Síðasta mót vetrarins var haldið 10. júní og var það Meistaramót klúbbsins í 10. mínútna Víkingaskák. Nokkrir Víkingaskákmenn voru því miður uppteknir við annað, en mótíð var stórskemmtilegt og frábær endir á góðum vetri. Núna fer Víkingaskákin í sumarfrí fram á haust.
Úrslit mótsins urðu þau að Sveinn Ingi Sveinsson reyndist vera sterkastur að þessu sinni. Hann sigraði með fullu húsi. Sigurður Ingason og Jón Birgir Jónsson voru líka fyrnasterkir og náðu 2-4 sæti. Sérstaklega kemur styrkleiki Jóns Birgis á óvart, en hann hefur staðið sig með mikilli prýði í þeim tveim mótum sem hann hefur tekið þátt í.
Úrslit:
1. Sveinn Ingi Sveinsson 5.0 vinningar
2-4 Jón Birgir Jónsson 3.0
2-4 Sigurður Ingason 3.0
2-4 Gunnar Fr. Rúnarsson 3.0
5. Halldór Ólafsson 1.0
6. Orri Víkingsson 0.0
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment