Tuesday, May 15, 2012

Forgjafaklúbburinn sigrar á Íslandsmóti Víkingaskákfélaga

Skákvertíð Víkingaskákmanna lauk með látum 15. mai í Vin við Hverfistgöu, þegar þriðja Íslandsmeistaramót Víkingaskákfélaga fór fram.  Sex mjög jöfn lið áttu kappi í hörkukeppni, en Íslandsmeistarar síðasta árs Víkingaklúbburinn (Tómas Björnsson, Sigurður Ingason og Þröstur Þórsson) freistuðu þess að verja titilinn frá 2011.  Leikar fóru þannig að Forgjafaklúbburinn sigraði mótið, en þeir unnu allar sínar viðureignir.  Gunnar Fr. á 1. borði og Stefán Thór á 2. borði voru miklu stuði og fengu 4.v af 5. mögulegum.  Báðir fengu their borðaverðlaun á sínum borðum.  Þetta er jafnframt fyrsti Íslandsmeistaratitlill Stefáns í Víkingaskák sem átti sitt besta Víkingaskákmót og fyrsti skipti sem Forgjafaklúbburinn vinnur liðakeppnina, en Víkingaklúbburinn vann tvö fyrstu árin.  Í öðru sæti varð Rimaskóli mjög óvænt.  Þeir Dagur Ragnarsson, Jón Trausti og Óliver Aron Jóhannesson slógu í gegn á mótinu og jafnframt fékk Óliver Aron borðaverðlaun fyrir besta árangur á 3. borði, 4.5 v. af 5. mögulegum, sem einnig var besti árangur einstaklings á mótinu.  Rimaskóli fékk jafnframt bikar fyrir efsta sæti í keppni unglingaliða, en þeir urðu ofar en SFÍ, með Guðmund Lee í farabroddi, en hann varð Íslandsmeistari í Víkingaskák árið 2010.  Víkingaklúbburinn varð jafn Rimaskóla að vinningum, en lægri á match-point stigum.  Víkingaklúbburinn var þó í baráttunni um titilinn allan tíman, eins og Haukar, en þeir voru með tvo af þrem stigahæstu víkingaskákmönnum landsins á tveim efstu borðunum,  en náðu sér ekki á strik að þessu sinni.

 Lokastaðan:

1. Forgjafarfarklúbburinn 11½ af 15
2. Rimaskóli 9 v.
3. Víkingaklúbburinn 9 v.
4. Haukar 8. v
5. SFÍ 4 v.
6. Vin 3.5 v.

Íslandsmeistari:  Forgjafarklúbburinn

Íslandsmeistari unglingaliða:  Rimaskóli

Besti árangur á hverju borði:

1. borð:  Gunnar Fr. Rúnarsson 4. v af 5
2. borð:  Stefán Thór Sigurjónsson 4 v.
3. borð:  Óliver Aron Jóhannesson 4.5 v

Sveitirnar skipuðu eftirfarandi skákmenn:

Víkingaklúbburinn: Tómas Björnsson, Sigurður Ingason & Þröstur Þórsson.
Haukar: Ingi Tandri, Sveinn Ingi Sveinsson & Inga Birgisdóttir
Forgjafarklúbburinn: Gunnar Fr. Rúnarsson, Stefán Þ. Sigurjónsson & Halldór Ólafsson.
Vin: Jorge Fonsega, Arnar Valgeirsson, Róbert Lagerman & Magnús Magnússon (varamaður).
Skákfélag Ísland: Guðmundur Lee, Páll Andrason & Birkir Karl Sigurðsson
Rimaskóli:  Dagur Ragnarsson, Jón Trausti & Óliver Aron Jóhannesson

1.umf
    Rimaskóli-Víkingaklúbburinn 1½-1½
    Vin-Forgjafarklúbburinn  ½-2½
    SFÍ-Haukar  ½-2½

    2.umf

    SFÍ-Rimaskóli 1-2
    Haukar-Vin 1-2
    Forgjafaklúbburinn-Víkingaklúbburinn  2-1

