Friday, June 11, 2010

Víkingaskákin í Kastljósi RÚV!

Umfjöllun RÚV um Víkingaskákina má sjá hér:

Meistaramótið í 10. mínútna Víkingaskák

Síðasta mót vetrarins var haldið 10. júní og var það Meistaramót klúbbsins í 10. mínútna Víkingaskák. Nokkrir Víkingaskákmenn voru því miður uppteknir við annað, en mótíð var stórskemmtilegt og frábær endir á góðum vetri. Núna fer Víkingaskákin í sumarfrí fram á haust.

Úrslit mótsins urðu þau að Sveinn Ingi Sveinsson reyndist vera sterkastur að þessu sinni. Hann sigraði með fullu húsi. Sigurður Ingason og Jón Birgir Jónsson voru líka fyrnasterkir og náðu 2-4 sæti. Sérstaklega kemur styrkleiki Jóns Birgis á óvart, en hann hefur staðið sig með mikilli prýði í þeim tveim mótum sem hann hefur tekið þátt í.

Úrslit:

1. Sveinn Ingi Sveinsson 5.0 vinningar
2-4 Jón Birgir Jónsson 3.0
2-4 Sigurður Ingason 3.0
2-4 Gunnar Fr. Rúnarsson 3.0
5. Halldór Ólafsson 1.0
6. Orri Víkingsson 0.0

Þriðjudagsæfingin

Þriðjudagsæfingin 18. mai var skemmtileg. Þröstur Þórsson var að tefla þarna í sínu síðasta móti, en hann var á förum til Danmerkur. Vonandi kemur hann aftur með haustinu. Þetta var síðasta æfing fyrir sumarfrí Víkingaskákmanna, en svo endaði tímabilið með sumarmóti. Á þessari síðustu æfingu vetrarins náði Tómas Björnsson að sýna hvað í honum bjó og hann sigraði glæsilega með fullu húsi.

Úrslit:

1. Tómas Björnsson 3.0 vinningar
2. Gunnar Fr. Rúnarsson 2. vinn
3. Sigurður Ingason 1.0
4. Þröstur Þórsson 0.0

Tuesday, June 1, 2010

Sumarfrí

Víkingaskákin er komin í sumarfrí (ekki æfing í kvöld), en við endum með stórmóti á næsta miðvikudag, 8. júní kl. 20.00. Teflt verður 10. mínútna skákir. Sjáumst þá hressir á sterkasta móti ársins.