Friday, September 26, 2014

Barnaæfingar Víkingaklúbbsins hafnar

Barnaæfingar Víkingaklúbbsins hófust aftur eftir sumarleyfi miðvikudaginn 17. september. Þær fóru vel af stað, en mikill efniviður mætir á æfingar félagsins. Æfingarnar verða hefbundar í vetur, en fljótlega verður Meistaramótið fyrir yngir flokkinn og jólamótið verður 10. desember. Einnig er stefnt á að senda tvær sveitir á Íslandsmót barnaskólaasveita í Garðabæ í nóvember. Víkingaklúbburinn er einnig með nýtt spennandi verkefni, barnaæfingar fyrir nemendur Ingunnarskóla á þriðjudögum í vetur, en stefnt er að því að skákvæða Ingunnarskóla enn meira, sem nú þegar hefur skólinn eignast nokkra mjög efnilefga skákmenn. Æfingarnar í Ingunnarskóla hófust þriðjudaginn 23. september.













No comments:

Post a Comment