Sunday, April 22, 2012

3. Víkingar í landsliðsflokki!

Þrír meðlimir Víkingaklúbbsins taka nú þátt í landsliðsflokki á Skákþingi Íslands, þeir Hannes Hlífar Stefánsson stórmeistari, Björn Þorfinnsson alþjóðlegur meistari og Davíð Kjartansson fidemeistari.  Þeim félögum hefur gengið misvel.  Hannes Hlífar hefur ekki náð sér á strik á þessu móti.  Björn hefur einnig lent í erfiðleikum, en Davíð hefur staðið sig vel.  Þegar þetta er ritað er hann með 5.5/10 mögulegum og í 5. sæti þegar ein umferð er eftir.  Ritstjóri óskar skákvíkingunum velfarnaðar í næstu mótum.
Frétt um mótið hér:

Þrír Víkingar tóku svo þátt í áskorendaflokknum sem lauk fyrr í þessum mánuði.  Þeir Haraldur Baldursson, Jón Úlfljótsson og Svavar Viktorsson.  Þeir félagar stóðu sig með sóma.  Svavar þurfti reyndar að hætta í mótinu, en Haraldur stóð sig lang best og endaði í 4. sæti.  Frétt um mótið má nálgast hér:

No comments:

Post a Comment