Thursday, March 29, 2012

Tómas sigrar á Fjörukránni

Tómas Björnsson sigraði með nokkrum yfirburðum á stórskemmtilegri Víkingaskákæfingu sem haldin var á Fjörukránni í Hafnarfirði fimmtudaginn 22. mars. Teflt var á nýjum stað, sjálfri Víkingakránni í Hafnarfirði. Aðstæður til taflmennsku er þarna mjög góðar, og í miklu víkingaumhverfi. Það er nær öruggt að þarna verði stærri mót haldin í framtíðinni. Mótið var þó sérstakt fyrir snarpa taflmennsku Halldórs Ólafsson Faaborgmeistara, sem fékk vinningstöðu gegn Tómasi og Gunnari eftir aðeins örfá leiki. Tefldar voru 10 mínútna skákir allir við alla.

Úrslit:

1. Tómas Björnsson 6.0 vinn af 6.
2. Halldór Ólafsson 3.0 v.
3. Gunnar Fr. Rúnarsson 3.0 v.
4. Orri Víkingsson 0.0 v.


Skák I
H: Halldór Òlafsson S: Tómas Björnsson

1. Rf3 Rd8? 2. Rd5 f8 3. Rc7!! og Halldór vinnur drottningu. Tómas vann reyndar skákina á endanum með ótrúlegri heppni, en staðan er töpuð.

Skák II
H: Gunnar Fr. Rúnarsson S: Halldór Ólafsson

1. d4 Rd8 2. e4 Rf6 3. f3 Rh4 4. i3?? Rxi1 Mát!







Wednesday, March 21, 2012

Víkingaskákæfing!

Víkingaskákæfing á Fjörukránni!þessu sinnu verður æfingin á Fjörukránni í Hafnarfirði, fimmtudaginn 22.mars og hefst æfingin kl 20.00. Áhugasamir eru vinsamlega beðnir umskrá sig með sms í gsm: 8629744 tiltryggja þátttöku. Tefldar verð skákir með 10 mínútna umhugsunartíma

Thursday, March 15, 2012

Íslandsmót skákfélaga

Víkingaklúbburinn náði því markmiði að komast upp í 1. deild á Íslandsmóti skákfélaga sem lauk á Selfossi í byrjun mars. Takmarkið var vissulega að vinna 2-deildina, en þegar þrjár umferðir voru eftir þá voru Víkingar með eins vinnings forskot. Fyrir síðustu umferð var forskotið hins vegar komið í 3. vinninga. Slæm úrslit í síðustu umferð urðu til þess að harðsnúin sveit Goðans sigraði deildina, en þeir unnu KR 6-0 á meðan Víkinga biðu lægri hlut fyrir sterku B-lið Hellis 1-5. Þótt úrslitin hafi verið mikil vonbrigði þá er Víkingaklúbburinn nú kominn í efstu deild á methraða og hefur nú sett sér ný og metnaðarfull markmið í efstu deild.

B-lið Víkinga var í mikilli baráttu í 3. deild. Ljóst var að þrjár síðustu viðureignirnar þurftu að vinnast til að eiga séns á að komast milli Garðbæinga og Vestmannaeyja-B í baráttunni um efstu sætin. Það tókst ekki, því B liðið beið lægri hlut fyrir öflugu liði Sson í 6. umferð keppninnar og þar með tapaðist dýrmæt match point stig. Það kom því miður í ljós að lið Sson hafði óviljandi raðað upp ólöglegu liði á móti okkur, en þar sem úrslitin í viðureign Garðarbæjar og Vestmannaeyja var okkur óhagstæð, þá áttu við ekki séns á að komast upp að þessu sinni, jafnvel þótt sigur hefðist unnið á SSon í kærumáli. B-lið Víkinga mun þó berjast ótrauðir um sigur í næstu keppni með enn öflugra lið. B-lið Víkinga hafnaði í 6. sæti í deildinni.

C-lið Víkinga byrjaði keppnina mjög vel, en tapaði mikilvægum match-point stigum í fyrri umferðum keppninnar. Í seinni hluta keppninnar á Selfossi lenti liðið svo í miklum forföllum, því þrír skákmenn, tveir úr a-liði og einn úr c-liði urðu að boða forföll á síðustu stundu. Því þurfti c-liðið að tefla tvær síðustu umferðirnar undirmannaðar. Í næst síðustu umferð vantaði á eitt borð, en tvo borð í síðustu umferð. Strákarnir stóðu sig þó frábærlega og voru að gefa sig alla í verkið og komu reynslunni ríkari út úr skemmitlegu móti. C-lið Víkingaklúbbsins hafnaði í tólfta sæti í þessari sterku deild og ætlar að gera betur í næstu keppni.

Þrátt fyrir mikil vonbrigði í lok mótsins fyrir Víkinga, þá er framtíðin vissulega björt. Árangur undanfarinna þriggja ára er framar björtustu vonum. Næsta haust bíður okkar risavaxið verkefni að tefla í efstu deild meðal hinna bestu.

Lokastaðan hér:
Úrslitin í 1. deild hér: