Í framtíðinni verður hægt að skoða skákir Víkingaklúbbsmanna hér á vefnum. Fyrsta skákin er úr viðureign KR-C gegn Víkingaklúbbnum-A úr fyrri hluta íslandsmóts skákfélaga í 4. deild, þar sem KR-ingar unnu mjög stórt 5-1 í fyrstu umferð keppninnar. Víkingarklúbbsmenn fengu þarna harðan skell og töpuðu nokkrum skákum mjög illa. Meðal annars gat formaðurinn unnið drottningu andstæðingsins og þar með skákina, en var sleginn mikilli skákblindu. Í stað 51..Kh7, hefði hann átta að taka drotninguna 51.. Dxf6 og þar með unnið skákina. Í raun átti hann bara tvo leiki í stöðunni. Annar leikurinn hefði unnið skákina strax, en hinn leiddi beint til taps!
Það skal taka fram að Víkingaklubburinn-A tók sig saman í andlitinu og vann þrjár næstu viðureignir og eru efstir eftir fyrri hluta kepninnar.
Dagana 5. og 6. mars nk. fer fram seinni hluti Íslandsmóts skákfélaga 2009-2010.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment