Thursday, August 29, 2019

Kringluskákmótið 2019, úrslit

Kringluskákmótinu 2019 fór fram fimmtudaginn 22. ágúst síðastliðin. Að mótinu stóðu Víkingaklúbburinn skákfélag í samstarfi við Markaðsdeild Kringlunnar. Sigurvegari á mótinu varð Björn Þorfinnsson sem telfdi fyrir Gullkistuna með 6.5 vinninga af sjö mögulegum. Annar varð Ólafur. B. Þórsson (Atvinnueign.is) með 6. vinninga. Þriðji á stigum varð Dagur Ragnarsson (Bæjarbakarí) með 5. vinninga. Jafnir honum en lægri á stigum urðu, Vignir Vantar Stefánsson (Guðmundur Arason ehf), Lenka Ptacnikova (Decode), Róbert Lagerman (Susuki bílar) og Gauti Páll Jónsson (Dýrabær).

Lenka Ptáčníková (Decode) varð efst kvenna, en Iðunn Helgadóttir (Skóarinn) varð efst stúlkna. Efstur Víkinga 12. ára og yngri varð Andri Sigurbjörnsson, en Einar Dagur Brynjarsson varð annar, en hann varð örlítið lægri á stigum. Efstur drengja 12. ára og yngri varð Adam Omarsson með 3.5 vinninga. Annar varð Gunnar Erik Guðmundsson með 3. vinninga og þriðji varð Sæþór Ingi Sæmundsson með þrjá vinninga. Björn Þorfinnsson (Gullkistan) varð efstur Víkinga og er því Hraðskákmeistari Víkingaklúbbsins 2019. Þess má geta að þetta er í annað sinn sem Björn sigrar á Kringlumótinu, en hann sigraði á fyrsta mótinu sem haldið var árið 2015. Keppendur voru 41 og telfdar voru 7. umferðir með 4 2 í umhugsunartíma, en skákstjóri á mótinu var Kristján Örn Elíasson.

Nánari úrslit má finna á chessresults hér:































No comments:

Post a Comment