Tuesday, June 18, 2013

Hannes Hlífar Íslandsmeistari í skák 2013

Hannes Hlífar Stefánsson (Víkingaklúbbnum) varð nýlega Íslandsmeistari í skák eftir sigur á Birni Þorfinnssyni (Víkingaklúbbnum) í einvígi, 1,5-0,5. Þetta er tólfti Íslandsmeistaratitill Hannesar sem hefur unnið titilinn langoftast allra.  Björn náði með frammistöðu sinni sínum fyrsta áfanga að stórmeistatitli.  Víkingaklúbburinn óskar þessum miklu meisturum hjartanlega til hamingju með frammistöðuna.
Það urðu miklar sviptingar í lokaumferð Íslandsmótsins. Hannes Hlífar Stefánsson, sem hafði vinningsforskot fyrir hana, tapaði fyrir Héðni Steingrímssyni eftir að hafa leikið af sér manni. Á nánast sama augnabliki vann Björn Þorfinnsson Braga bróður sinn.  Hannes og Björn urðu efstir og jafnir á mótinu með 8 vinninga .

Frétt hér:
Skákþáttur Morgunblaðisins hér:   
Pistill Sigurbjörns Björnssonar um mótið hér:

No comments:

Post a Comment