Wednesday, December 4, 2019

Íslandsmótið í Víkingaskák 2019

Minningarmótið um Magnús Ólafsson - Íslandsmótið í Víkingaskák 2019 fer fram í húsnæði Skáksambands Íslands (keppnisstaður óstaðfestur), miðvikudaginn 18. desember kl. 19.30. Tefldar verða 8 umferðir með 10 mínútna umhugsunartíma. Mótið eru öllum opið og það kostar ekkert að vera með. Boðið verður upp á kaffi ásamt léttum veitingum án endurgjalds.
Gott er að skrá sig til leiks til að tryggja þáttöku. Þátttakendur eru hvattir til að skrá sig í tölvupósti á netfangið Víkingaklubburinn(hjá)gmail.com, en einnig er hægt að skrá sig á staðnum. Veitt verða sérstök veðlaun fyrir efstu sætin, auk þess sem sérstök verðlaun fyrir besta árangur kvenna, unglinga og öldunga.

Verðlaunaféð skiptist þannig:  1. verðlaun.  10. þúsund  2. verðlaun, 8. þúsund, þriðju verðlaun 6. þúsund.  1, verðlaun í unglinga og kvennaflokki eru 7000  þúsund krónur, 5000 krónur fyrir annað sætið og 3000 krónur fyrir þriðja sætið.

Núverandi Íslandsmeistari karla er Sveinn Ingi Sveinnson og Lenka Ptacnikova er núverandi Íslandsmeistari kvenna.  Skákstjóri á mótinu verður Gunnar Fr. Rúnarsson.

Mótið er jafnframt 10. ára afmæli Víkingaklúbbsins og hluti af þeim hátíðarhöldum sem fylgja þeim tímamótum.

Mótshaldari áskilur sér rétt til að breyta fyrkomulagi mótsins, ef það telst nauðsynlegt, sb tímamörk og fjölda umferða.

Reglurnar í Víkingaskák má nálgast hér:
Ùrslit á Íslandsmótinu í Víkingaskák 2018 má sjá hér:
Ùrslit á Íslandsmótinu í Víkingaskák 2017 má sjá hér:
Ùrslit á Íslandsmótinu í Víkingaskák 2016 má sjá hér:
Ùrslit á Íslandsmótinu í Víkingaskák 2015 má sjá hér:
Ùrslit á Íslandsmótinu í Víkingaskák 2014 má sjá hér:
Ùrslit á Íslandsmótinu í Víkingaskák 2013 má sjá hér:
Úrslit á Íslandsmótinu í Víkingaskák 2012 má sjá hér:
Úrslit á Íslandsmótinu í Víkingaskák 2011 má sjá hér:
Úrslit 2010 hér:
Úrslit 2009 hér:





No comments:

Post a Comment