Ritstjóri valdi í janúar skákmenn ársins hjá Víkingaklúbbnum. Í Víkingaskákinni varð valið auðvelt. Bárður Örn Birkisson Taflfélagi Reykjavíkur er Víkingaskákmaður ársins 2016. Bárður vann óvænt Heimsmeistaramótið í Víkingskák 2016 sem haldið var seint á síðasta ári og náði m.a að vinna gamla meistara. Á jólamóti Víkingaklúbbsins lét Bárður ekki staðar numið, en hann sigraði Víkingaskákina og tvískákina, þar sem samanlagður árangur í skák og Víkingaskák var lagður saman. Valið á Víkingaskákmanni ársins er ekki bundið því að vera félagi í Víkingaklúbbnum. Valið á skákmanni ársins hjá Víkingaklúbbnum var hins vegar aðeins erfiðara. Til greina komu þrír bráðefnilegir skákmenn félagsins. Einar Dagur Brynjarsson fæddur 2009 náði þriðja sæti á Íslandsmót drengja 8. ára og yngri, en Einar er á yngra ári í flokknum. Einar telfdi mikið á árinu þrátt fyrir ungan aldur og er einn efnilegast skákmaður landsins í sínum aldursflokki. Jökull Ómarsson nemandi í Ingunnarskóla fæddur 2008 stóð sig frábærlega á sama móti og varð óvænt Íslandsmeistari. Frábær árangur, en hann mætti tefla meira. Guðmundur Peng Sveinsson fæddur 2005 stóð sig vel á síðasta ári í þeim mótum sem hann tók þátt í, m.a í Bikarsyrpum TR. Hann kom sterkur til leiks á stigalista Fide og sigraði svo á Jólamóti Víkingaklúbbsins í desember. Ritsjóri valda því Guðmund Peng Sveinsson skákmann Víkingaklúbbsins 2016. Á nýja árinu hefur svo Guðmundur farið með himinskautum. Hann fékk sérstök aukaverðlaun á Skákþingi Reykjavíkur fyrir besta árangur miðað við stig og á Bikarsyrpu TR síðustu helgi, sigraði hann mótið með 6. vinningum af 7 mögulegum. Það er því ljóst að Víkingur á nokkra efnilega skákmenn í sínum röðum.
Frétt um Guðmund Peng hér:
Bikarsyrpa TR, frétt hér:
Tuesday, February 14, 2017
Subscribe to:
Posts (Atom)