Thursday, February 20, 2014

Úrslit á atmóti Víkings 2014

Atmót Víkings var haldið miðvikudagskvöldið 19. febrúar í Víkinni. Mættir voru nokkrir mjög öflugir Víkingar og gestir þeirra, m.a Þrír nýliðar í félaginu.  Þeir stóðu sig allir með sóma, m.a Dagbjartur Eðvarðsson, en hann náði að vinna nokkra sterka og var með betri stöðu á móti efsta manni mótsins Stefáni Þór Sigurjónssyni í síðustu umferð, en lék þá ölöglegum leik (lék af sér kóngnum).  Efstir á mótinu urðu þeir Stefán Þór Sigurjónsson og Tómas Björnsson með 9.5 vinninga af 11 mögulegum.  Þeir tefldu svokallaða "Harmageddon" skák um efsta sætið, þar sem Tómas stýrði svörtu mönnunum (og nægði jafntefli) og 4. mínutur, en Stefán fékk 5. mínútur og var með hvítt.  Leikar fóru svo að Tómas lék sig í mát með betri stöðu í miklu tímahraki og Stefán hneppti efsta sætið.  Þriðji á mótinu varð Gunnar Fr. Rúnarsson með 9. vinninga af 11, en hann tapaði fyrstu tveim skákunum, en vann svo rest.  Tefldar voru 11. umferðir allir við alla, þar af voru 4. umferðir atskákir, en hinar voru með 5. mínútna umhugsunartíma. 

Úrslit:

* 1 Stefán Þór Sigurjónsson 9.5 v.
* 2 Tómar Björnsson  9.5
* 3 Gunnar Fr. Rúnarsson 9 
* 4 'Ólafur B. Þórsson 8.0
* 5 Óskar Long 7.0
* 6 Halldór Pálsson 6.5
* 7 Dagbjartur Eðvarðsson 5.5 
* 8 Arnar Ingólfsson 5.0
* 9 Gunnar Ingibergsson 3.5
* 10 Héðinn Briem 2.5
* 11 Kristófer Montgomery 1.0
* 12 Orri Víkingsson 0.0







No comments:

Post a Comment