Thursday, October 20, 2011

Miðvikudagsæfingin

Miðvikudagsæfing Víkingaklúbbsins-Þróttar var haldin 19. október í Laugarlækjaskóla. Mæting var bara sæmileg á þessari annari skákæfingu Þróttar, en margir skákmenn sem tengjast félaginu voru að tefla sama kvöld síðustu umferð á Haustmóti Taflfélags Reykjavíkur. Davíð Kjartansson náði eftir erfiða byrjun öðru sætinu á Haustmótinu rétt á eftir Guðmundi Kjartanssyni, en ekki munaði miklu að hann næði honum að vinningum í lokaumferðinni. Haraldur Baldursson tefldi einnig í a-flokki og stóð sig með sóma. Davíð mun fljótlega tefla í Landsliðsflokki á Skákþingi Íslands undir merkjum Víkingaklúbbsins-Þróttar.

Úrslit á Haustmótinu hér:

Upphaflega stóð til að tefla 10. mínútna skákir á miðvikudagsæfingunni, en menn voru í miklu hraðskákstuði og það var ákveðið að breyta mótinu í hraðmót þar sem allir tefldu við alla, tvisvar sinnum fimm mínútur. Gunnar Fr. Rúnarsson kom nú sterkur til baka eftir deildarkeppnina og náði að verða fyrir ofan strákana, m.a nýbakaðan atskákmeistara Þróttar, Stefán Sigurjónsson sem varð í 2. sæti. Jón Úlfljótsson varð þriðji.

Úrslit:

1. Gunnar Fr. Rúnarsson 7.0 vinn. (af 8).
2. Stefán Sigurjónsson 5.0 v.
3. Jón Úlfljótsson 4.o v.
4. Svavar Viktorsson 2.5 v.
5. Jóhannes K. Sólmundarson 1.5.v




Tuesday, October 18, 2011

SKÁKæfing í Laugarlækjaskóla

Skákæfing verður miðvikudaginn 19. október og hefst taflið kl. 20.00. Tefldar verða 7 umferðir með tíu mínútna umhugsunartíma. Teflt er í Laugarlækjaskóla einum af nýjum húsakynnum Víkingaskákdeildar Þróttar. Æfingar verða framveigis hálfsmánaðarlega (Víkingaskák og skák til jafns) og m.a verður stórt hraðskákmót í desember.

Saturday, October 15, 2011

Miðnæturmótið

Miðnæturmótið, Reykjarvíkurmótið í Víkingaskák var haldið miðvikudaginn12. október. Telft var í fyrsta skipti í litla salnum í félagsheimili Þróttar í Laugardal. Sá salur er mjög hlýlegur og hentar vel mótum að þessari stærðargráðu. Frábært að tefla innanum alla þessa bikara og félagsaðstaðan lofar vissulega góðu. Sex keppendur mættu á mótið og var það frábær þátttaka því Geðmót Vinjar var haldið á sama tíma í húsnæði TR í Faxafeni. Tómas Goði Björnsson kom sterkur til leiks varð í efsta sæti, leyfði eitt jafntefli við Gunnar Fr. í fyrstu umferð. Gunnar Fr. kom svo næstur með 4. vinninga, gerði jafntefli við hinn bráðefnilega Víkingaskákmann Þröst Þórsson í næstsíðustu umferð og Tómas í fyrstu umferð.

Úrslit:

1. Tómar Björnsson 4. 5 vinn.
2. Gunnar Fr. Rúnarsson 4.0 v.
3-5. Þorgeir Einarsson2 v.
3-5. Halldór ólafsson 2 v.
4-5. Þröstur Þórsson 2.v
6. Ingimundur guðmundsson 0.5 v.



