Lenka Ptáčníková (Decode) varð efst kvenna, en Iðunn Helgadóttir (Skóarinn) varð efst stúlkna. Efstur Víkinga 12. ára og yngri varð Andri Sigurbjörnsson, en Einar Dagur Brynjarsson varð annar, en hann varð örlítið lægri á stigum. Efstur drengja 12. ára og yngri varð Adam Omarsson með 3.5 vinninga. Annar varð Gunnar Erik Guðmundsson með 3. vinninga og þriðji varð Sæþór Ingi Sæmundsson með þrjá vinninga. Björn Þorfinnsson (Gullkistan) varð efstur Víkinga og er því Hraðskákmeistari Víkingaklúbbsins 2019. Þess má geta að þetta er í annað sinn sem Björn sigrar á Kringlumótinu, en hann sigraði á fyrsta mótinu sem haldið var árið 2015. Keppendur voru 41 og telfdar voru 7. umferðir með 4 2 í umhugsunartíma, en skákstjóri á mótinu var Kristján Örn Elíasson.
Nánari úrslit má finna á chessresults hér:
No comments:
Post a Comment