Barnaskákmót Víking fór fram í húsakynnum Knattspyrnufélags Víkings í Víkinni 24. april. Tefldar voru 5. umferðir með 10. mínútna umhugsunartíma. Góð þátttaka var í mótinu, Sem fór vel fram. Veitt voru verðlaun fyrir besta árangur í stráka og stelpnaflokki auk þess sem veitt voru verðlaun fyrir besta árangur krakka fædda 2004 og síðar. Þrír urðu efstir og jafnir, þeir Benedikt Ernir Magnússon, Jón Hreiðar Rúnarsson og Guðmundur Grímsson. Benedikt tefldi við sterkustu andstæðingana og varð efstur á stigum. Jón Hreiðar varð efstur barna fædd 2004 og síðar (1-3 bekk). Íris Daðadóttir varð efst stúlkna eftir stigaútreikning. Skákstjóri á mótinu var Gunnar Fr. Rúnarsson, en Vigfús Óðinn Vigfússon Helli veitti einnig ómetanlega aðstoð við skákstjórn.
Úrslit
1-3 Benedikt Ernir Magnússon 4 9.5 15.5 14.0
Jón Hreiðar Rúnarsson 4 9.0 15.0 13.0
Guðmundur Grímsson 4 7.0 12.0 12.0
4 Jóhann Thór Vilhjálmsson 3 7.0 12.0 8.0
5-9 Stefán Björn Stepensen 2 8.0 13.0 7.0
Einar Örn Sigurðsson 2 7.0 13.0 7.0
Íris Daðadóttir 2 6.0 11.0 3.5
Sigrún Ásta Jónssdóttir 2 6.0 9.0 3.5
Arnór Tjörvi Thórsson (tefldi. 3. umf.) 2 1.5 6.5 3.0
10-11 Kristján Örn Sigurðsson 1 7.5 13.5 4.0
Sigurður Rúnar Gunnarsson 1 8.0 14.0 8.0