Tuesday, July 24, 2012

Þorvarður Fannar gengur í Víkingaklúbbinn!

Hinn öflugi skákmaður Þorvarður Fannar Ólafsson (2202) gekk á þriðjudagskvöld í raðir Víkingaklúbbsins. Þorvarður Fannar er góður liðstyrkur fyrir Víkingaklúbbinn í baráttunni í deildarkeppninni í vetur, en Þorvarður var áður félagi í Skákdeild Hauka. Þorvarður er einnig frábær liðsmaður sem teflir allar skákir i liðakeppnum og er manna iðnastur við skákborðið, en hann varð nýlega öðlingur í skákinni (fertugur) og hélt upp á það með því að vinna Öðlingamótið 2012.  Það var vel við hæfi að Hafnfirðingurinn knái, vigðist í Víkingaklúbbinn á heimasvæði Golfklúbbsins Keilis í Hafnafirði.  Skammt er stórra högga á milli, því fyrr í sumar gekk hinn þétti skákmaður og norski víkingur Hrannar Baldursson (2137) í Víkingaklúbbinn en Hrannar  var áður í Skákdeild KR og úr sjálfu Svíalandi eða Svíaríki kemur sænskur landi sjálfs Gláms, enginn annar en GM Emanuel Berg (2573), en hann gekk einnig í Víkingaklúbbinn í vikunni. 




No comments:

Post a Comment