Friday, August 28, 2015

S.A lagði Víkingaklúbbinnn í hraðkeppninni

Skákfélag Akureyrar sigraði Víkingaklúbbinn í viðureign liðana sem fram fór mánudaginn 24. ágúst í húsnæði Skáksambandsins. Akureyringarnir voru með þétt lið og sigur þeirra var aldrei í hættu.

Besti árangur Víkingaklúbbsins:

Davíð Kjartansson 6 v af 7
Stefán Þór Sigurjónsson 6 af 12
Gunnar Fr. Rúnarsson 5.5 v af 11
Ólafur B. Þórsson 5.5 af 12
vantar fleirri úrslit...

Besti árangur Skákfélags-manna:

Björn Ívar Karlsson 10 v. af 12
vantar fleirri....

Videó hér:

Tuesday, August 18, 2015

Myndir var stærsta viðburði síðasta tímabils

Ritstjóra voru að berast einstæðar myndir frá stærsta viðburði Víkingaklúbbins á síðasta tímabili, jólamóti Víkingaklúbbsins í Framheimilinu, þar sem 83 krakkar tóku þátt. Barnaæfingar byrja aftur eftir sumarfrí miðvikudaginn 16. september í Víkinni. Settur verður aukinn kraftur í starfið, því auk núverandi skákkennara, bætist við öflugur liðsauki frá Skákakademíu Reykjavíkur, sem mun taka að sér æfingarnar í vetur til að auka fagmennsku skákþjálfuninnar og mun það flytja barnastarfið á nýjar hæðir. Meira um það síðar.

Úrslit mótsins 2014 hér:

Thursday, August 13, 2015

Víkingaklúbburinn lagði Skákfélag Íslands í hraðkeppni taflfélaga

Víkingaklúbburinn og Skákfélag Íslands mættust í 16-liða úrslitum Hraðskáksmóts taflfélaga fimmtudaginn 13. ágúst í húsnæði Skáksambands Íslands. Viðureignin var heimaleikur Skákfélagsins.  Viðureignin endaði með nokkrum öruggum sigri Víkingaklúbbsins, en lokastaðan varð  46.5 gegn 25.5 vinningar Skákfélagsins.  Það skal sérstaklega taka fram að Skákfélag Íslands gat bara stillt upp á fimm borðum og því var einvígið mun jafnara en úrslit gefa til kynna, þar sem ein viðureign tapaðist í hverri umferð hjá Skákfélaginu vegna auðs borðs.

Viðureignirnar fóru eftirfarandi:

Fyrri umferð:  5-1, 5-1, 4-2, 3.5-2.5, 3-3, 4-2 = 24.5-11.5

Seinni umferð:  5-1, 4-2, 2-4, 3.5-2.5, 3.5-2.5, 4-2 = 22-14

Samtals:  46.5-25.5

Besti árangur Víkingaklúbbsins:

Ólafur B. Þórsson 9.5 v af 12
Stefán Þór Sigurjónsson 9 af 12
Gunnar Fr. Rúnarsson 9. v af 9
Sigurður Ingason 6.5 v. af 11

Besti árangur Skákfélags-manna:

Árni Böðvarsson 7.5 v. af 12
Birkir Karl Sigurðsson 6.5 af 12
Kristján Örn Elíasson 5.5 af 12

Videó hér:


Tuesday, August 11, 2015

Meistaramót Víkingaklúbbsins í golfi 2015

Meistaramót Víkingaklúbbsins í golfi 2015 verður haldið í Mýrinni Golfklúbbi Garðarbæjar sunnudaginn 30. ágúst og hefst mótið kl:11.00.  Spilaðar verða 9. holur (einn hringur) og keppt verður bæði í höggleik án forgjafar og punktakeppni með fullri forgjöf. Sigurvegarinn í höggleik hlýtur sæmdarheitið:  Golfmeistari Víkingaklúbbsins 2015. 

Einnig verður á sama móti haldið liðakeppni milli skákfélaga, en veitt verða verðlaun fyrir besta samanlagðan árangur liða, en tveir keppendur eru í hvoru liði.  Liðið sem sigrar á fæstum samanlögðum höggum fær titilinn Íslandsmeistari Skákfélaga í golfi 2015. Þau lið sem reiknað er með að mæti til leiks, eru m.a:

Víkingaklúbburinn (liðstjóri, Gunnar Fr. Rúnarsson), Skákfélag Vinjar (Ingi Tandi Traustason), Breiðablik (Halldór Grétar Einarsson), Huginn og TR og Kristján Örn frá Skákfélaginu hefur m.a skráð sig til leiks.  Mótið er opið öllum golfskákmönnum.  Reiknað er með að keppendur verði á bilinu 12 -16 (3-4 holl).

Mótsgjald verður c.a 3500 kr og skráning fer fram á facebook eða í gsm:  8629744 (Gunnar).

Eftir hádegishlé verður haldið niður í Skáksamband, þar sem fer fram 5. mínútna hraðskákmót (allir við alla), þar sem keppt verður í samanlögðum árangri í golfskák, með og án forgjafar.  Nánari upplýsingar um mótið gefa Gunnar Fr. Rúnarsson (gsm:  8629744) og Halldór Grétar Einarsson (gsm:  6699784).

Vinsamlegast verið i samband á mótsdag, vegna hugsanlegra breytinga.

Skákstjóri og tæknimeistari mótisins er Halldór Grétar Einarsson.  

Úrslit mótsins 2014 hér og hér: