Sunday, April 10, 2011

Miðvikudagsæfingin

Miðvikudagsæfingin 6. april var æsispennandi. Þröstur Þórsson og Gunnar Fr. unnu mótið eftir hörkukeppni við Sigurð Ingason og Halldór Ólafsson. Báðir fengu þeir tvo vinninga, en Þröstur kom taplaus út úr mótinu, vann m.a Gunnar Fr. Þetta er fyrsti sigur Þrastar á Víkingaskákmóti. Glæsilegur árangur hjá Þresti sem er í örri framför í Víkingaskákinni. Tefldar voru 10. mínútna skákir. Næsta æfing verður miðvikudaginnc 20. april, en þá verður ákveðin dagsetning á liðakepnni félaganna sem frestað var um daginn. Úrslit 1. Þröstur Þórsson 2. vinningar 2. Gunnar Fr. Rúnarsson 2. v 3. Sigurður Ingason 1.5.v 4. Halldór Ólafsson 0.4.v

No comments:

Post a Comment