Tuesday, October 24, 2017

Íslandsmót ungmenna 2017

Íslandsmót ungmenna var haldið í Rimaskóla í byrjun október. Einar Dagur Brynjarsson náði öðru saeti í sínum flokkim og óskum við honum til hamingju með árangurinn.

Úrslit hér: 


Stuðningur

Það er gott að eiga sterkan bakhjarl og menn hafa spurt undirritaðan hvaðan krafturinn kemur. The Icelandic Phallological Musseum er okkar langöflugasti styrktaraðili og fyrir það er skákfélagið gífurlega þakklátt Það eru stórverkefni framundan, þs Evrópukeppni og Íslandsmót og þetta væri ekki hægt án stuðnings. Takk kærlega fyrir okkur.









Golfskákmót Víkingaklúbbsins 2017

Hið árlega golfskákmót Víkingaklúbbsins fór fram í blíðskaparveðri í byrjun október. Fimm keppendur tóku þátt í golfinu og tíu í skákmótinu. Stefán Bjarnasson og Páll Sigurðsson urðu efstir í golfinu, en Stefán hafði betur s.k golfreglum. þs var með betra skor á þrem síðustu holunum. Stefán Bjarnason er því Golfmeistari Víkingaklúbbsins þriðja árið í röð. Pálmi Ragnar Pétursson varð þriðji. Benjamín Jóhann Johnsen spilaði á flestum punktum. Pálmi Ragnar Pétursson nýkjörinn formaður Hugins sigraði skákmótið glæsilega með 8.5 vinninga af 9 mögulegum og varð því jafnframt golfskákmeistari Víkingaklúbbsins 2017, Ólafur Brynjar Þórsson varð annar, en Gunnar Fr þriðji. Gunnar Fr. Rúnarsson varð punktameistari í golfskákinni. Hörður Jónsson var skákstjóri á mótinu og er honum þakkað sérstaklega fyrir aðstoðina.

Úrslit: 

Höggleikur:

1. Stefán Bjarnason 47 högg
2. Páll Sigurðsson 47
3. Pálmi Péturssson 48
4. Benjamín Jóhann Johnsen 52
5. Gunnar Fr Rúnarsson 55

Punktakeppni:

1. Benjamín Jóhann Johnsen
2. Gunnar Fr. Rúnarsson
3. Pálmi Pétursson
4. Stefán Bjarnason
5. Páll Sigurðsson

Skákmót:

Golfmeistari Víkingaklúbbsins 2017:  Stefán Bjarnason
Golmeistari Víkingaklúbbsins 2017 punktar:  Benjanín Jóhann Johnsen
Golfskákmeistari Víkingaklúbbsins 2017: Pálmi Pétursson
Golfskákmeistari Víkingaklúbbsins 2017 punktakeppni:  Gunnar Fr.

Úrslit í skákmótinu hér: