Sunday, November 29, 2015

Jólamót Víkingaklúbbsins 2015

Jólamót Víkingaklúbbsins fyrir börn og unglinga verður haldið í Víkinni Víkingsheimilinu miðvikudaginn 9. desember.  Telfdar verða 5. umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma á mann.  Mótið hefst mótið kl. 17.00. Allir krakkar eru velkomnir og þátttaka er ókeypis. Allir fá verðlaun, auk þess sem veitt verða auakverðlaun í hverjum aldursflokki.  Yfirskákstjóri verður hinn reynslumikli Stefán Bergsson. 

Keppt verður nokkrum aldursflokkum á mótinu.  

A flokkur keppendur fæddir 2000-2004 (6-10 bekkur).
B flokkur keppendur fæddir 2005-2006 
C flokkur 2007-2008 
D flokkur 2009
E flokkur peðaskák (2010 og yngri)

Barna og unglingaæfingar voru vikulega í vetur, en næsta æfing eftir jólafríð verður miðvikudaginn 13. janúar og verða æfingar vikulega fram á vor. 
Skráning á mótið fer m.a fram á netfangið:  vikingaklubburinn(hjá)gmail.com og á skak.is (guli kassinn)

Skráningu lýkur miðvikudaginn 16. des kl 12.00.  NAUÐSYNLEGT ER AÐ SKRÁ SIG TIL AÐ TRYGGJA ÞÁTTTÖKU.  Nánari upplýsingar veitir Gunnar (gsm:  8629744).

Í fyrra sigraði Vignir Vatnar Stefánsson eldri flokk, en Alexander Bjarnþórsson sigraði í yngri flokki.

Úrslit jólamótsins 2014 hér:
Úrslit jólamótsins 2013 hér:
Úrslit jólamótsins 2012 hér:

Heimilisfang hér: 

Knattspyrnufélagið Víkingur


1 comment:

  1. Góðan dag. Hvar er hægt að nálgast úrslit Jólamótsins?

    Takk fyrir skemmtilegt mót.

    ReplyDelete