Friday, June 11, 2010
Meistaramótið í 10. mínútna Víkingaskák
Síðasta mót vetrarins var haldið 10. júní og var það Meistaramót klúbbsins í 10. mínútna Víkingaskák. Nokkrir Víkingaskákmenn voru því miður uppteknir við annað, en mótíð var stórskemmtilegt og frábær endir á góðum vetri. Núna fer Víkingaskákin í sumarfrí fram á haust.
Úrslit mótsins urðu þau að Sveinn Ingi Sveinsson reyndist vera sterkastur að þessu sinni. Hann sigraði með fullu húsi. Sigurður Ingason og Jón Birgir Jónsson voru líka fyrnasterkir og náðu 2-4 sæti. Sérstaklega kemur styrkleiki Jóns Birgis á óvart, en hann hefur staðið sig með mikilli prýði í þeim tveim mótum sem hann hefur tekið þátt í.
Úrslit:
1. Sveinn Ingi Sveinsson 5.0 vinningar
2-4 Jón Birgir Jónsson 3.0
2-4 Sigurður Ingason 3.0
2-4 Gunnar Fr. Rúnarsson 3.0
5. Halldór Ólafsson 1.0
6. Orri Víkingsson 0.0
Úrslit mótsins urðu þau að Sveinn Ingi Sveinsson reyndist vera sterkastur að þessu sinni. Hann sigraði með fullu húsi. Sigurður Ingason og Jón Birgir Jónsson voru líka fyrnasterkir og náðu 2-4 sæti. Sérstaklega kemur styrkleiki Jóns Birgis á óvart, en hann hefur staðið sig með mikilli prýði í þeim tveim mótum sem hann hefur tekið þátt í.
Úrslit:
1. Sveinn Ingi Sveinsson 5.0 vinningar
2-4 Jón Birgir Jónsson 3.0
2-4 Sigurður Ingason 3.0
2-4 Gunnar Fr. Rúnarsson 3.0
5. Halldór Ólafsson 1.0
6. Orri Víkingsson 0.0
Þriðjudagsæfingin
Þriðjudagsæfingin 18. mai var skemmtileg. Þröstur Þórsson var að tefla þarna í sínu síðasta móti, en hann var á förum til Danmerkur. Vonandi kemur hann aftur með haustinu. Þetta var síðasta æfing fyrir sumarfrí Víkingaskákmanna, en svo endaði tímabilið með sumarmóti. Á þessari síðustu æfingu vetrarins náði Tómas Björnsson að sýna hvað í honum bjó og hann sigraði glæsilega með fullu húsi.
Úrslit:
1. Tómas Björnsson 3.0 vinningar
2. Gunnar Fr. Rúnarsson 2. vinn
3. Sigurður Ingason 1.0
4. Þröstur Þórsson 0.0
Úrslit:
1. Tómas Björnsson 3.0 vinningar
2. Gunnar Fr. Rúnarsson 2. vinn
3. Sigurður Ingason 1.0
4. Þröstur Þórsson 0.0
Tuesday, June 1, 2010
Sumarfrí
Víkingaskákin er komin í sumarfrí (ekki æfing í kvöld), en við endum með stórmóti á næsta miðvikudag, 8. júní kl. 20.00. Teflt verður 10. mínútna skákir. Sjáumst þá hressir á sterkasta móti ársins.
Subscribe to:
Posts (Atom)