta mót ársins, Íslandsmeistaramótið í Víkingaskák sem jafnframt verður minngarmót um Magnús Ólafsson höfund Víkingaskákarinnar sem lést seint á árinu 2007.

Sveinn Ingi Sveinsson kom sá og sigraði í mjög skemmtilegri keppni. Tefld var tvöföld umferð allir við alla og umhugsunartími var 7 mínútur á skák.

1. Sveinn Ingi Sveinsson XX 11 11 11 6 vinningar 1. sæti
2. Gunnar Fr. R'unarsson 00 XX 11 11 4 vinningar 2. sæti
3. Halldór Ólafsson 00 00 XX 11 2 vinningar 3. sæti
4. Ólafur Guðmundsson 00 00 00 XX 0 vinningar 4. sætiFriday, June 5, 2009

Meistarar frá upphafi

Því miður er ekki komin endanleg dagsetning fyrir vormótið (Reykjavíkurmótið) í Víkingaskák, en það verður haldið síðasta lagi í júní. Aðalmótið verður hins vegar í haust, því við getum ekki haldið stór mót meðan við höfum ekki ennþá fengið aðgang að Víkingatöflum og dúkum. Mótið verður vonandi það fjölmennasta frá upphafi. Sigurvegarar á aðalmótunum (Meistaramótinu) hafa verið frá upphafi:

Ísafjörður

1999: Skúli Þórðarson
2000: Hrafn Jökulsson
2000: Dóra Hlín Gísladóttir (kvennaflokki)
2001: Halldór Bjarkason
2002: Orri Hjaltason
2003: Gylfi Ólafsson

Reykjavík

2002-4: Sveinn Ingi Sveinsson
2005: Gunnar Fr. Rúnarsson
2006: Gunnar Fr. Rúnarsson
2007: Halldór Ólafsson
2007: Sveinn Ingi Sveinsson
2008: Sveinn Ingi Sveinsson & Gunnar Fr. Rúnarsson
2009: ?????

Meistarmót Víkingaklúbbsins (hefbundin skák)

2007: Gunnar Fr. Rúnarsson
2008:Tómas Björnsson
2009:?????

Thursday, May 28, 2009

MP banki

Gjaldkerinn Ólafur Guðmundsson og formaðurinn Gunnar Fr. fóru í MP banka til að stofna reikning fyrir Víkingaklúbbinn. Nauðsynlegt er að stofna reikning til að félagsmenn geti greitt félagsgjöld. VIð tjáðum þjónustufulltúanum að við værum að stofna reikning fyrir Víkingaskákina. Hún var ánægð með það og benti okkur á að við værum á réttum stað, því Margeirs Pétursson banki myndi þjóna skákmönnum vel. Við höfðum af þessu gaman og skýrðum út fyrir þjónustfulltrúanum muninn á skák og Víkingaskák. Félagsgjöld fyrir félagsmenn eru 1000 kr. Hvet félagsmenn endregið til að ganga frá félagsgjöldum sem fyrst. Næg verkefni eru framundan og m.a munum við halda vormótið fljótlega. Aðalfundur Skáksambands Íslands verður haldin nú um helgina og fulltrúar klúbbsins verða þeir Haraldur Baldursson og Gunnar Fr. Rúnarsson. Reiknisnúmer félagsins í MP banka er:

0701-15-200288 kt: 100876-4699

Þessi mynd er tekin í einu af fyrstu Víkingaskákmótunum heima hjá Sveini Inga Sveinssyni í Vesturberginu, sennilega árið 2003. Talið frá vinstri: Sigurður Narfi Rúnarsson, Sveinn Ingi Sveinsson, Gunnar Fr. Rúnarsson, Hörður Garðarsson & Halldór Ólafsson


Sunday, May 3, 2009

HeimsmeistariFormaður Víkingaklúbbsins hefur teflt bréfskák í 19. ár og náð sæmilegur árangri. Besti árangur hans á Íslandsmóti er 3. sæti. Nú um daginn vann hann heimsþemamót í Slejpner byrjun, en hann hafði áður komist upp úr undariðli í sömu byrjun. Gunnar hafði einu sinni náð 2. sæti í heimþemamóti í Kobec-byrjun. Formaðurinn tefldi við bestu þemaskákmenn heimsins og hafði sigur og er Formaðurinn þriðju Íslendingurinn sem vinnur heimsþemamót.

Úslitin má nálgast hér:Sleipnir var eins og menn vita hestur Óðins.

