Thursday, December 10, 2009

Jólamót Vinjar og Víkingaklúbbsins

Mótið var vel heppnað. Að vísu vantaði tvö af sigurvegurum síðasta móts, en þeir munu mæta til leiks á seinna jólamótið fimmtudaginn 30 desember. Átta manns tóku þátt í jólamóti Víkingaklúbbsins og Skákfélags Vinjar í gærkvöldi. Töluvert af víkingaskákfólki hafði ráðstafað kvöldinu vegna jólaundirbúnings og einhverjir eru erlendis.

Teflt var í Vin, fimm umferðir með tólf mínútna umhugsunartíma. Ingi Tandri Traustason var einbeitnin uppmáluð og leyfði aðeins eitt jafntefli. Sigraði hann sannfærandi og annar var skákstjórinn og forseti Víkingaklúbbsins, Gunnar Freyr Rúnarson með 4,5.

Kaffi, nammi og fullur dallur af loftkökum hvarf ofaní CIMG0177 þátttakendur sem allir voru góðir með sig í lokin.

Þess má geta að Pétur Atli Lárusson, sem aldrei hafði teflt víkingaskák, var í miklum theoríupælingum og í þrígang hafði hann drottningu af andstæðingum í upphafi. Hann notaði þó óhóflegan tíma við þetta og náði ekki að hala inn vinning, en er klárlega upprennandi meistari.

Glæný íslensk tónlist og eldri íslenskar bókmenntir í verðlaun, allir fengu vinning. Víkingaklúbburinn stendur fyrir jólamóti sínu milli jóla og nýárs og verður það auglýst síðar.


Úrslit:

  • 1. Ingi Tandri Traustason 4,5
  • 2. Gunnar Freyr Rúnarson 4
  • 3. Rúnar Berg 3
  • 4. Arnar Valgeirsson 2,5
  • 5-7. Stefán Þór Sigurjónsson 2
  • Halldór Ólafsson
  • Haukur Halldórsson
  • 8. Pétur Atli Lárusson
Einnig frétt á
skak.is

No comments:

Post a Comment