Thursday, December 31, 2009

Úrslit á Jólamóti Víkingaklúbbsins





Jólamót Víkingaklúbbsins var haldið í húsnæði Skáksambands Íslands miðvikudaginn 30. desember. Teflt var bæði skák og Víkingaskák eins og á jólamótinu árið 2008. Fyrst var teflt 7. umferða skákmót með 5 mínútna umhugsunartíma, en eftir það var telfdar 2x7 umferðir í Víkingaskák með 5 mínútna umhugsunartíma. Þetta er í fyrsta skiptið sem tefld er Víkingaskák á móti með svo stuttum umhugsunartíma og líkaði mönnum það misvel. Úrslit skákmótsins urðu þau að Ólafur B. Þórsson sigraði með glæsibrag með fullt hús vinninga. Í Víkingaskákinni náði Gunnar Fr. loksins að vinna mót á árinu, en hann endaði með 11,5 vinninga af 14 mögulegum. Veitt voru sérstök aukaverðlaun, en Guðmundur Lee kom manna mest á óvart og fékk verðlaun sem besti nýliðinn í Víkingaskák, auk þess sem hann fékk sérstök unglingaverðlaun. Sigurður Ingason, Sverrir Sigurðsson, Jón Árni Halldórsson og Vigfús Vigfússon voru einnig að tefla á sínu fyrsta móti og stóðu þeir sig allir með ágætum.

Sjá nánar á: skak.is

Úrslit í hraðskákmóti:

  • 1. Ólafur B. Þórsson 7 vinninga af 7
  • 2-4. Tómas Björnsson 4,5
  • 2-4. Stefán Sigurjónsson 4,5
  • 2-4. Sigurður Ingason 4,5
  • 5. Ingi Tandri Traustason 4
  • 6. Jón Árni Haldórsson 4
  • 7. Sverrir Sigurðsson 4
  • 8. Vigfús Vigfússon 4
  • 9. Gunnar Fr. Rúnarsson 3,5
  • 10. Guðmundur Lee 3
  • 11. Hörður Garðarsson/Birkir Karl 3
  • 12. Halldór Ólafsson 3
  • 13. Haukur Halldórsson 1
  • 14. Arnar Valgeirsson 0

Úrslit í Víkingahraðskák:

  • 1. Gunnar Fr. Rúnarsson 11,5 vinninga af 14
  • 2. Sveinn Ingi Sveinsson 10,5
  • 3. Tómas Björnsson 10
  • 4. Ingi Tandri Traustason 9,5
  • 5. Stefán Þór Sigurjónsson 8,5
  • 6. Guðmundur Lee
  • 7. Sigurður Ingason 7,5
  • 8. Halldór Ólafsson 7
  • 9. Arnar Valgeirsson 6,5
  • 10. Ólafur B. Þórsson 6
  • 11. Jón Árni Halldórsson 5,5
  • 12. Sverrir Sigurðsson 5,5
  • 13. Haukur Halldórsson 4,5
  • 14. Ólafur Guðmundsson 4
  • 15. Vigfús Ó. Vigfússon 3,5
  • 16. Skotta 0.0

Monday, December 28, 2009

Jólamót Víkingaklúbbsins

Jólamót Víkingaklúbsins verður haldið miðvikudaginn 30. des og hefst það kl 19.00. Teflt verður bæði skák og Víkingaskák. Fyrst 7 umf skákmót með 5 mínútna umhugsunartíma, en eftir það verða 7 umferðir í Víkingaskák, þs 7 umferðir 2x5 mínútur. Mótið fer fram í húsnæði Skáksambands Íslands að Faxafeni. Vegleg verðlaun í boði og ókeypis veitingar.


Sunday, December 27, 2009

Víkingar æfa sig

Nokkrir meðlima Víkingaklúbbsins hafa verið að tefla á fullu í vetur, m.a Jón Úlfljótsson, Stefán Þór Sigurjónsson, Sverrir Sigurðsson og Gunnar Ingibergsson. Þeir hafa m.a verið duglegir að mæta á skákæfingar m.a hjá Taflfélagi Reykjavíkur á fimmtudögum. Þar hafa þessir menn oftar en ekki raða sér í efstu sætin. Formaður Víkingaklúbssins hefur teflt örlítið og tók m.a þátt í jólamóti Vinjar ásamt Halldóri Ólafsyni súper-víking og náði formaðurinn óvænt að sigra það mót.
Úrslit hér:

Nokkri Víkingar tóku m.a þátt í Friðriksmótinu í skák, m.a Tómas Björnsson, Jón Úlfljótsson. Tómas fékk m.a verðlaun fyrir besta árangur 2200 stiga og lægri þótt það hafi ekki komið í ljós strax. Formaðurinn Gunnar gat ekki verið með vegna vinnu sinnar, en hann var efstur í sama móti í fyrra í flokki þeirra sem eru 2000 elostigum og lægri.
Úrslit mótsins 2009 má nálgast hér hér:

Nokkri Víkingar tóku m.a þátt í jólahraðskákmóti Taflfélags reykjavíkur, m.a þeir Gunnar Freyr, Gunnar Ingibergsson, Jón Úlfljótsson og Stefán Þór Sigurjónsson. Formaðurinn Gunnar Fr. náði óvænt í þriðja sætið, en mótið var mjög sterkt. Formaðurinn tapaði engri viðureign, gerði m.a 1-1 jafntefli við þá Björn Þorfinnsson og Sigurð Daða. Þess má til gaman geta að Gunnar formaður náði að vinna þetta mót í fyrra mjög óvænt. Úrslit á mótinu 2008 hér:
Úrslit á mótinu 2009 hér:

Tveir Víkingar tóku svo þátt í Íslandsmótinu í netskák sama dag og Jólamót Taflfélags Reykjavíkur var haldið. Gunnar Fr. og Stefán Sigurjónsson stóðu sig sæmilega, en Stefán endaði ofar með 5.5 vinninga af 9. mögulegum. Þeir félagar voru sammála um að þreyta frá fyrra mótinu hafi setið í þeim og því fór sem fór.
Úrlit hér:

Thursday, December 10, 2009

Jólamót Vinjar og Víkingaklúbbsins

Mótið var vel heppnað. Að vísu vantaði tvö af sigurvegurum síðasta móts, en þeir munu mæta til leiks á seinna jólamótið fimmtudaginn 30 desember. Átta manns tóku þátt í jólamóti Víkingaklúbbsins og Skákfélags Vinjar í gærkvöldi. Töluvert af víkingaskákfólki hafði ráðstafað kvöldinu vegna jólaundirbúnings og einhverjir eru erlendis.

Teflt var í Vin, fimm umferðir með tólf mínútna umhugsunartíma. Ingi Tandri Traustason var einbeitnin uppmáluð og leyfði aðeins eitt jafntefli. Sigraði hann sannfærandi og annar var skákstjórinn og forseti Víkingaklúbbsins, Gunnar Freyr Rúnarson með 4,5.

Kaffi, nammi og fullur dallur af loftkökum hvarf ofaní CIMG0177 þátttakendur sem allir voru góðir með sig í lokin.

Þess má geta að Pétur Atli Lárusson, sem aldrei hafði teflt víkingaskák, var í miklum theoríupælingum og í þrígang hafði hann drottningu af andstæðingum í upphafi. Hann notaði þó óhóflegan tíma við þetta og náði ekki að hala inn vinning, en er klárlega upprennandi meistari.

Glæný íslensk tónlist og eldri íslenskar bókmenntir í verðlaun, allir fengu vinning. Víkingaklúbburinn stendur fyrir jólamóti sínu milli jóla og nýárs og verður það auglýst síðar.


Úrslit:

  • 1. Ingi Tandri Traustason 4,5
  • 2. Gunnar Freyr Rúnarson 4
  • 3. Rúnar Berg 3
  • 4. Arnar Valgeirsson 2,5
  • 5-7. Stefán Þór Sigurjónsson 2
  • Halldór Ólafsson
  • Haukur Halldórsson
  • 8. Pétur Atli Lárusson
Einnig frétt á
skak.is