Friday, May 27, 2016

Sveinn Ingi Sveinsson Íslandsmeistari í Víkingaskák 2016. Lenka Ptacnikova sigraði í kvennaflokk og Bárður Birkisson í unglingaflokki.

Sveinn Ingi Sveinsson sigraði á Íslandsmótinu í Víkingaskák sem haldið var í húsnæði Skáksambands Íslands fimmtudaginn 26. mai.  Í öðru til þriðja sæti urðu Sigurður Ingason og Bárður Birkisson, en Sigurður varð hlutskarpari á stigum.  Lenka Ptacnikova varð Íslandsmeistari kvenna eftir hörku baráttu við Guðrúnu Ástu Guðmundsdóttur fráfarandi Íslandsmeistara, en þær mættust í 4. umferð í hreinni úrslitaskák, þar sem Lenka hafði betur eftir hörku báráttu.  Bárður Birkisson varð Íslandsmeistari unglinga, en hann átti frábæra innkomu á mótinu. Í fjórðu umferð sigraði hann margfaldan Íslandsmeistara, Svein Inga Sveinsson, en tapaði svo fyrir reynsluboltanum Sigurði Ingasyni í næstu umferð og hleypti því Svein Inga á toppinn á ný. Tvíburabróðir Bárðs, Björn Birkisson varð í öðru sæti í unglingaflokki og Gauti Páll Jónsson varð þriðji. Keppendur á mótinu voru þrettán, en telfdar voru 6. umferðir með 10. mínútna umhugsunartíma. Íslandsmótið með þessu formi hefur verið haldið óslitið síðan árið 2009.  Mótið var haldið til minningar um Magnús Ólafsson stofnanda Víkingaskákarinnar.  

Víkingaskák er manntafl sem fundið var upp af Magnúsi Ólafssyni hugvitsmanni.  Í Víkingaskák eru tvö lið og samanstendur hvort lið af níu mönnum og níu peðum. Nöfn taflmannanna eru þau sömu og í venjulegri skák nema að níundi maðurinn heitir víkingur. Manngangnum svipar til manngangsins í hefðbundinni skák og er auðlærður. Aðeins manngangur víkingsins er nýr. Í hefðbundnu tafli eru tvær stefnur en í Víkingaskák eru þær þrjár. Víkingaskákin mun vera heldur flóknara tafl en venjuleg skák sökum fleiri taflmanna, fleiri reita á taflborðinu auk einnar stefnu meir. Þrátt fyrir göfgi hinnar klassísku skákar hafa öðru hvoru alltaf verið gerðar tilraunir til að þróa ný afbrigði.

Reglurnar í Víkingaskák má nálgast hér:

Úrslit:

* 1 Sveinn Ingi Sveinsson 5 v. 
* 2-3 Sigurður Ingason 4.5
* 2-3 Bárður Birkisson 4.5
* 4 Stefán Þór Sigurjónsson 4
* 5 Lenka Ptacnikova 3.5
* 6. Björn Birkisson 3.5
* 7 Ólafur Þórsson 3.0
* 8 Páll Andrason 3
* 9 Sturla Þórðarson 3
* 10 Guðrún Ásta Guðmundsdóttir 2
* 11 Gauti Páll Jónsson 2
* 12 Halldór Pálsson 2
* 13 Hilmir Freyr 0.5
* 14 Orri Skottubani 0











No comments:

Post a Comment