Víkingaklúbbsæfingin 10 febrúar var mjög skemmtileg. Einungis þrír meistarar mættu til leiks, enda æfingin ekki mikið auglýst að þessu sinni. Gunnar Fr. Rúnarsson náði að sigra eftir mikla baráttu við Sigurð Ingason. Þeir mættust reyndar í 1. umferð. Sigurður var með vænlegt tafl og Gunnar notaði mikinn tíma. Gunnar var svo kominn í það mikið tímahrak að nær útilokað var fyrir hann að bjarga skákinni. Átti einungis nokkra sekúntur eftir á klukkunni. I lokinn kom svo eitthvað bjölluhljóð. Siguður tilkynnti að Gunnar væri fallinn, en stoppaði ekki klukkuna sín megin. Gunnar var reyndar ekki fallinn heldur var bjölluhljóðið einungis viðvörun um að Gunnar ætti c.a 2. sekúntur eftir á tímanum. En Siguður féll því á tíma frekar óverðskuldað. Teflt var með 10 mínútna umhugsunartíma.
Úrslit
1. Gunnar Fr. Rúnarsson 3. vinn
2. Sigurður Ingason 2. v
3. Halldór Ólafsson 1. v
4. Orri Víkingsson 0 v
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment