Friday, November 20, 2015

Heimsmeistaramótið í Víkingaskák 2015, 19. nóvember

Heimsmeistaramótinu í Vîkingaskák lauk fimmtudaginn 19. nóvember í húsnæði Knattspyrnufélagsins Víkings í Víkinni.  Tefldar voru 7. umferðir með 10. mínútna umhugsunartíma (allir við alla).  Baráttan á mótinu snérist fljótlega upp í baráttu fjögra manna, þeirra Tómasar Björnssonar, Gunnar Fr, Stefán Þórs og Sigurður Ingasonar.  Fyrir síðustu umferð áttu Stefán, Sigurður og Gunnar möguleika á að sigra.  Gunnar náði að vinna Stefán í lokaumferðinni og endaði hann því einn í efsta sæti.  Sveinn Ingi núverandi Íslandsmeistari átti ekki góðan dag og náði ekki að blanda sér í baráttuna að þessu sinni.  Guðrún Ásta átti góða spretti, var með unnið í nokkrum skákum, en var óheppin að landa ekki vinningum í hús.  Mótið var einnig hið árlega afmælismót formanns, sem er fyrsta Víkingaskákmót hvers keppnistímabils síðustu árin.

Úrslit:

1. Gunnar Fr Rúnarsson 6.5
2. Sigurður Ingason 6.0
3. Stefán Þór Sigurjónsson 5.0
4. Tómas Björnsson 4.0
5. Sveinn Ingi Sveinsson 3.0.
6. Halldór Ólafsson 2.0
7. Sturla Þórðarson 1.5
6. Guðrún Ásta 0.0








No comments:

Post a Comment