Friday, November 30, 2012

Íslandsmótið í Víkingaskák 2012

Hörkuspennandi Íslandsmóti í Vîkingaskák lauk fimmtudagskvöldið 29. nóvember í húsnæði Knattspyrnufélagsins Víkings í Víkinni, en Víkingaklúbburinn hefur fengið frábæra aðstöðu fyrir æfingar í vetur í Víkinni.  Eftir nokkuð grimma baráttu á víkingataflborðinu varð Tómas Björnsson efstur, en Tómas náði að vinna allar sex skákir sínar, en tefldar voru 15. mínútna skákir.  Tómas hefur verið að ná sínum fyrri styrk og hefur hann tekið stefnuna á að velta Gunnari Fr. úr efsta sæti á heimslistanum, en heimslistinn er sérstök eló víkingaskákstig.  Annar varð Þröstur Þórsson með 5.5 vinninga, en Þröstur hefur verið í mikilli framför síðasta ár og hefur eins og Tómas tekið stefnuna upp heimslistann.  Þriðji varð svo Páll Andrason, en hann að koma sterkur inn aftur eftir nokkurt hlé.   Þröstur Þórsson varð Íslandsmeistari í flokki 45. ára og eldri.  Ingi Tandri varð Íslandsmeistari í flokki 35-45 ára, en Páll Andrason vann unglingaflokkinn. 

ÚRSLIT:

Unglingaflokkur 20 ára og yngri:
1. Páll Andrason 4.5
2. Örn Leó Jóhansson 1.0 

Öðlingaflokkur I, 35 ára og eldri:
1. Ingi Tandri Óskarsson 4.0
2. Ólafur B. Þórsson 3.0 
3. Ólafur Freyr Orrason 0.0

Öðlingaflokkur II, 45 ára og eldri:

1. Þröstur Þórsson 5.5
2. Sigurður Ingason 3.0

Opinn flokkur:

* 1 Tómas Björnsson 7.o
* 2 Þröstur Þórsson   5.5
* 3 Páll Andrason 4.5
* 4 Ingi Tandri Traustason 4.0
* 5 Sigurður Ingason 3.0
* 6 Ólafur B. Þórsson 3.0
* 7. Örn Leó Jóhannsson 1.0
* 8. Ólafur Freyr Orrason 0.0














No comments:

Post a Comment