Vormót Víkingaklúbbsins og lokaæfing fyrir sumarfrí var haldin miðvikudaginn 29. mai. Veðrið var með besta móti þennan dag og eins og svo stundum áður, þá færðum við mótið út, svo úr var skemmtilegt útiskákmót. 15 krakkar mættu á lokaæfinguna, en telfdar voru 6. umferðir með umhugsunartímanum 5 2 (fimm mínútur og tvær sekúntur í viðbótartíma).
Efstur á mótinu varð Árni Ólafsson, en hann sigraði allar sex skákir sínar,. Einar Dagur Brynjarsson hafnaði í öðru sæti með 5. vinninga og Andri Sigurbjörnsson í þriðja sæti með 4. vinninga. Efst stúlkna varð hin bráðefnilega Brynja Sif úr Ingunnarskóla með 3. vinninga. Bergþóra Helga varð önnur með sama vinningshlutfall, en lægri á stigum. Þriðja varð Gabríela. Efstur Víkinga varð Einar Dagur. Andri varð annar og Hersir Haraldsson þriðji.
Skákstjórar á mótinu voru Ingibjörg Birgisdóttir, Gunnar Fr. Rúnarsson og Sigurður Ingason.
Úrslit á chess-results:
Monday, June 3, 2019
Subscribe to:
Posts (Atom)