    3.umf

    Rimaskóli-Forgjafaklúbburinn 1-2
    Víkingaklúbburinn-Haukar 1-2
    Vin-SFÍ 1-2

    4.umf

    Vin-Rimaskóli  0-3
    SFÍ-Víkingaklúbburinn  ½-2½
    Haukar-Forgjafaklúbburinn 1-2

    5.umf
    Rimaskóli-Haukar 1-2
    Forgjafaklúbburinn-SFÍ 3-0
    Víkingaklúbburinn-Vin  3-0

     






















    Thursday, May 10, 2012

    Íslandsmót Víkingaskákfélaga

    Þriðja Íslandsmót Víkingaskákfélaga verður haldið í húsnæði Vinjar við Hverfisgötu þriðjudaginn 15. mai og hefst taflmennska kl. 19.00.  Þegar hafa nokkur lið skráð sig til leiks.  Liðin verða skipuð þriggja manna sveitum auk varamanna og eru tímamörk 15. mínútur á skákina. Reiknað er með 8-9 lið verði með.  Búist er við hörku barátu jafnra liða um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn í Víkingaskák, en teflt verður um stóran farandbikar og eignarbikar.  Einnig er sérstök verðlaun fyrir besta skólaliðið, en Rimaskóli og Laugarlækjaskóli ætla að senda lið á mótið auk þess sem veitt verða sérstök verðlaun fyrir árangur á hverju borði. Þeir sem ekki eru skráðir í lið geta komið og fengið að tefla með þeim liðum sem skráð eru til leiks.  Boðið er upp á veitingar á staðnum.

     Þau lið sem hafa skráð sig til leiks eru:

    1. Víkingaklúbburinn (liðstjóri: Sigurður Ingason)
    2. Forgjafarklúbburinn (liðstjóri: Halldór Ólafsson)
    3. Haukar (liðstjóri: Ingi Tandri Traustason)
    5. Skákfélag Vinjar (liðstjóri: Arnar Valgeirsson)
    6. Guttormur Tutti (liðstjóri: Þorgeir Einarsson)
    7. Skákfélag Íslands
    8. Fjölnir/Rimaskóli
    9. Þróttur/Laugarlækjaskóli

    Skákstjóri verður Haraldur Baldursson.

    Friday, May 4, 2012

    Gunnar Fr. sigrar á Víkingaskákæfingu

    Gunnar Fr. Rúnarsson sigraði á Víkingaskákæfingu sem haldin var fimmtudaginn 3. mai.  Gunnar vann tvær skákir og gerði tvö jafntefli.  Tómas Björnsson varð annar með 2. 5 v, en Sigurður Ingason varð thriðji. Tefldar voru skákir með 12 mínútna umhugsunartíma, tvöföld umferð allir við alla.

    Úrslit:

    1. Gunnar Fr. Rúnarsson  3 vinn af 4.
    2. Tómas Björnsson 2.5 v.
    3. Sigurður Ingason 0.5 v.



    Wednesday, May 2, 2012

    Víkingaskákæfing

    Víkingaskákæfing verður fimmtudaginn 3. mai. Teflt verður að þessu sinni heima hjá Gunnari Fr. formanni, Álftamýri 56 (3.h.h) og hefst æfingin kl. 20.00. Áhugasamir eru vinsamlega beðnir um að skrá sig með sms í gsm: 8629744.


    Þessi síðasta æfing fyrir sumarfrí verður reiknuð til Víkingaskákstiga!


    Stefnt er að því að halda Íslandsmót Víkingaskákfélaga Þriðjudaginn 15. mai kl 19.00 í Vin Hverfisgötu.  Áhugasamir eru beðnir að hafa samban við Gunnar Fr.  Liðakeppnin er skemmtilegasta og fjölmennasta Víkingaskákmót hvers árs.


    Úrslit á Íslandsmótinu 2011 hér:
    Úrslit á Íslandsmótinu 2010 hér: