Þriðjudagsæfingin 9. nóvember var fámenn en góðmenn. Ingi Tandri mætti eftir nokkurt hlé, en hann hafði verið að tefla gömlu skákina síðustu vikur á Haustmóti TR. Ingí sýndi að hann hafði engu gleymt og sigraði glæsilega með fullu húsi. Tefldar voru 3. umferðir allir við alla með 11. mínútna umhugsunartíma!
Við minnum á að í næstu viku miðvikudaginn 17. nóvember verður atmót, sem verður síðasta alvöru upphitun fyrir sjálft Íslandsmótið sem verður að öllum líkindum þriðjudaginn 29. nóvember.
Úrslit:
1. Ingi Tandri Traustason 3. vinningar
2. Gunnar Fr. Rúnarsson 1.5 .v
3. 'Ólafur B. Þórsson 1,5 v
4. Halldór Ólafsson 1. v.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment