Wednesday, November 24, 2010

Íslandsmótið í Víkingaskák

Minningarmótið um Magnús Ólafsson - Íslandsmótið í Víkingaskák 2010 fer fram í húsnæði Vinjar, Hverfisgötu 47 í Reykjavík fimmtudaginn 2 desember kl. 19.00. Tefldar verða 7 umferðir með 15 mínútna umhugsunartíma. Mótið eru öllum opið og það kostar ekkert að vera með. Boðið verður upp á kaffi ásamt léttum veitingum án endurgjalds. Nauðsynlegt er að skrá sig til leiks til að tryggja þáttöku. Þátttakendur eru hvattir til að skrá sig í tölvupósti á netfangið Víkingaklubburinn(hjá)gmail.com eða í síma 8629744 (Gunnar) eða 8629712 (Halldór). Nauðsynlegt er að skrá sig til að tryggja þátttökurétt.

Verðlaun eru sem hér segir:

1) Vegleg veðlaun fyrir þrjú efstu sætin

2) Þrír efstu unglingarnir (20, ára og yngri).

3) Þrjár efstu konurnar.

4) Öðlingaverðlaun 40. ára og eldri.

5) Öðlingaverðlaun 50. ára og eldri.

No comments:

Post a Comment