Wednesday, November 24, 2010

Íslandsmótið í Víkingaskák

Minningarmótið um Magnús Ólafsson - Íslandsmótið í Víkingaskák 2010 fer fram í húsnæði Vinjar, Hverfisgötu 47 í Reykjavík fimmtudaginn 2 desember kl. 19.00. Tefldar verða 7 umferðir með 15 mínútna umhugsunartíma. Mótið eru öllum opið og það kostar ekkert að vera með. Boðið verður upp á kaffi ásamt léttum veitingum án endurgjalds. Nauðsynlegt er að skrá sig til leiks til að tryggja þáttöku. Þátttakendur eru hvattir til að skrá sig í tölvupósti á netfangið Víkingaklubburinn(hjá)gmail.com eða í síma 8629744 (Gunnar) eða 8629712 (Halldór). Nauðsynlegt er að skrá sig til að tryggja þátttökurétt.

Verðlaun eru sem hér segir:

1) Vegleg veðlaun fyrir þrjú efstu sætin

2) Þrír efstu unglingarnir (20, ára og yngri).

3) Þrjár efstu konurnar.

4) Öðlingaverðlaun 40. ára og eldri.

5) Öðlingaverðlaun 50. ára og eldri.

Tuesday, November 23, 2010

Íslandsmótið í Vîkingaskák!

Íslandsmótið í Víkingaskák verður haldið fimmtudaginn 2. desember kl 19.00. Keppnisstaður Vin við Hverfisgötu. (Nánar auglýs síðar í vikunni). Æfing fyrir Íslandsmótið, miðvikudaginn 24. nóv & þriðjudaginn 30 nóvember kl 20.15 að Kjartansgötu 5!!!

Ath. Æfingar Vîkingaklúbbsins hafa verið færðar yfir á miðvikudaga vegna fjölda áskorana. Miðvikudagsæfingin 1. des fellur þó niður í næstu viku vegna Îslandsmóts deginum síðar!

Tuesday, November 16, 2010

Atmót / æfing

Atmót / æfing verður á morgun MIÐVIKUDAG 17. nóv og hefst mótið kl. 20.15 Í félagsheimilinu Kjartansgötu 5. (EKKI Á ÞRIÐJUDAG)

Saturday, November 13, 2010

Þriðjudagsæfingin

Þriðjudagsæfingin 9. nóvember var fámenn en góðmenn. Ingi Tandri mætti eftir nokkurt hlé, en hann hafði verið að tefla gömlu skákina síðustu vikur á Haustmóti TR. Ingí sýndi að hann hafði engu gleymt og sigraði glæsilega með fullu húsi. Tefldar voru 3. umferðir allir við alla með 11. mínútna umhugsunartíma!

Við minnum á að í næstu viku miðvikudaginn 17. nóvember verður atmót, sem verður síðasta alvöru upphitun fyrir sjálft Íslandsmótið sem verður að öllum líkindum þriðjudaginn 29. nóvember.

Úrslit:

1. Ingi Tandri Traustason 3. vinningar
2. Gunnar Fr. Rúnarsson 1.5 .v
3. 'Ólafur B. Þórsson 1,5 v
4. Halldór Ólafsson 1. v.

Monday, November 1, 2010

Þriðjudagsæfing

Æfing í Víkingaskákinni þriðjudaginn 2. nóvember kl. 20.15. Viljum sérstaklega hvetja nýliða til að mæta í kvöld og hafa jafnframt samband við Halldór Ólafsson umsjónarmann í síma 8629712 til að tilkynna þátttöku. Formaðurinn er hins vegar að keppa á heimskraftamóti öldunga og kemst ekki að þessu sinni.