Sagt var frá því á vef Taflfélags Vestmannaeyja að Tómas Björnsson hafi gengið til liðs við T.V. Reyndar er ekki útséð um þau félagsskipti og við óskum honum velfarnaðar í nýjum skákklúbb ef hann ákveður að ganga til liðs við þá. Víkingaklúbburinn er hins vegar ekki eiginlegur skákklúbbur og því mun Tómas áfram gegna stjórnarstörfum fyrir Víkingaklúbbinn, enda er hann meðstjórnadi í stjórn Víkingaklúbbsins. Víkingaklúbburinn er opinn fyrir alla þá sem vilja tefla Víkingaskák og skiptir þá engu máli í hvaða félagi menn stunda knattspyrnu, handknattleik eða skák. Skákdeild félagsins er hins vegar félagi í Skáksambandi Íslands, en það þýðir samt ekki að félagar í Víkingaskákklúbbnum megi ekki tefla fyrir annað skákfélag.
Tómas genginn til liðs við TV.
Thursday, July 9, 2009
Miðsumarmót Víkingaklúbbsins
Víkingaklúbburinn hélt æfingu 8. júlí og var hún haldin að heimili formannsins. Mótið heppnaðist mjög vel og var meðal annars fundað um framtíð klúbbsins, en í undirbúiningi í haust er stærsta mót ársins, Íslandsmeistaramótið í Víkingaskák sem jafnframt verður minngarmót um Magnús Ólafsson höfund Víkingaskákarinnar sem lést seint á árinu 2007.
Sveinn Ingi Sveinsson kom sá og sigraði í mjög skemmtilegri keppni. Tefld var tvöföld umferð allir við alla og umhugsunartími var 7 mínútur á skák.
1. Sveinn Ingi Sveinsson XX 11 11 11 6 vinningar 1. sæti
2. Gunnar Fr. R'unarsson 00 XX 11 11 4 vinningar 2. sæti
3. Halldór Ólafsson 00 00 XX 11 2 vinningar 3. sæti
4. Ólafur Guðmundsson 00 00 00 XX 0 vinningar 4. sæti
Sveinn Ingi Sveinsson kom sá og sigraði í mjög skemmtilegri keppni. Tefld var tvöföld umferð allir við alla og umhugsunartími var 7 mínútur á skák.
1. Sveinn Ingi Sveinsson XX 11 11 11 6 vinningar 1. sæti
2. Gunnar Fr. R'unarsson 00 XX 11 11 4 vinningar 2. sæti
3. Halldór Ólafsson 00 00 XX 11 2 vinningar 3. sæti
4. Ólafur Guðmundsson 00 00 00 XX 0 vinningar 4. sæti
Subscribe to:
Posts (Atom)