Nokkrir meðlima Víkingaklúbbsins hafa verið að tefla á fullu í vetur, m.a Jón Úlfljótsson, Stefán Þór Sigurjónsson, Sverrir Sigurðsson og Gunnar Ingibergsson. Þeir hafa m.a verið duglegir að mæta á skákæfingar m.a hjá Taflfélagi Reykjavíkur á fimmtudögum. Þar hafa þessir menn oftar en ekki raða sér í efstu sætin. Formaður Víkingaklúbssins hefur teflt örlítið og tók m.a þátt í jólamóti Vinjar ásamt Halldóri Ólafsyni súper-víking og náði formaðurinn óvænt að sigra það mót.
Úrslit hér:
Nokkri Víkingar tóku m.a þátt í Friðriksmótinu í skák, m.a Tómas Björnsson, Jón Úlfljótsson. Tómas fékk m.a verðlaun fyrir besta árangur 2200 stiga og lægri þótt það hafi ekki komið í ljós strax. Formaðurinn Gunnar gat ekki verið með vegna vinnu sinnar, en hann var efstur í sama móti í fyrra í flokki þeirra sem eru 2000 elostigum og lægri.
Úrslit mótsins 2009 má nálgast hér hér:
Nokkri Víkingar tóku m.a þátt í jólahraðskákmóti Taflfélags reykjavíkur, m.a þeir Gunnar Freyr, Gunnar Ingibergsson, Jón Úlfljótsson og Stefán Þór Sigurjónsson. Formaðurinn Gunnar Fr. náði óvænt í þriðja sætið, en mótið var mjög sterkt. Formaðurinn tapaði engri viðureign, gerði m.a 1-1 jafntefli við þá Björn Þorfinnsson og Sigurð Daða. Þess má til gaman geta að Gunnar formaður náði að vinna þetta mót í fyrra mjög óvænt. Úrslit á mótinu 2008 hér:
Úrslit á mótinu 2009 hér:
Tveir Víkingar tóku svo þátt í Íslandsmótinu í netskák sama dag og Jólamót Taflfélags Reykjavíkur var haldið. Gunnar Fr. og Stefán Sigurjónsson stóðu sig sæmilega, en Stefán endaði ofar með 5.5 vinninga af 9. mögulegum. Þeir félagar voru sammála um að þreyta frá fyrra mótinu hafi setið í þeim og því fór sem fór.
Úrlit hér:
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment