Monday, January 2, 2017

Davíð Kjartansson og Bárður Örn Birkisson sigrðuðu á Jólamóti Víkingaklúbbsins 2016.

Davíð Kjartansson og Bárður Örn Birkisson sigruðu á Jólamóti Víkingaklúbbsins sem haldið var í húsnæði Skáksambands Íslands miðvikdaginn 28. janúar síðasliðin.  

Davíð Kjartansson sigraði á skákmótinu eftir að hafa verið í hörkubaráttu við mjög sterka skákmenn.  Davíð endaði með 6. vinningaaf sjö mögulegum.  Annar varð Báður Örn Birkisson og þriðji varð Páll Þórarinsson.
Keppendur í skákinni voru 22, en tefldar voru 7. umferðir, þar sem tímamörk voru 5. mínútur.  

Í Víkingaskákinni sigraði Bárður Örn Birkisson með 6.5 vinninga af 7. mögulegum.  Gunnar Fr. Rúnarsson varð annar með 6. vinninga og Björn Hólm Birkisson þriðji með 5.5 vinninga.  Efst kvenna í Víkingaskákinni varð Lenka, Freyja Birkisdóttir varð önnur og Nancy Davidson þriðja.  Unglingaverðlaun hlaut Björn Hólm Birkisson, Gauti Páll Jónsson varð annar og Aron Mai þriðji.  Í Víkingaskákinni var einnig keppt í liðakepni félaganna og ungu strákarnir í TR urðu efstir í þeirri keppni.  Keppendur í  Víkingaskákinni voru ellefu, en tefldar voru 7. umferðir, þar sem tímamörk voru 4 2 mínútur á skákina (þetta var nýtt fyrirkomulag á Víkingahraðskákinni).

Á mótinu var einnig keppt um titilinn Íslandsmeistari í tvískák, en sérstakur bikar var fyrir besta árangur í báðum mótunum. Bárður Birkisson varð efstur í því móti, en næstir kom Gunnar Fr. Rúnarsson og Björn Birkisson en þeir urðu jafnir í 2-3 sæti þegar vinningar úr báðum mótunum höfðu verið lagðir saman.

Úrslit í hraðskákmótinu:

  1  Davíð Kjartansson  6 af 7    
  2  Bárður Örn Birkisson 5.5      
  3  Páll Agnar Þórarinsson  5.0  
  4  Omar Salama 5.0 
  5  Halldór Pálsson 5.0  
 
Nánari úrslit á  Chessresults hér:  

Úrslit í Víkingahraðskákinni:


 1.   Bárður Örn Birkisson 6.5 af 7
 2.   Gunnar Fr Rúnarsson 6.0              
 3 .  Björn Birkisson 5.5
 4    Gauti Páll Jónsson  4.0  
  5   Aron Mai 4.0
 
Nánari úrslit á Chessresults hér:

Úrslit í Tvískákmótinu:


1. Bárður Birkisson   12.0 v. 
2. Björn Birkisson 9.0                
3. Gunnar Fr Rúnarsson 9.0
4. Gauti Páll Jónsson 8.5
5. Aron Mai 8.0
osf...