Miðvikudagsæfingin 20 apríl var fjörug. Mættir voru fimm sterkir Víkingaskákmenn ásamt nýjum félaga hundinum Lúkasi, sem Halldór "varaformaður" laumaði á æfinguna. Gunnar Fr. var í ægætu stuði og náði m.a að leggja næst stigahæsta víkingaskákmann heims Tómas Björnsson sem mættur var aftur til leiks eftir smá hlé. Gunnar er því Víkingur dagsins og stefnir á að verða stigahæsti víkingaskákmaður heims og velta Sveini Inga úr efsta sætinu.
Úrslit:
1. Gunnar Fr. 4.5 vinningar
2. Stefán Þór Sigurjónsson 3.5. v
3. Tómas Björnsson 3. v
4-5 Sigurður Ingasons 2.v
4-5 Halldór Ólafsson 2.v
6. Orri Víkingsson 0 v
Einnig var teflt í gömlu skákinni eitt hraðmót og þar var Tómas í mesta stuðinu enda í bezta forminu í gömlu skákinni.
Úrslit:
1. Tómas Björnsson 3. v
2. Stefán þór Sigurjónsson 1.5. v
3. Gunnar 1. v
4.Sigurður Ingason 0.5 v.
Wednesday, April 20, 2011
Næstu mót
Æfing í Víkingaklúbbnum verður kl 20.30 miðvikudaginn 20. april.
Atmót verður miðvikudaginn 4. mai kl. 20.30
Stefnt er að halda liðakeppni félagana miðvikudaginn 18. mai kl 19.00 í Vin. Hvet liðstjóra liðanna til að vera í sambandi við formann.
Atmót verður miðvikudaginn 4. mai kl. 20.30
Stefnt er að halda liðakeppni félagana miðvikudaginn 18. mai kl 19.00 í Vin. Hvet liðstjóra liðanna til að vera í sambandi við formann.
Sunday, April 10, 2011
Miðvikudagsæfingin
Miðvikudagsæfingin 6. april var æsispennandi. Þröstur Þórsson og Gunnar Fr. unnu mótið eftir hörkukeppni við Sigurð Ingason og Halldór Ólafsson. Báðir fengu þeir tvo vinninga, en Þröstur kom taplaus út úr mótinu, vann m.a Gunnar Fr. Þetta er fyrsti sigur Þrastar á Víkingaskákmóti. Glæsilegur árangur hjá Þresti sem er í örri framför í Víkingaskákinni. Tefldar voru 10. mínútna skákir. Næsta æfing verður miðvikudaginnc 20. april, en þá verður ákveðin dagsetning á liðakepnni félaganna sem frestað var um daginn. Úrslit 1. Þröstur Þórsson 2. vinningar 2. Gunnar Fr. Rúnarsson 2. v 3. Sigurður Ingason 1.5.v 4. Halldór Ólafsson 0.4.v
Wednesday, April 6, 2011
Liðakeppni frestað
Liðakeppninni sem halda átti 7, april hefur verið frestað. Môtshaldarar (Arnar, Vin og Gunnar Víkingaklúbbnum) gátu því miður ekki haldið þetta umræddan dag. Liðakeppnin verður haldin fljótlega eftir að Íslandsmótinu (áskorendaflokkur) líkur.
Vill minna félagsmenn á æfinguna í kvöld miðvikudaginn 6. april og næsta æfing eftir það verður miðvikudaginn 20 april...
kv. Stjórnin.
Vill minna félagsmenn á æfinguna í kvöld miðvikudaginn 6. april og næsta æfing eftir það verður miðvikudaginn 20 april...
kv. Stjórnin.
Subscribe to:
Posts (Atom)