Wednesday, October 12, 2011

Pistill formanns

Íslandsmót skákfélaga fyrri hluti lauk um síðustu helgi. Tefldar voru fjórar umferðir af sjö, en síðustu þrjár umferðirnar verða tefldar í mars á næsta ári. Víkingaklúbburinn sendi nú þrjú öflug lið til keppni. Víkingaklúbburinn náði að styrkja sig frá síðasta tímabili, enda var búist við að keppni í 2. deildinni yrði geysihörð. Þess vegna fengum við tvo hörkuskáḱmenn til liðs við félagið, m.a einn stigahæsta skákmann Íslands Magnús Örn Úlfarsson og hinn þétta Lárus Knútsson. Nokkir aðrir þéttir meistarar voru að íhuga að ganga til liðs við okkur, en ekkert varð úr því að þessu sinni. Í staðin var ákveðið að styrkja liðið með erlendum skákmeisturum og kom sá liðsauki sér í góðar þarfir, enda hörku keppni í 2. deildinni. Nokkrir skákmenn gengu svo til liðs við félagið á síðustu metrunum, m.a Sturla Þórðarsson og Björn Grétar Stefánsson. Í upphafi ætlaði klúbburinn að senda tvö lið í 4. deild, en rétt fyrir upphaf keppninnar fengum við þær ánægjulegu fréttir að b-liðið hafði komist upp í 3. deild vegna forfalla þar, en liðið var aðeins einu stigi frá því að tryggja sér sætið í 3. deildinni í vor.

2. deild

A-lið Víkingaklúbbsins var spáð góðu gengi í keppninni og þeir brugðust ekki væntingum aðdáenda. Í fyrstu umferð átti sveitin í kappi við vaska sveit b-liðs Taflfélags Reykjavíkur. Leikar fóru svo að Víkingar unnu stórsigur 4.5-1.5, en Ólafur B. Þórsson tapaði óvænt sinni skák gegn Kjartan Maack. Í umferð tvö mættum við svo einna sterkasta liðinu, þegar við fengum Hauka-A. Haukar voru með feiknisterkt lið, en við náðum að vinna þá 6-0. Í þriðju umferð mættum við svo sterkri sveit KR-A, en sú viðureign endaði 5.5-05. Í síðustu umferðinni mættum við svo erkiféndum okkar í skákinni og stórvinum í Goðanum. Sú viðureign var geysihörð og skákirnar skiptu margoft um eigendur, en á endanum náði Víkingakúbburinn að sigra með minnsta mun, 3.5-2.5. Hægt er að lesa um þessa stórskemmtilegu viðureign á heimasíðu Goðans, en sjálfur var ég svo spenntur að ég gat ekki horft á leika þegar hæst stóð. Skilst að á tímbili hafi Goðinn staðið til vinnings á nokkrum borðum.
Frásögn hér:

Niðurstaða helgarinnar var í heildina mjög góð, en liðið er nú í efsta sæti þegar einungis þrjár umferðir eru eftir. Liðið hefur fengið flest sterku liðin, en á þó eftir að mæta amk einum erfiðum andstæðing. Helsti kostur liðsins er góð liðsheild og ótrúlega jafnt og þétt lið á pappírunum í elo-stigum talið. Þar munar mestu um innkomu Luis Galego, Jan-Willem de Jong og Biöncu Muhren. Hver einasti Víkingur í a-sveitinni lagði sig 100% fram í fyrri hlutanum og því þurfti ekki að breyta liðinu í neinni umferð.

Pistill um 3. deildina og 4. deildina er í vinnslu, en í stuttu máli má segja að B-liðið sé í hörku baráttu um 2. sætið í 3. deild og það er raunhæft markmið að komast upp, en TG er nær öruggt um að vinna deildina. Í 4. deild á C-liðið raunhæfa möguleika á 3. sæti, sem gefur 3.deildarsæti að ári. Til þess að þessi árangur náist þurfa sveitirnar að vinna næstu þrjár viðureignir á match-point stigum.

Bo.4 Víkingaklúbburinn A-5 TR B4½:1½
4.1GMGalego Luis-
Einarsson Bergsteinn1 - 0
4.2IMDe Jong Jan-Willem-
Friðjónsson Júlíus1 - 0
4.3
Úlfarsson Magnús Örn-
Leósson Torfi1 - 0
4.4WGMMuhren Bianca-
Briem Stefán½ - ½
4.5
Kjartansson Davíð-
Sveinsson Ríkharður1 - 0
4.6
Þórsson Ólafur B-
Maack Kjartan0 - 1

Bo.6 Haukar A-4 Víkingaklúbburinn A0 : 6
2.1
Þorgeirsson Sverrir-GMGalego Luis0 - 1
2.2
Ólafsson Þorvarður F-IMDe Jong Jan-Willem0 - 1
2.3
Björnsson Sverrir Örn-
Úlfarsson Magnús Örn0 - 1
2.4
Valdimarsson Einar Bjarki-WGMMuhren Bianca0 - 1
2.5
Traustason Ingi Tandri-
Kjartansson Davíð0 - 1
2.6
Kristinsson Össur-
Þórsson Ólafur B0 - 1

