Wednesday, October 2, 2013

Barnamót Víkingaklúbbsins 2013

Barnamót Víkingaklúbbsins var nú haldið í annað sinn. Þátttaka var góð, en mættir voru 11. krakkar, en 8 tóku þátt í sjálfu mótinu sem var hörkuspennandi. Hinn ungi og efnilegi Jón Hreiðar átti titil að verja frá því í fyrra, en í ár var mótið vel skipað. Sigurvegari mótins var hinn bráðefnilegi TR-ingur Guðmundur Agnar Bragason, en hann var um daginn Norðurlandameistari með skóla sínum Álfhólsskóla. Annar varð Jón Hreiðar Rúnarsson og varð hann jafnframt efstur félagsmanna. Í þriðja til fimmta sæti urðu svo Arnar Jónsson, Tinni Teitsson og Dagmar Hjörleifsdóttir, en Dagmar varð Stúlknameistari Víkingaklúbbsins 2013.

 Úrslit:

1. Guðmundur Agnar Bragason 7. vinninga.
2. Jón Hreiðar Rûnarsson 6.v.
3-5. Tinni Teitsson 4.v.
3-5. Arnar Jónsson 4. v.
3-5. Dagmar Hjörleifsdóttir 4.v.
6. Alexander Már Bjarnthórsson 1.5 v.
7. Gabríel Sær Bjarnthórsson 1.v
8. Karitas Jónsdóttir 0.5 v.

Sigurvegari Barnamót Víkingaklúbbsins: Guðmundur Agnar Bragason
Barnameistari Víkingaklúbbsins: Jón Hreiðar Rúnarsson
Stúlknameistari Víkingaklúbbsins: Dagmar Hjörleifsdóttir

 

No comments:

Post a Comment