Sunday, January 29, 2012

Víkingaskákþing Reykjavíkur

Víkingskákþingið var haldið í tilefni skákdagsins mikla og afmæli Friðriks Ólafssonar fimmtudaginn 26. janúar. Mótið var haldið á veitingastaðnum The Dubliner og átta keppendur mættu til leiks í stórskemmtilegu móti. Mikið gekk á og víkingar og valkyrjur áttust við á reitunum 85. Lea þýðversk dama frá Nurnberg sem hér starfar á vegum Rauða Krossins tefldi á sínu fyrsta víkingamóti og stóð sig með prýði. Tefldar voru sjö umferðir með 10 mínútna umhugsunartíma. Sigurðvegari varð Gunnar Fr. Rúnarsson. Unglingaverðlaun hlaut Dagur Ragnarsson og kvennaverðlaun hlaut Lea.

Úrslit:

1. Gunnar Fr. Rúnarsson 7.0 vinn af 8.
2. Dagur Ragnarsson 5.0 v.
3-4. Halldór Ólafsson 4.0 v.
3-4. Ólafur B. Þórsson 4.0 v.
5-6. Kristófer Jóhannsson 3.0
5-6. Arnar Valgeirsson 3.0
7. Jón Trausti 2.0
8. Lea 0.5

No comments:

Post a Comment