Víkingur sigrar

Sverrir Sigurðsson er að æfa sig, en hann tefldi á 4. borði í fyrri hlutanum á Íslandsmóti skákfélaga. Hann sigraði á fimmtudagsmóti TR um daginn og segist ætla að koma sér í form næsta Íslandsmót.

Lokastaðan:
1 Sverrir Sigurðsson, 8.5
2 Kristján Örn Elíasson, 8
3 Jon Olav Fivelstad, 6.5
4 Þórir Benediktsson, 6
5 Jón Gunnar Jónsson, 5.5
6-7 Hjálmar Sigurvaldason, 3
Finnur Kr. Finnsson, 3
8 Ari Húnbogason, 2
9 Björgvin Kristbergsson, 1.5
10 Pétur Jóhannesson, 1

Úrslit hér:

Thursday, April 9, 2009

3. sæti

Víkingaklúbburinn náði 3. sæti í 4. deildarkeppninni sem lauk á Akureyri fyrir nokkru. Því miður vantaði aðeins hálfan vinning að ná upp um deild. Vonandi gengur bara betur næst.

Staða efstu liða í 4. deild:
 1. Mátar 32,5 v.
 2. Bolungarvík-c 28 v.
 3. Víkingaklúbburinn 27,8 v.
 4. SA-c 26,5 v.
 5. TV-b 25,5
 6. KR-c 24,5
 7. KR-b 24 v,
 8. Bolungarvík-d 24 v.
 9. Goðinn 23 v.
 10. SA-e 22,5 v
Nánari úrlit hér:

Reykjavíkurmóti frestað

Reykjavíkurmóti verður frestað um einhverjar vikur. Mótaáætlun raskast eitthvað vegna þessa. Ekki hefur enn verið hægt að fá fleirri víkingatöfl fyrir stórmót. Reiknað er með að Íslands & Reykjvarvíkurmótið verði haldið eftir að klúbbfélagar hafi lokið prófum í vor.

Tuesday, February 3, 2009

Aðalfundur Víkingaklúbbsins


Reykjavik 1.2. 2009, Álftamýri 56.

Aðalfundur Víkingaklúbbsins. Mættir eru:

Gunnar Fr. Rúnarsson
Ólafur Guðmundsson
Sveinni Ingi Sveinsson
Þorgeir Einarsson
Jónas Jónasson
Gunnar Ingibergsson
Haraldur Baldursson
Sigurður Ingason

Fundurinn ákvað að skipa þá Ólaf Guðmundsson og Gunnar Rúnarsson í þriggja manna stjórn Víkingakistunnar. Guðmundur Ólafsson faðir Ólafs Guðmundssonar sagði sig úr stjórn.

Stjórn Víkingakistunnar skipa því:

Benjamín Axel Árnason
Ólafur Guðmundsson
Gunnar Fr. Rúnarsson

Fundurinn skipaði svo nýja stjórn fyrir Víkingaklúbbinn:

Formaður: Gunnar Fr. Rúnarsson
Gjaldkeri: Ólafur Guðmundsson
Meðstjórnandi: Tómas Björnsson

Mótaáætlun var samþykkt með fyrirvara um breytingar:

föstudaginn 27. feb. Reykjavíkurmótið í Víkingaskák.
föstudaginn 6. mars, skákmót, upphitun fyrir Akureyri.
föstudaginn 29. maí, Íslandsmótið í Víkingaskák & minngarmót um Magnús Ólafsson.
föstudaginn 4. september, haustmót.
þriðjudaginn 29. desember, jólamót Víkingaklúbbsins.

Sunday, January 11, 2009

Stofnfundur Víkingaklúbbsins

Stofnfundur Víkingaklúbbsins var haldin, sunnudaginn 11. janúar kl. 17.00. Ákveðið var að stofna Víkingaskákklúbb formlega, en klúbburinn hefur verið starfræktur frá árinu 2001, með núverandi mannskap. Haustið 2006 stofnaði hluti af hópnum lið, sem þeir sendu á Íslandsmót skákfélaga í hefbundinni skák. En nú var ákveðið að kjósa bráðabyrgðarstjón. Formaður var kosinn, Gunnar Fr. Rúnarsson, en meðstjórnendur voru kosnir, Ólafur Guðmundsson og Tómas Björnsson. Sveinn Ingi Sveinsson núverandi meistari var líka á svæðinu, en Halldór Ólafsson boðaði forföll. Stefnt er að fyrsta aðalfundi félagsins, sunnudaginn 1. febrúar, en þá verður starfseminn skipulögð til framtíðar.

