Thursday, March 29, 2012

Tómas sigrar á Fjörukránni

Tómas Björnsson sigraði með nokkrum yfirburðum á stórskemmtilegri Víkingaskákæfingu sem haldin var á Fjörukránni í Hafnarfirði fimmtudaginn 22. mars. Teflt var á nýjum stað, sjálfri Víkingakránni í Hafnarfirði. Aðstæður til taflmennsku er þarna mjög góðar, og í miklu víkingaumhverfi. Það er nær öruggt að þarna verði stærri mót haldin í framtíðinni. Mótið var þó sérstakt fyrir snarpa taflmennsku Halldórs Ólafsson Faaborgmeistara, sem fékk vinningstöðu gegn Tómasi og Gunnari eftir aðeins örfá leiki. Tefldar voru 10 mínútna skákir allir við alla.

Úrslit:

1. Tómas Björnsson 6.0 vinn af 6.
2. Halldór Ólafsson 3.0 v.
3. Gunnar Fr. Rúnarsson 3.0 v.
4. Orri Víkingsson 0.0 v.


Skák I
H: Halldór Òlafsson S: Tómas Björnsson

1. Rf3 Rd8? 2. Rd5 f8 3. Rc7!! og Halldór vinnur drottningu. Tómas vann reyndar skákina á endanum með ótrúlegri heppni, en staðan er töpuð.

Skák II
H: Gunnar Fr. Rúnarsson S: Halldór Ólafsson

1. d4 Rd8 2. e4 Rf6 3. f3 Rh4 4. i3?? Rxi1 Mát!







No comments:

Post a Comment