Davíð Kjartansson sigraði á skákmótinu eftir að hafa verið í hörkubaráttu við mjög sterka skákmenn. Davíð endaði með 6. vinningaaf sjö mögulegum. Annar varð Báður Örn Birkisson og þriðji varð Páll Þórarinsson.
Keppendur í skákinni voru 22, en tefldar voru 7. umferðir, þar sem tímamörk voru 5. mínútur.
Í Víkingaskákinni sigraði Bárður Örn Birkisson með 6.5 vinninga af 7. mögulegum. Gunnar Fr. Rúnarsson varð annar með 6. vinninga og Björn Hólm Birkisson þriðji með 5.5 vinninga. Efst kvenna í Víkingaskákinni varð Lenka, Freyja Birkisdóttir varð önnur og Nancy Davidson þriðja. Unglingaverðlaun hlaut Björn Hólm Birkisson, Gauti Páll Jónsson varð annar og Aron Mai þriðji. Í Víkingaskákinni var einnig keppt í liðakepni félaganna og ungu strákarnir í TR urðu efstir í þeirri keppni. Keppendur í Víkingaskákinni voru ellefu, en tefldar voru 7. umferðir, þar sem tímamörk voru 4 2 mínútur á skákina (þetta var nýtt fyrirkomulag á Víkingahraðskákinni).
Á mótinu var einnig keppt um titilinn Íslandsmeistari í tvískák, en sérstakur bikar var fyrir besta árangur í báðum mótunum. Bárður Birkisson varð efstur í því móti, en næstir kom Gunnar Fr. Rúnarsson og Björn Birkisson en þeir urðu jafnir í 2-3 sæti þegar vinningar úr báðum mótunum höfðu verið lagðir saman.
Úrslit í hraðskákmótinu:
1 Davíð Kjartansson 6 af 7
2 Bárður Örn Birkisson 5.5
3 Páll Agnar Þórarinsson 5.0
4 Omar Salama 5.0
5 Halldór Pálsson 5.0
Nánari úrslit á Chessresults hér:
Úrslit í Víkingahraðskákinni:
1. Bárður Örn Birkisson 6.5 af 7
2. Gunnar Fr Rúnarsson 6.0
3 . Björn Birkisson 5.5
4 Gauti Páll Jónsson 4.0
5 Aron Mai 4.0
Nánari úrslit á Chessresults hér:
Úrslit í Tvískákmótinu:
1. Bárður Birkisson 12.0 v.
2. Björn Birkisson 9.0
3. Gunnar Fr Rúnarsson 9.0
4. Gauti Páll Jónsson 8.5
5. Aron Mai 8.0
osf...
4. Gauti Páll Jónsson 8.5
5. Aron Mai 8.0
osf...