Formaður á fjölda mynda frá fyrri mótum og munu þær koma á netið fljótlega, en þær eru samt nokkrar sem ég hef hent inn í gegnum árin.
Saturday, January 3, 2009

Nýjársávarp

Ágætu Víkingaskákmenn og meðlimimir Víkingaklúbbsins Ég vil óska ykkur gleðilegs árs og góða sigra á næsta ári. Árið framundan er mjög spennandi, m.a deildarkeppnin í skák í mars, þar sem við ætlum okkur að vera í baráttunni í 4. deild. Hins vegar er það starfsemin á árinu, sem mun vera mun viðameiri en nokkru sinni áður. Víkingaklúbburinn, sem stofnaður var haustið 2007, en var byggður á gömlum grunni í Víkingaskákinni, eða frá 2003, þegar sami hópur byrjaði að halda uppi merki skákarinnar. Það er von formanns að árið í ár verði það besta frá upphafi. Góðar stundir!

Thursday, January 1, 2009

Meistaramótið

Meistaramót Víkingaklúbbsins í skák og Víkingaskák, sem einnig var jólamót klúbbsins var haldið 30. desember í húsnæði Skáksambandi Íslands. Mótin voru tvö, það er Meistaramótið í Víkingaskák og Meistaramót Víkingaklúbbsins í skák.

Meistaramótið í Víkingaskák.

1-2 Sveinn Ingi Sveinsson 4.5 af 5
1-2 Gunnar Fr. Rúnarsson 4.5
3. Halldór Ólafsson 3
4. Ólafur Guðmundsson 2
5. Stefán Þór Sigurjónsson 1
6. Víkingur Víkingsson (skotta) 0

Gunnar Fr. Rúnarsson og Sveinn Ingi skiptu á milli sín meistaratitlinum árið 2008. Hvor keppandi hafði sjö mínútur á hverja skák.

Meistaramót Víkingaklúbbsins í skák

1. Tómas Björnsson 8 vinn af 10
2. Gunnar Fr. Rúnarsson 7
3. Stefán Þór Sigurjónsson 6.5
4-5 Haraldur Baldursson 3
4-5 Sigurður Ingason 3
6. Sveinn Ingi Sveinsson 1.5

Tómas Björnsson sigraði eftir snarpa taflmennsku og er skákmeistari Víkingaklúbbsins árið 2008. Gunnar Fr. Rúnarsson var hins vegar efstur í tvíkeppni klúbbsins, en þrír keppendur kepptu á báðum mótunum, þeir Gunnar Fr, Sveinn Ingi og Stefán Þór. Hvor keppandi hafði fimm mínútur á hverja skák.

sjá nánar á: skak.is


Gunnar Freyr jólahraðskákmeistari TR

Gunnar Freyr Rúnarsson varð í dag Jólahraðskákmeistari TR en hann hlaut 11 vinninga í 14 skákum. Í 2.-3. sæti urðu Torfi Leósson og Þór Valtýsson með 10 vinninga.

Alls tóku 17 skákmenn þátt. Skákstjórn annaðist Ólafur S. Ásgrímsson.

Lokastaðan:

RöðSkákmaðurVinn.
1.Gunnar Freyr Rúnarsson11,0
2.-3.Torfi Leósson10,0
2.-3.Þór Valtýsson10,0
4.Sverrir Þorgeirsson9,5
5.Siguringi Sigurjónsson9,0
6.Kristján Örn Elíasson8,0
7.-9.Sigurður G. Daníelsson7,5
7.-9.Örn Stefánsson7,5
7.-9.Friðrik Þjálfi Stefánsson7,5
10.-13.Alexander Flaata7,0
10.-13.Birkir Karl Sigurðsson7,0
10.-13.Óttar Felix Hauksson7,0
10.-13.Jón Gunnar Jónsson7,0
14.-15.Tjörvi Schiöth6,0
14.-15.Friðrik Jensen6,0
16.Björgvin Kristbergsson4,0
17.Pétur Jóhannesson2,0

Sjá á: skak.is & taflfelag.is


Seinna um kvöldið tefldi ég á Íslandsmótinu í netskák. Þar gekk mér ekki eins vel og náði mér aðeins niðrá jörðina aftur. Hins vegar er jólahraðskákmót TR mót sem á sér langa sögu og gaman var að vinna. Vann einu sinni B-flokkin fyrir c.a 18. árum. Get þó ekki sannað það, enda ekki fundið verðlaunin. Hins vegar hafa margir sterkir skákmenn unnið mótið:
Jólahraðskákmót TR

