Wednesday, May 29, 2013

Skákfélag Vinjar sigrar á Íslandsmóti Víkingaskákfélaga 2013

Skákvertíð Víkingaskákmanna lauk miðvikudaginn 28. mai í Víkinni Víkingsheimilinu  þegar fjórða Íslandsmeistaramót Víkingaskákfélga fór fram.  Fimm mjög jöfn lið áttu kappi í hörkukeppni, en Íslandsmeistarar síðasta árs Forgjafarklúbburinn (Gunnar Fr. Rúnarsson, Stefán Sigurjónsson og Halldór Ólafsson) freistuðu þess að verja titilinn frá 2012.  Leikar fóru þannig að Skákfélag Vinjar sigraði, en í síðustu umferð skildi aðeins einn vinnigur 3. efstu liðin.  

Ingi Tandri Traustason og Jón Birgir Einarsson í Vin fengu borðaverðlaun fyrir árangur sinn á 1. og 2. borði.  Vin tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með  því að sigra Forgjarklúbburinn í síðustu umferð, meðan Víkingaklúbburinn gerði jafntefli við Hrókinn.

Þetta er í fyrsta skiptið sem Vin verður Íslandsmeistari í Víkingaskák, en  þeir hafa tekið  þátt síðan 2010. 

 Lokastaðan:

1. Skákfélag Vinjar 8 af 10
2. Víkingaklúbburinn 7.5 v.
3-4. Forgjafarklúbburinn 5.5.
3-4. Hrókurinn 5.5 v.
5. Vinir Sigurgeirs Carlssonar 4.5 v.
6. Skotta 0.0 v.

Íslandsmeistari:  Skákfélag Vinjar.

Besti árangur á hverju borði:

1. borð:  Ingi Tandri Traustason (Vin) 4. v af 5
2. borð:  Jón Birgeir Einarsson (Vin) og Þorvarður Fannar (Víkingaklúbbnum) 4. v. af 5.
3. borð:  Halldór 'Olafsson (Forgjafarklúbburinn) 2.5 v af 4.

Sveitirnar skipuðu eftirfarandi skákmenn:

Víkingaklúbburinn: Sigurður Ingason, Thorvarður Fannar
Forgjafarklúbburinn: Stefán Þ. Sigurjónsson, Ólafur B. Thórsson & Halldór Ólafsson.
Vin: Ingi Tandri Traustason, Jón Birgir Einarsson.
Hrókurinn:  Arnar Valgeirsson, Marteinn Jónsson.
Vinir Sigurgeirs Carlssonar:  Gunnar Fr. Rúnarsson, Þorgeir Einarsson












Wednesday, May 22, 2013

Hannes Hlífar með fjöltefli

Hannes Hlífar Stefánsson stigahæsti íslenski skákmaður Víkingaklúbbsins verður með fjöltefli í Víkinni Víkingsheimilinu í dag miðvikudagin 22. mai kl. 17.00-18.30.  Allir krakkar velkomnir að tefla við meistarann meðan næg töfl eru til staðar (öruggast að taka tafl og dúk með sér).  Víkingaklúbburinn og Knattspyrnufélagið Víkingur hafa verið með barnaæfingar kl. 17.00 á miðvikudögum í vetur, en síðusta æfingin fyrir sumarfrí verður miðvikudaginn 29. mai.

Tuesday, May 21, 2013

Íslandsmótinu frestað til 28. mai!!!!

Fjórða Íslandsmót Víkingaskákfélaga verður haldið í Víkinni Víkingsheimilinu þriðjudaginn 28. mai  og hefst taflmennska kl. 19.30.

Thursday, May 16, 2013

Íslandsmót Víkingaskákfélaga 2013


Fjórða Íslandsmót Víkingaskákfélaga verður haldið í Víkinni Víkingsheimilinu þriðjudaginn 28. mai og hefst taflmennska kl. 19.30.  Þegar hafa nokkur lið skráð sig til leiks, en einnig er vonast eftir að Skákfélag Íslands og Fjölnir skrái sig til leiks.  Liðin verða skipuð þriggja manna sveitum auk varamanna og eru tímamörk 15. mínútur á skákina.  Búist er við hörku barátu jafnra liða um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn í Víkingaskák, en teflt verður um stóran farandbikar og eignarbikar auk þess sem veitt verða sérstök verðlaun fyrir árangur á hverju borði. Þeir sem ekki eru skráðir í lið geta komið og fengið að tefla með þeim liðum sem skráð eru til leiks.  Boðið er upp á veitingar á staðnum.  Áhugasamir sendi skráningu á gunnarrunarsson(hjá)gmail.com.

 Þau lið sem hafa skráð sig til leiks eru:

1. Víkingaklúbburinn (liðstjóri: Sigurður Ingason)
2. Forgjafarklúbburinn (liðstjóri: Halldór Ólafsson)
3. Skákfélag Vinjar (liðstjóri: Arnar Valgeirsson)
4. Guttormur Tutti (liðstjóri: Þorgeir Einarsson)

Skákstjóri verður Haraldur Baldursson.

Sigurvegarar frá upphafi:

2010:  Víkingaklúbburinn
2011:  Víkingaklúbburinn
2012;  Forgjafarklúbburinn
2013:  ?????

Tuesday, May 7, 2013

Þorvarður Fannar sigrar á Skákmóti Öðlinga!

Þorvarður  Fannar Ólafsson (2225) Víkingaklúbbnum tryggði sér sigur á Skákmóti öðlinga í gær er hann lagði Vigfús Ó. Vigfússon (1988) í lokaumferð mótsins. Þorvaður hlaut 6 vinninga í 7 skákum. Annað árið í röð að Þorvarður hampi titlinum. Sævar Bjarnason (2132) varð annar með 5,5 vinning eftir sigur á Jóhanni H. Ragnarssyni (2066) í gær. Þorvarður hækkar um 18 stig fyrir frammistöðu sína og virðist vera á mikilli siglingu um þessar mundir.

Frétt hér: 

Gunnar Fr. Rúnarsson og  Þorvarður Fannar tóku svo þátt í Hraðskákmóti Öldunga.  Gunnar Fr. náði 2. sæti eftir harða keppni

Frétt hér:




Saturday, May 4, 2013