Hörku keppni varð á Þriðjudagsæfingunni 18 mai. 'olafur B. Þórsson ver enn í feiknastuði og lagði tvo gamla heimsmeistara og var efstur fyrir síðustu umferð. En þá mætti hann núverandi meistara Tómasi Björnsyni og lék illa af sér. Það urðu því þrír Víkingar efstir og jafnir að þessu sinni:
Úrslit
1-3. Ólafur B. Þórsson 2. vinninga
1-3. Tómas Björnsson 2. vinn
1-3. Gunnar Ff. 2. vinn
4. Halldór Ólafsson 0.
Þriðjudagsæfingin 25. mai færist yfir í miðvikudaginn 26. mai vegna Eurovisionkvölds. Hera á að syngja í kvöld, hvða annað :)
Tuesday, May 25, 2010
Tuesday, May 18, 2010
Æfing
Æfing á Víkingaskákinni í kvöld, þriðjudaginn 18. mai kl. 20.00. Halldór eða formaðurinn opnar húsið kl 20.00!
Saturday, May 15, 2010
Thursday, May 13, 2010
Gamla myndin
Þessi mynd var tekin í septembermánuði 2006 á öðru móti þess árs. Á þessum tíma var ekki fast form á mótunum, eins og seinna varð. Mangnús Ólafsson hélt mótin oftast að eigin frumkvæði og kallaði mótin Víkingaskákmót, en ekki t.d Íslandsmót. Við strákarnir nefndum þetta Reykjarvíkurmótið og sigurvegarinn varð seinna formaður í Víkingaklúbbnum.
Úrslit
1. Gunnar Fr. Rúnarsson 4,5 vinn
2. Sveinn Ingi Sveinsson 4.0
3. Halldór Ólafsson 3.5
4. Sigurður Narfi Rúnarsson 2.0
5. Hjalti Sigurjónsson 1.0
6. Silfurskottan 0.0
Úrslit
1. Gunnar Fr. Rúnarsson 4,5 vinn
2. Sveinn Ingi Sveinsson 4.0
3. Halldór Ólafsson 3.5
4. Sigurður Narfi Rúnarsson 2.0
5. Hjalti Sigurjónsson 1.0
6. Silfurskottan 0.0
Tuesday, May 11, 2010
Víkingaæfing fellur niður
Æfing hjá Víkingaklúbbnum fellur niður í kvöld, þriðjudaginn 11 mai. En í næstu viku verður sterkata at-víkingaskákmót ársins. Bestu Víkingaskákmenn heims mæta, m.a Sveinn I, Jorge, Ingi Tandri, Tommi, Þröstur, Siggi I, Gunnar Fr osf..Nánar auglýst síðar
Wednesday, May 5, 2010
Hraðvíkingur
Ingi Tandri kom sá og sigraði í Meistaramótinu í Víkingahraðskák. Tefldar voru 5. umferðir þar sem hver keppandi var með átta mínútur á skák. Ingi sigraði Gunnar formann örugglega í 2. umferð og hélt forustunni til loka. Gunnar fylgdi honum eftir sem skugginn, en missti dampinn í lokinn og endaði í 2-4 sæti. Jorge Fonsega náði öður sæti á stigum og fékk því silfrið, en Gunnar hneppti bronsið. Sigurður Ingason var með jafn marga vinninga og þeir félagar. Ingi stóð því uppi sem heimsmeistari í víkingahraðskák með styttri tímamörkum.
Úrslit:
1. Ingi Tandri Traustason 4.5 vinningar
2. Jorge Fonsega 2.5
3. Gunnar Fr. 2.5
4. Sigurður Ingasons 2.5
5. Þröstur þórsson 2.0
6. Halldór Ólafsson 1.0
Úrslit:
1. Ingi Tandri Traustason 4.5 vinningar
2. Jorge Fonsega 2.5
3. Gunnar Fr. 2.5
4. Sigurður Ingasons 2.5
5. Þröstur þórsson 2.0
6. Halldór Ólafsson 1.0
Tuesday, May 4, 2010
Víkingaskákmót
Í kvöld þriðjudaginn 4. mai verður stærsta Víkingahraðskákmót ársins haldið að Kjartansgötu 5 og hefst það kl 20.00. Þetta verður næstsíðasta mót vetrarins, en síðasta mótið verður haldið í lok mai. Einhverjar æfingar verða þó haldnar í sumar, en þær verða auglýstar sérstaklega. Starfið fer svo aftur í fullan gang í haust með miklum látum. Minnum þó á æfingar á hverjum þriðjudegi út mánuðinn, en í kvöld verður hins vegar keppt um fleirri verðlaun. Ef unlingarnir mæta, verða veitt sérstök unglingaverðlaun.
kv. stjórnin
kv. stjórnin
Subscribe to:
Posts (Atom)