Íslandsmótið í netskák

Nr.ICC-heitiNafnStigFl.Vinn.
1AphexTwin Arnar E. Gunnarsson2405 8.0
2BoYzOnE Davíð Kjartansson2305 7.5
3isabellaros Snorri G. Bergsson2310 7.0
4herfa47 Guðmundur Gíslason2335 7.0
5denuzio Dagur Arngrimsson2355 6.5
6Champbuster Stefán Kristjánsson2460 6.5
7Njall Bragi Halldórsson2205Ö6.5
8Morfius Jón Viktor Gunnarsson2465 6.0
9velryba Lenka Ptacnikova2210K6.0
10Cyprus Ögmundur Kristinsson2035Ö6.0
11pob Gylfi Þórhallsson2140Ö6.0
12DarkViking Alexander Flaata2094 6.0
13gilfer Gunnar Magnússon2080Ö6.0
14Tukey Magnus Ulfarsson2375 5.5
15SiggiDadi Sigurður Daði Sigfússon2355 5.5
16Czentovic Sigurbjörn J. Björnsson2320 5.5
17Kaupauki Kristján Örn Elíasson1885Ö5.5
18Sonni áskell örn kárason2230Ö5.5
19mr2 Hrannar Baldursson2065 5.5
20TheGenius Björn Ívar Karlsson2155 5.5
21skyttan Bjarni Jens Kristinsson1975 5.0
22Sprint Hannes Frímann1625 5.0
23vandradur Gunnar Björnsson2110 5.0
24Palmer Arnaldur Loftsson2100 5.0
25gollum Sverrir Örn Björnsson2135 5.0
26gaurinn Magnús Kristinsson1430 5.0
27Keyzer Rúnar Sigurpállson2130 5.0
28Agurkan Andri Áss Grétarsson2320 5.0
29Sjonni88 Sigurjón Þorkelsson1880 5.0
30Lodfillinn Þorvarður Fannar Ólafsson2155 4.5
31Icecross Ólafur G. Ingason1915Ö4.5
32Dr-Death Sigurður Steindórsson2210 4.5
33Dragon Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir1890K4.5
34Atli54 Atli Freyr Kristjánsson2150 4.0
35Veigar Tómas Veigar Sigurðarson1820 4.0
36flottskak Einar Garðar Hjaltason1655Ö4.0
37isisis Erlingur Þorsteinsson2035Ö4.0
38Haust Sigurður Eiríksson1840Ö4.0
39Grettir Bragi Þorfinnson2435 4.0
40KarlEgill karl egill steingrimsson1650Ö4.0
41El-che Gunnar Fr. Rúnarsson1985 4.0
42Fjalar Víkingur Fjalar Eiríksson1730 4.0
43hge Halldór Grétar Einarsson2230 4.0
44Agust Oddgeir Ottesen1735 4.0
45gunnigunn Gunnar Gunnarsson0 4.0
46qpr Kristján Halldórsson1800 4.0
47Kazama Ingvar Örn Birgisson1625 4.0
48Kumli1 Sigurður Arnarson1960 4.0
49Semtex Sigurður Ingason1780 4.0
50hildag Dagur Andri Friðgeirsson1670U3.5
51mar111 Kjartan Már Másson1745 3.5
52Le-Bon ingi tandri traustason1675 3.0
53Kolskeggur Vigfús Óðinn Vigfússon1930 3.0
54Chessmaster700Hilmar Þorsteinsson1760 3.0
55nokkvi94 Nökkvi Sverrisson1640U3.0
56BluePuffin Jon G. Jonsson1660 3.0
57moon Hilmar Viggósson1995Ö3.0
58ofurskunkur Geir Guðbrandsson1345 3.0
59arcHVile Tjörvi Schiöth1375 3.0
60bthors Baldvin Þór Jóhannesson1440 3.0
61skotta Gísli Hrafnkelsson1555 2.5
62Birkir1996 Birkir Karl Sigurðsson1335U2.5
63merrybishop Sveinn Arnarsson1800 2.5
64agnarlarusson Agnar Darri Lárusson1415 2.0
65DK12 Dagur Kjartansson1420U0.0

Sjá á: skak.is