Wednesday, December 30, 2015

Úrslit á Jólamóti Víkingaklúbbsins 2015, Tómas Björnsson og Sveinn Ingi Sveinsson Jólavíkinga Víkingaklúbbsin 2015. Gunnar Fr. sigraði í Tvískákinni.

Tómas Björnsson og Sveinn Ingi Sveinsson sigruðu á Jólamóti Víkingaklúbbsins sem haldið var í húsnæði Skáksambands Íslands miðvikdaginn 30. janúar.  

Tómas Björnsson sigraði á skákmótinu eftir að hafa verið í hörkubaráttu við Ólaf B. Þórsson, Lenku, Pál Agnar og fleirri.  Tómas hlaut 6. vinniga úr 7. skákum, en Páll Agnar Þórarinsson og Ólafur B. Þórsson urðu í 2-3 sæti.
Keppendur í skákinni voru 16, en tefldar voru 7. umferðir, þar sem tímamörk voru 5. mínútur.  

Í Víkingaskákinni sigraði Sveinn Ingi Sveinsson með 6. vinninga af 7. mögulegum.  Sigurður Ingason veitti honum harða keppni um efsta sætið og endaði með 5.5 vinninga í öðru sæti.  Þriðji varð Gunnar Fr. Rúnarsson. Gaman var að sjá nýja keppendur mæta til leiks, eins og Gauta Pál Jónsson og Mai bræður.  Guðlaug Þorsteinsdóttir reyndi einnig fyrir sér í Víkingaskák í fyrsta skipti og hafði gaman að.  Gauti Páll stóð sig frábærlega á sínu fyrsta móti og hneppti unglingaverðlaun, eins og Lenka sem hneppti kvennaverðlaunin, en hún var að prófa skákina í þriðja skipti.  Keppendur í  Víkingaskákinni voru þrettán, en tefldar voru 7. umferðir, þar sem tímamörk voru 7. mínútur á skákina.

Á mótinu var einnig keppt um titilinn Íslandsmeistari í tvískák, en sérstakur bikar var fyrir besta árangur í báðum mótunum. Gunnar Fr. Rúnarsson varð efstur þar með 9.5 vinninga, en næstir komu Páll Agnar og Ólafur B. Þórsson með 9. vinninga.

Úrslit í hraðskákmótinu:

  1  Tómas Björnsson  5.5 af 7    
  2  Ólafur B. Þórsson 5.0      
  3  Páll Agnar Þórarinsson  5.0  
  4  Gauti Páll Jónsson 4.5    
  5  Gunnar Fr. Rúnarsson 4.5     
  6  Lenka 4.0  
  7  Guðlau  4.0
  8  Sigurður Ingason 3.5      
  9  Jón Árni  3,5  
  10  Óskar 3.5   
  11  Aron Mai 3.5     
  12  Halldór Pálsson 3.0
  13 Alexander Mai 2.5
  14. Sturla Þórðarson 2.0
  15. Arnaldur Bjarnason 1.0
  16. Halldór Kristjánsson 1.0  
                                   

Úrslit í Víkingahraðskákinni:


 1.   Sveinn Ingi Sveinsson  6.0 af 7 
 2.   Sigurður Ingason 5.5                 
 3 .  Gunnar Fr. Rúnarsson 5.0
 4    Sturla 4.0  
  5   Lenka 4.0
  6   Páll 4.0
  7   Ólafur 4.0
  8  Gauti 3.5     
  9  Tómas 3.0 
  10  Aron 3.0  
  11  Halldór 2.5    
  12  Alexander 2.5
  13 Guðlaug 2.0

Úrslit í Tvískákmótinu:


1. Gunnar Fr. Rúnarsson   9.5 v. 
2. Ólafur B. Þórsson 9                 
3. Páll Agnar 9
4. Sigurður Ingason 9
5. Tómas Björnsson 8.5
osf...

























1 comment:

  1. Thanks for sharing, nice post! Post really provice useful information!

    Công ty vận chuyển hàng nước ngoài FadoExpress hàng đầu chuyên vận chuyển, chuyển phát nhanh siêu tốc đi khắp thế giới, nổi bật là dịch vụ gửi hàng đi mỹ, gửi hàng đi úcgửi hàng đi đài loan và dịch vụ chuyển phát nhanh đi hàn quốc uy tín, giá rẻ

    ReplyDelete