Monday, April 22, 2013

Barnaskákmót Víkings 2013


Knattspyrnufélagið Víkingur og Víkingaklúbburinn verða með barnaskákmót miðvikudaginn 24. april og hefst mótið kl. 17.00. Allir krakkar 12. ára og yngri eru velkomin og þátttaka er ókeypis Tefldar verða 5. umferðir og veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin. Umhugsunartíminn er 15. mínútur á skák.

Teflt verður í Víkinni Víkingsheimilinu í stóra salnum á efri hæðinni.

Barna og unglingaæfingar voru vikulega í vetur og eftir 24. april er sumarfrí.

Æfingar hefjast svo aftur í haust og verður fyrsta æfingin miðvikudaginn 11. september.

Víkingaklúbburinn var með barnaskákmót í desember á síðasta ári, sem hinn efnilegi Jón Hreiðar vann.  Jón Hreiðar hefur verið duglegur að mæta á barnaæfingar í vetur, en hann náði frábærum árangri um daginn á Íslandsmóti barnaskákasveita þar sem hann náði 9. vinningum af 9. mögulegum á 4. borði fyrir Ingunnarskóla.  Stefán Stephensen Fossvogskóla hefur einnig verið duglegur að mæta í vetur og hefur mætt á æfingar hvernig sem hefur viðrað.  Einnig hefur Guðjón Pétursson Háaleitisskóla sem byrjaði eftir áramót, verið mjög áhugasamur eftir að hann mætti á sína fyrstu æfinguna í febrúar.  Einnig mætti hópur ungra krakka á Skákmót Víkings í síðustu viku og hluti af þeim ætlar að mæta á lokamótið miðvikduaginn 24. april.









No comments:

Post a Comment