Bo.4 Víkingaklúbburinn A-7 KR A5½: ½
3.1GMGalego Luis-FMHansen Soren Bech1 - 0
3.2IMDe Jong Jan-Willem-
Baldursson Hrannar1 - 0
3.3
Úlfarsson Magnús Örn-
Gunnarsson Gunnar Kr1 - 0
3.4WGMMuhren Bianca-
Georgsson Harvey1 - 0
3.5
Kjartansson Davíð-
Jónsson Ólafur Gísli1 - 0
3.6
Þórsson Ólafur B-
Kristjánsson Sigurður E½ - ½

Bo.1 Goðinn A-4 Víkingaklúbburinn A2½:3½
3.1
Sigfússon Sigurður Daði-GMGalego Luis½ - ½
3.2
Ásbjörnsson Ásgeir Páll-IMDe Jong Jan-Willem1 - 0
3.3
Eðvarðsson Kristján-
Úlfarsson Magnús Örn0 - 1
3.4
Jensson Einar Hjalti-WGMMuhren Bianca0 - 1
3.5
Árnason Þröstur-
Kjartansson Davíð½ - ½
3.6
Hreinsson Hlíðar Þór-
Þórsson Ólafur B½ - ½

Framistaða einstakra liðsmanna:

(GM) Luis Galego-2470 elo tefldi allar skákirnar og stóð sig með prýði. Þrátt fyrir að vera lífskúnsner og skemmtanaglaður, þá var vitað að hann myndi skila sér í allar skákir og standa fyrir sínu. Lenti bara í erfiðleikum í síðustu skákinni gegn Sigurði Daða í Goðanum, en hann náði jafntefli með svörtu. (3.5 af 4)

(IM) Jan Willem de Jong-2420 elo tefldi allar skákirnar af miklu öryggi, en tapaði aðeins í síðustu umferð gegn gamla undrabarninu Ásgeiri Ásbjörnsyni í Goðanum. Jan er frábær liðsmaður, sem klárar svo allar skákir sínar í vor. Jan er með einn GM áfanga og er ekkert óvsvipaður á styrkleika og Stefán okkar Kristjańsson. (3/4)

Magnús Örn Úlfarsson-2370 elo stóða sig vel og sigraði allar skákir sínar. Frábær liðsmaður sem leggur sig 100% fram í baráttuna. (4/4)

(WGM) Bianca Muhren-2307 elo stórmeistari kvenna stóð sig með prýði og vakti mikla athygli á skákstað. Hún leyfði aðeins eitt jafntefli. M.a vann hún Harvey Georgsson sem hafði aldrei á sinni æfi tapað fyrir stúlku. (3.5/4)

Davíð Kjartansson-2290 elo tefldi af miklu öryggi og tapaði ekki heldur skák, en leyfði bara eitt jafntefli. (3.5/4)

Ólafur B. Þórsson-2200 elo tefldi ekki nógu vel að þessu sinni, en hann var með 50% vinningshlutfall. Síðasta tímabil var hann hins vegar með nær fullt hús. (2/4)

Nánari úrslit má sjá á Chess-Results:

Gunnar Fr. Rúnarsson, liðsstjóri A-liðs Víkingaklúbbsins-Þróttar.



Wednesday, October 5, 2011

Næsta mót

Vegna Deildarkeppni S.Í verður Miðnæturmótið í Víkingaskák frestað um eina viku. Einnig eru nokkri Víkingaskákmenn að tefla í Haustmóti TR í vikunni. Mótið verður haldið fimmtudaginn 13. október í Þróttaraheimilinu í Laugardal (litli salur) og hefst mótið kl 20.00.

Mótaáætlun

13. október. Víkingaskák: Miðnæturmótið. Reykjarvíkurmótið 10 mín (Litli salur)
19. október. Skák: Meistaramót Þróttar í 10 mín skák. 7 umf. 10. min.
2. nóvember. Víkingaskák: Meistaramótið í 10 mín. (Kjartansgata)
16. nóvember. Skák. æfing (Laugarlækjaskóli).
30. nóvember: Víkingaskák: Íslandsmótið í Vîkingaskák. 7. umf. 15. mín. (Stóri salur)
14. desember: Skák: Meistaramót Þróttar í hraðskaḱ. 7. umf. 2x5. min. (Stóri salur)
28. desember: Skaḱ&Víkingaskák. Jólamót Víkingaklúbbsins. (Stóri salur)