Wednesday, March 25, 2015

Pistill formanns

Deildarkeppnin í ár var mikill slagur eins og síðustu ár.  Núna var hins vegar ekki baraáttan um gullið, sem einkennt hafði sigurgöngu Víkinga og það er gaman að rifja upp.  2010 gull í 4. deild.  Árið eftir var það gull í 3. deild, næsta árið silfur í 2. deild, en í sárabót sigur í hraðskákkeppni taflfélaga.  Vorið 2013 sigur í 1. deild og 3. deild, en slagurinn um hraðskákina tapaðist í framlengingu.  Vorið 2014 sigur í 1. deild.  Vorið 2015 fengum við hins vegar enga metalíu, en er ekki sagt að fallandi frægð sé best.  Við héldum okkur í deildinni með því að spila út formanni og vinum hans auk tveggja útlendinga.

1. deild

Síðari hluti keppninnar var mun auðveldari, en fyrri hluti, þar sem við mættum öllum sterkustu liðunum í fyrri hluta keppninnar.  Við unnum á endanum þrjár viðureignir gegn Skákfélagi Íslands, Reykjanesbæ og Huganum B.  Viðuireignirnar gegn Bolungarvík, Fjölni og Akureyri voru viðureignir sem hefðu getað endað okkar megin.  Niðurstaðan varð sjöunda sætið og áframhaldandi vera í 1. deild.  Menn hafa verið að spyrja hvort ekki hafi verið slæmt að missa íslensku titilhafana í önnur lið.  Einfalda svarið við þeirri spruningu, er nei, því ekkert var við því að gera og við hefðum ef eitthvað er átt að draga í land strax haustið 2013.  Við munum berjast um titilinn aftur síðar, þegar búið er að styrkja innra starf félagsins, en þangað til ætlum við að halda sæti okkar meðal þeirra bestu í 1. deild.

Lokastaðan í 1. deild hér:

2. deild

Við mistum ekki bara titilhafa heldur voru nokkrir þéttir skákmenn með rúmlega 2000 elóstig einnig á léttu flakki.  Því veltum við fyrir okkur að draga lið okkar úr 2. deildinni, sem var geysilega sterk.  Svo mikill stigamunur var á b-liði okkar og hinum liðunum að ekkert var við ráðið.  Strákarnir í b-liðinu sýndu mikinn karakter og kláruðu keppnina með bros á vör, reynslunni ríkari.  Það var kannski betra að taka slaginn, en að láta senda sig niður í 4. deild.  Vonandi komum við sterkir til leiks næst haust og getum endað í toppbaráttunni í 3. deild.

Lokastaðan í 2. deild hér:

4. deild

Þar sem við drógum c-liðið úr 3. deild, þá var var var d-liðið í baráttunni í 4. deildinni.  Liðið var góð blanda gamalla reynslubolta og unglinga félagsins.  Liðinu gekk ágætlega, en í nokkur skipti þurftum við því miður að skilja eftir auð borð.  Það er ekki skemmtilegt og vonandi heyrir það til undantekninga í framtíðinni. Formaðurinn tekur á sig mistökin, en D-liðið endaði í 10. sæti af 17 liðum í deildinni.  Margir góðir sigrar unnust í þessari stórskemmtilegu deild.

Lokastaðan í 4. deild hér:


No comments:

Post a Comment