Wednesday, April 20, 2011

Miðvikudagsæfingin

Miðvikudagsæfingin 20 apríl var fjörug. Mættir voru fimm sterkir Víkingaskákmenn ásamt nýjum félaga hundinum Lúkasi, sem Halldór "varaformaður" laumaði á æfinguna. Gunnar Fr. var í ægætu stuði og náði m.a að leggja næst stigahæsta víkingaskákmann heims Tómas Björnsson sem mættur var aftur til leiks eftir smá hlé. Gunnar er því Víkingur dagsins og stefnir á að verða stigahæsti víkingaskákmaður heims og velta Sveini Inga úr efsta sætinu.

Úrslit:

1. Gunnar Fr. 4.5 vinningar
2. Stefán Þór Sigurjónsson 3.5. v
3. Tómas Björnsson 3. v
4-5 Sigurður Ingasons 2.v
4-5 Halldór Ólafsson 2.v
6. Orri Víkingsson 0 v

Einnig var teflt í gömlu skákinni eitt hraðmót og þar var Tómas í mesta stuðinu enda í bezta forminu í gömlu skákinni.

Úrslit:

1. Tómas Björnsson 3. v
2. Stefán þór Sigurjónsson 1.5. v
3. Gunnar 1. v
4.Sigurður Ingason 0.5 v.












No comments:

Post a Comment