Wednesday, February 25, 2015

Mikael Kravchuk og Óskar Víkingur unnu sér sæti á Barna Blitz

Fyrsta úrtökumótið af fjórum fyrir Reykjavík Barna Blitz fór fram í Víkingsheimilinu miðvikudaginn 25. febrúar.  Alls tóku 23. keppendur þátt, þar af 15 í A flokki.  Í B flokki stigalausra voru keppendur hins vegar 8, en svo skemmtilega vildi til að þar voru keppendur eingöngu stúlkur.

Mikael Kravchuk sigraði mótið með 5.5 vinninga af sex mögulegum.  Annar varð Óskar Víkingur Davíðsson með 5. vinninga.  Í þriðja til fimmta sæti urðu þeir Róbert Luu, Jón Hreiðar Rúnarsson og Gabríel Sær Bjarnþórsson með 4. vinninga.  Róbertu Luu varð efstur á stigum og tók því bronsið.  Mikael Kravchuk og Óskar Víkingur hrepptu því sætin tvö, en keppnin í A flokki var geysihörð.  Mikael byrjaði mótið rólega með jafntefli við Gabríel Sæ í 1. umferð, en setti svo í fluggírinn.  Óskar Víkingur tapaði fyrir Mikael í 4. umferð, en náði 2. sæti með sigrum yfir Róbert Luu og Jón Hreiðari í tveim síðustu umferðunum.

Í B flokki, sem var eingöngu skipaður stúlkum urðu Íris Daðadóttir og Ásta Fanney Pétursdóttir efstar með 5. vinninga af 6. mögulegum.  Íris reyndist með fleirri stig og hlaut því efsta sætið.  Áshildur Helga Jónsdóttir varð þriðja með 4. vinninga.  Athylgli vakti að þrjár stúlknana eru fæddar árið 2008 og því mikil efni þar á ferð.

Skákstjórar á mótinu voru Gunnar Fr. Rúnarsson, Stefán Þór Sigurjónsson, Lenka Ptacnikova og Erla Hjálmarsdóttir. Telfdar voru sex umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma í báðum flokkum.

Úrslit í A flokki:

1  Mikael Kravchuk 5.5 af 6   
2  Óskar Víkingur Davíðsson 5    
3-5 Róbert Luu 4              
3-5 Jón Hreiðar Rúnarsson 4
3-5 Gabríel Sær Bjarnþórsson 4
6 Stefán Orri Davíðsson 3            
7 Baltasar Máni Gunnarsson 3
8 Óttar Örn Bergman 3
9 Alexander Már Bjarnþórsson 3
10 Sævar Halldórsson 3
11 Ísak Orri 2.5
12 Adam Òmarsson 2
13 Steinar Jónatansson 2
14 Sigurður Rúnar Gunnarsson 1
15 Fúsi 1

Úrslit í B flokki:

1-2  Íris Daðadóttir 5 af 6   
1-2  Ásta Fanney Pétursdóttir 5   
3 Áshildur Helga Jónsdóttir 4        
4 Sigrún Jónsdóttir 3
5 Bergþóra Helga Gunnarsdóttir 2.5
6 Sabrina Ísrún Magnúsdóttir 2         
7 Margrét Ellertsdóttir 1.5
8 Þórunn Hilmisdóttir 1





Sunday, February 22, 2015

Þorramót Víkingaklúbbsins

Þorraskákmót Víkinga var haldið laugardaginn 21. febrúar á Þorraþræl, síðasta degi Þorra.  Telfd var tvöföld umferð 5. mínútna hraðskákir á Ríó Bar við Hverfisgötu 46.  Mótið var mjög sterkt, en sigurvegarinn var hinn vinalegi Elvar Guðmundsson sem hreinlega gekk berseksgang.

Úrslit:

1  Elvar Guðmundsson  13 af 16   
2  Ólafur B. Þórsson 12      
3  Stefán Bergsson 11.5            
4  Þorvarður Fannar Ólafsson 9.5
5  Stefán Þór Sigurjónsson 9.0
6  Gunnar Fr. Rúnarsson 8.0            
7  Halldór Pálsson 4.5
8  Sturla Þórðarsson 3.0
9  Óskar Long Einarsson 2.0


  

Wednesday, February 18, 2015

Undanrásir fyrir Reykjavík Barna Blitz 2015

Undankeppni fyrir Reykjavík Barna Blitz verður miðvikudaginn 25. febrúar kl. 17.15 í Víkingsheimilinu
Mótið er opið skákmönnum fæddum 2002 og síðar.
Tefldar verða sex umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma. Tveir efstu komast í úrslitin sem verða tefld verða samhliða Reykjarvíkurskákmótinu í Hörpu, sem fram fer 10-18 mars.  Til mikils er að vinna því einungis átta keppendur fá þátttökurétt á sjáfri úrslitakeppninni, þar af eru tveir frá móti Víkingaklúbbsins.  Hin félögin í Reykjavík sem halda undanrásir eru Skákdeild Fjölnis, Taflfélagið Huginn og Taflfélag Reykjavíkur.
Skráning á mótið sendist á netfangið vikingaklubburinn(hjá)gmail.com fyrir þriðjudaginn 24. febrúar á miðnætti.

EKKI VERÐUR HÆGT AÐ SKRÁ SIG Á STAÐNUM.

Úrslit á mótinu 2011 hér:
Úrslit á mótinu 2012 hér:
Úrslit á mótinu 2013 hér:
Úrslit á mótinu 2014 hér: