Wednesday, April 20, 2016

Meistaramót Skákfélags Ingunnarskóla 2016

Meistaramót Skákfélags Ingunnarskóla. 16 hófu þátttöku. 1. Guðmundur Peng 5.5/6, Vignir Valur 5/6, Magnús 4.5/6, Jökull, Gunnar Páll, Nóel og Minthri allir með 3 vinninga af 6 mögulegum.












Deildarkeppnin 2015-16, seinni hluti

Víkingaklúbburinn sendi þrjár sveitir á Íslandsmót skákfélaga sem lauk í Rimaskóla um helgina. Fyrri hlutinn fór fram síðasta haust, en síðari hlutinn kláraðist um helgina. Árangurinn var svona upp og niður, en allir voru að gera sitt besta þrátt fyrir veikindi og kuldahroll. A-liðið endaði í 6. sæti í 1. deild, sem er á pari. B-liðið átti í basli í 3. deild, en fékk 17.5 vinninga, en aðeins 4 MP stig og 13 sæti og líðið féll niður í 4. deild. Það er enginn heimsendir, en stefnt á upprisu næsta haust. C-liðið sem skipað var ungum og efnilegum skákmönnum í bland við reynslubolta endaði í 9. sæti í 4. deild. B og C liðin munu því tefla saman í 4. deild á næsta ári sem verður bara skemmtileg barátta. Nokkrir nýjir meðlimir telfdu í fyrsta skipti fyrir Víking, m.a Halldór Kristjánsson, Guðmundur Peng og Einar Dagur Brynjarsson sem er einungis 6. ára. (Myndir Brynjar Einarsson)

Chess results 1. deild hér:
Chess results 3. deild hér:
Chess results 4. deild hér: 
Skákir 1 og 2 deild hér:

















Úrslit á Hraðskákmóti Víkings 2016

Hraðskákmót Víkings fór fram í Víkingsheimilinu fimmtudaginn 14. april. Níu keppendur mættu til leiks og fljótlega snérist baráttan um efsta sætið milli Stefáns Þórs Sigurjónssonar og Lenka Ptacnikovu. Stefán vann í innbyrðisviðureign þeirra og lét svo forustuna ekki að hendi. Lenka og Gunnar Fr. enduðu í 2-3 sæti í mótinu, en Gunnar fékk silfrið eftir stigaútreikning. Tefldar voru 9. umferðir með 5. mínútna umhugsunartíma. Skákstjóri var Kristján Örn Elíasson.

Úrslit á Chess-results hér:

Final Ranking crosstable after 9 Rounds

Rk.NameRtgFED123456789Pts. TB1  TB2  TB3 
1Sigurjonsson Stefan Th.2080ISL*111101117,00,07,025,50
2Runarsson Gunnar2059ISL0*10111116,01,06,018,00
3WGMPtacnikova Lenka2136ISL00*1111116,00,06,017,00
4Eliasson Kristjan Orn1824ISL010*1½1½15,00,04,015,50
5Ingason Sigurdur1821ISL0000*11114,00,04,08,00
6Vigfusson Vigfus1889ISL100½0*0113,50,03,012,00
7Einarsson Oskar Long1651ISL000001*012,00,02,04,50
8Geirsson Kristjan1492ISL000½001*01,50,01,04,50
9Briem Hedinn1495ISL00000001*1,00,01,01,50












Sunday, April 10, 2016

Hraðskákmót Víkings 2016

Hraðskákmót Víkings verður haldið 14. april (fimmtudagur) kl 19.30 í Víkinni.  Tefldar verða 9. umferðir með 5. mínútna umhugsunartíma.  Allir skákmenn velkomnir og þátttaka er ókeypis.  Boðið verður upp á léttar veitingar. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin og mótið verður reiknað til hraðskákstiga.  Skákstjóri er hin geysivinsæli Landsbankamaður Kristján Örn Elíasson.