Wednesday, May 29, 2013

Skákfélag Vinjar sigrar á Íslandsmóti Víkingaskákfélaga 2013

Skákvertíð Víkingaskákmanna lauk miðvikudaginn 28. mai í Víkinni Víkingsheimilinu  þegar fjórða Íslandsmeistaramót Víkingaskákfélga fór fram.  Fimm mjög jöfn lið áttu kappi í hörkukeppni, en Íslandsmeistarar síðasta árs Forgjafarklúbburinn (Gunnar Fr. Rúnarsson, Stefán Sigurjónsson og Halldór Ólafsson) freistuðu þess að verja titilinn frá 2012.  Leikar fóru þannig að Skákfélag Vinjar sigraði, en í síðustu umferð skildi aðeins einn vinnigur 3. efstu liðin.  

Ingi Tandri Traustason og Jón Birgir Einarsson í Vin fengu borðaverðlaun fyrir árangur sinn á 1. og 2. borði.  Vin tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með  því að sigra Forgjarklúbburinn í síðustu umferð, meðan Víkingaklúbburinn gerði jafntefli við Hrókinn.

Þetta er í fyrsta skiptið sem Vin verður Íslandsmeistari í Víkingaskák, en  þeir hafa tekið  þátt síðan 2010. 

 Lokastaðan:

1. Skákfélag Vinjar 8 af 10
2. Víkingaklúbburinn 7.5 v.
3-4. Forgjafarklúbburinn 5.5.
3-4. Hrókurinn 5.5 v.
5. Vinir Sigurgeirs Carlssonar 4.5 v.
6. Skotta 0.0 v.

Íslandsmeistari:  Skákfélag Vinjar.

Besti árangur á hverju borði:

1. borð:  Ingi Tandri Traustason (Vin) 4. v af 5
2. borð:  Jón Birgeir Einarsson (Vin) og Þorvarður Fannar (Víkingaklúbbnum) 4. v. af 5.
3. borð:  Halldór 'Olafsson (Forgjafarklúbburinn) 2.5 v af 4.

Sveitirnar skipuðu eftirfarandi skákmenn:

Víkingaklúbburinn: Sigurður Ingason, Thorvarður Fannar
Forgjafarklúbburinn: Stefán Þ. Sigurjónsson, Ólafur B. Thórsson & Halldór Ólafsson.
Vin: Ingi Tandri Traustason, Jón Birgir Einarsson.
Hrókurinn:  Arnar Valgeirsson, Marteinn Jónsson.
Vinir Sigurgeirs Carlssonar:  Gunnar Fr. Rúnarsson, Þorgeir Einarsson












No comments:

Post a Comment